Sara Björk kom Juventus á bragðið með frábærum skalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 20:30 Sara Björk nýbúin að stanga boltann í netið. Claudia Greco/Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Juventus í 2-0 sigri liðsins á HB Köge í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina. Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. What. A. Finish! #JuveKøge pic.twitter.com/ifJHPGJFjO— Juventus Women (@JuventusFCWomen) September 28, 2022 Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Önnur úrslit umspilsins Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik. Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Sara Björk meiddist lítillega í upphitun í fyrri leik liðanna og tók ekki þátt í 1-1 jafntefli í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Það var því ljóst þegar leikur kvöldsins hófst að liðið sem myndi sigra færi kæmist í riðlakeppnina. Sara Björk var ekki lengi að sanna mikilvægi sitt í liði Juventus en hún skoraði með frábærum skalla strax á 11. mínútu eftir fyrirgjöf Juliu Angela Grosso. Staðan orðin 1-0 og Juventus í góðum málum. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. What. A. Finish! #JuveKøge pic.twitter.com/ifJHPGJFjO— Juventus Women (@JuventusFCWomen) September 28, 2022 Það voru komnar 77 mínútur á klukkuna þegar Sofia Cantore gerði út um leikinn með öðru marki Juventus. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Meistaradeildarsætið væri á leiðinni til Juventus. Fleiri urðu mörkin ekki og fyrirliði íslenska landsliðsins komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Önnur úrslit umspilsins Íslands og bikarmeistarar Vals gerðu markalaust jafntefli í Tékklandi og féllu úr leik. Guðrún Arnarsdóttir hafði betur gegn Svövu Rós Guðmundsdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat á bekknum er París Saint-Germain tryggði sæti sitt með 2-0 sigri á Häcken. Selma Sól Magnúsdóttir spilaði 62 mínútur í 2-1 tapi Rosenborgar gegn Real Madríd. Spænska liðið vann fyrri leik liðanna 3-0. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema tryggði Arsenal 1-0 útisigur á Ajax og þar með sæti í riðlakeppninni en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli. Miedema kann vel við sig í heimalandinu. Hér fagnar hún sigurmarki kvöldsins.EPA-EFE/Gerrit van Keulen
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. 28. september 2022 19:01