Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 19:01 Pétur á hliðarlínunni í Mosfellsbæ en hann var ekki sáttur með aðstæður í Tékklandi. Vísir/Tjörvi Týr Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. Leik dagsins lauk með markalausu jafntefli og því ljóst að Valur er úr leik þar sem Slavia Prag vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda með einu marki gegn engu. Pétur ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og lét þar óánægju sína í garð Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og KSÍ í ljós. „Mér finnst í lagi að Knattspyrnusambandið reyni að hjálpa svo það sé hægt [að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar]. Slavia fær vikufrí til að spila þennan leik, áttu að spila á sunnudag en leiknum var frestað,“ sagði þjálfari Valsliðsins frekar ósáttur með álagið sem hefur verið á hans liði. Þann 17. september fór Valur til Vestmannaeyja og spilaði við ÍBV. Miðvikudeginum eftir það mættust Valur og Slavia Prag að Hlíðarenda. Síðasta laugardag fóru Valskonur í Mosfellsbæ og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag spilaði liðið í Tékklandi og mætir svo Selfossi á heimavelli á laugardaginn kemur. „Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Við náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi,“ bætti Pétur við. Pétur hrósaði þó sínu liði og sagði það heilt yfir hafa verið betri aðilinn í einvíginu. Honum fannst lið sitt virka smá þreytt á köflum en sagði það hafa reynt og reynt. Að endingu fór Pétur yfir vallaraðstæður í Tékklandi. „Það stendur Respect [í. virðing] á fána hérna sem er merktum UEFA. Ef þetta er virðing, að spila á svona velli í úrslitaleik um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras og það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli. Á næsta ári stefnum við á að komast í riðlakeppnina,“ sagði Pétur Pétursson að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Leik dagsins lauk með markalausu jafntefli og því ljóst að Valur er úr leik þar sem Slavia Prag vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda með einu marki gegn engu. Pétur ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og lét þar óánægju sína í garð Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og KSÍ í ljós. „Mér finnst í lagi að Knattspyrnusambandið reyni að hjálpa svo það sé hægt [að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar]. Slavia fær vikufrí til að spila þennan leik, áttu að spila á sunnudag en leiknum var frestað,“ sagði þjálfari Valsliðsins frekar ósáttur með álagið sem hefur verið á hans liði. Þann 17. september fór Valur til Vestmannaeyja og spilaði við ÍBV. Miðvikudeginum eftir það mættust Valur og Slavia Prag að Hlíðarenda. Síðasta laugardag fóru Valskonur í Mosfellsbæ og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag spilaði liðið í Tékklandi og mætir svo Selfossi á heimavelli á laugardaginn kemur. „Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Við náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi,“ bætti Pétur við. Pétur hrósaði þó sínu liði og sagði það heilt yfir hafa verið betri aðilinn í einvíginu. Honum fannst lið sitt virka smá þreytt á köflum en sagði það hafa reynt og reynt. Að endingu fór Pétur yfir vallaraðstæður í Tékklandi. „Það stendur Respect [í. virðing] á fána hérna sem er merktum UEFA. Ef þetta er virðing, að spila á svona velli í úrslitaleik um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras og það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli. Á næsta ári stefnum við á að komast í riðlakeppnina,“ sagði Pétur Pétursson að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira