Arnar Bergmann: „Fannst þessi sigur verðskuldaður" Hjörvar Ólafsson skrifar 1. október 2022 20:02 Arnar Bergmann Gunnlaugsson kyssir bikarinn. Vísir/Hulda Margrét Arnar Bergmann Gunnlaugsson stýrði í dag Víkingi Reykjavík til sigurs í bikarkeppni karla í fótbolta í þriðja skiptið í röð sem keppnin er haldin. Arnar Bergmann telur sigur liðsins gegn FH í úrslitaleik keppninnar þetta árið hafa verið sanngjarnan. „Þetta var mjög erfiður leikur og við náðum ekki að hrista FH af okkur. Þrátt fyrir að þeir hafi jafnað metin tvisvar sinnum þá fannst mér við heilt yfir vera sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn þar af leiðandi sanngjarn að mínu mati," sagði Arnar Bergmann sigurreifur að leik loknum. „Það var auðvitað högg í magann að fá á okkur jöfnunarmarkið á síðustu mínútu leiksins rétt eftir að við höfðum komist yfir. Við náðum að hreinsa hugann eftir lok venjulegs leiktíma og tryggja sigurinn sem er afar sætt," sagði þjálfarinn einnig. „Við höfum nú náð því sem fá lið hafa gert að vera bikarmeistarar þrisvar sinnum í röð og það er mikið afrek. Það er eitthvað sem við getum verið mjög stoltir af og það sýnir hversu langt á veg við erum komnir sem lið," sagði hann. „Það er líka kærkomið að vera búinn að tryggja Evrópusæti og þurfa ekki að berjast við KA um það að ná því. Það er mjög hæpið að við náum að hirða toppsætið af Breiðabliki en við munum halda áfram að ná í eins mörg stig og við getum í úrslitakeppninni og sjá hverju það skilar okkur," sagði Arnar Bergmann um lokasprett keppnistímabilsins. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Þetta var mjög erfiður leikur og við náðum ekki að hrista FH af okkur. Þrátt fyrir að þeir hafi jafnað metin tvisvar sinnum þá fannst mér við heilt yfir vera sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn þar af leiðandi sanngjarn að mínu mati," sagði Arnar Bergmann sigurreifur að leik loknum. „Það var auðvitað högg í magann að fá á okkur jöfnunarmarkið á síðustu mínútu leiksins rétt eftir að við höfðum komist yfir. Við náðum að hreinsa hugann eftir lok venjulegs leiktíma og tryggja sigurinn sem er afar sætt," sagði þjálfarinn einnig. „Við höfum nú náð því sem fá lið hafa gert að vera bikarmeistarar þrisvar sinnum í röð og það er mikið afrek. Það er eitthvað sem við getum verið mjög stoltir af og það sýnir hversu langt á veg við erum komnir sem lið," sagði hann. „Það er líka kærkomið að vera búinn að tryggja Evrópusæti og þurfa ekki að berjast við KA um það að ná því. Það er mjög hæpið að við náum að hirða toppsætið af Breiðabliki en við munum halda áfram að ná í eins mörg stig og við getum í úrslitakeppninni og sjá hverju það skilar okkur," sagði Arnar Bergmann um lokasprett keppnistímabilsins.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira