Klopp um Núñez: Liðið er ekki að hjálpa honum Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 15:00 Klopp hefur trú á Nunez þó erfiðlega hafi gengið í upphafi tímabils. Peter Byrne/PA Images via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst hafa litlar áhyggjur af úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez þrátt fyrir brösuga byrjun hans í Bítlaborginni. Núñez skoraði í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham. Hann fékk hins vegar að líta rautt spjald strax í næsta leik, í fyrsta leik sínum á Anfield þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Núñez lék aðeins síðustu örfáu mínúturnar í farsakenndu 3-3 jafntefli Liverpool við Brighton um helgina og hefur verið fyrir aftan þá Diogo Jota og Roberto Firmino í goggunarröðinni eftir þriggja leikja bannið sem hann hlaut vegna spjaldsins gegn Crystal Palace. „Auðvitað er hann enn að aðlagast,“ segir Klopp. „Allir tala um leikmenn þegar þeir koma nýir inn og vilja að þeir springi strax út. Stundum gerist það og stundum ekki,“. „Það var nú bara í gær sem við Pep Lijnders [aðstoðarþjálfari Liverpool] sögðum honum að við værum rólegir. Það er mikilvægast í þessari stöðu að hann fari ekki að hafa áhyggjur - og hann lítur ekki út fyrir að hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Klopp, sem segir jafnframt að Núñez hafi spilað svo lítið um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahléinu. Klopp segir þá jafnframt að það sé erfitt fyrir Núñez að sýna sínar bestu hliðar þegar Liverpool-liðið spilar ekki betur en raun ber vitni. Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum. „Liðið er ekki á flugi og það gerir hlutina ekki einfaldari fyrir framherja, sérstaklega ekki fyrir klárara (e. finisher),“ segir Klopp. Áhugavert verður að sjá hvort Núñez spili er Liverpool fær Rangers í heimsókn í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli sínum þar sem það vann Ajax en tapaði fyrir Napoli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Núñez skoraði í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham. Hann fékk hins vegar að líta rautt spjald strax í næsta leik, í fyrsta leik sínum á Anfield þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Núñez lék aðeins síðustu örfáu mínúturnar í farsakenndu 3-3 jafntefli Liverpool við Brighton um helgina og hefur verið fyrir aftan þá Diogo Jota og Roberto Firmino í goggunarröðinni eftir þriggja leikja bannið sem hann hlaut vegna spjaldsins gegn Crystal Palace. „Auðvitað er hann enn að aðlagast,“ segir Klopp. „Allir tala um leikmenn þegar þeir koma nýir inn og vilja að þeir springi strax út. Stundum gerist það og stundum ekki,“. „Það var nú bara í gær sem við Pep Lijnders [aðstoðarþjálfari Liverpool] sögðum honum að við værum rólegir. Það er mikilvægast í þessari stöðu að hann fari ekki að hafa áhyggjur - og hann lítur ekki út fyrir að hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Klopp, sem segir jafnframt að Núñez hafi spilað svo lítið um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahléinu. Klopp segir þá jafnframt að það sé erfitt fyrir Núñez að sýna sínar bestu hliðar þegar Liverpool-liðið spilar ekki betur en raun ber vitni. Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum. „Liðið er ekki á flugi og það gerir hlutina ekki einfaldari fyrir framherja, sérstaklega ekki fyrir klárara (e. finisher),“ segir Klopp. Áhugavert verður að sjá hvort Núñez spili er Liverpool fær Rangers í heimsókn í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli sínum þar sem það vann Ajax en tapaði fyrir Napoli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira