Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp á Ólafsfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. október 2022 11:50 Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins. Fjallabyggð.is Fjöldi fólks hefur nýtt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins á Ólafsfirði vegna manndráps sem var framið þar í fyrrinótt. Rauði krossinn mun áfram hafa viðveru í bænum og veita bæjarbúum stuðning vegna hroðaverksins. Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna manndráps á Ólafsfirði í fyrrinótt en fjögur voru handtekin á vettvangi. Samkvæmt heimildum frétttastofu var karlmaður á fimmtugsaldri stunginn til bana en einn til viðbótar var stunginn og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samfélagið á Ólafsfirði væri skekið vegna málins. Kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi sem nokkrir sóttu en Rauði krossinn hefur einnig boðið upp á áfallahjálp. „Það voru aðilar úr viðbragðshópnum okkar sem voru til aðstoðar í kirkjunni og ég veit að það var rennerí af fólki sem var að koma yfir allan daginn. Svo var kyrrðarstund klukkan átta og það mættu nokkrir þangað. Svo voru nokkrir sem nýttu sér að ræða við viðbragðsaðilana okkar á staðnum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Boðið verði áfram upp á áfallahjálp næstu daga. „Við verðum auðvitað eins lengi og þarf og komum líka stundum að fræðslu og annað, til dæmis fyrir foreldra hvernig á að ræða við börnin um slík atvik,“ segir Elfa. Frá vettvangi á Ólafsfirði.Vísir Atvik sem þetta geti haft gríðarleg áhrif á lítil samfélög líkt og á Ólafsfirði. „Það vita það allir sem búa í slíkum samfélögum að það hefur öðruvísi áhrif. Það eru meiri tengingar sem þarf að huga að og auðvitað þekkjast margir. Í smáum samfélögum er það ekki þannig að allir þekki alla en margir þekkja marga þannig að þetta hefur víðtæk áhrif inn í allt samfélagið, skólakerfið og vinnustaðina. “ Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekkert nýtt hafa um rannsókn málsins að segja að svo stöddu. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna manndráps á Ólafsfirði í fyrrinótt en fjögur voru handtekin á vettvangi. Samkvæmt heimildum frétttastofu var karlmaður á fimmtugsaldri stunginn til bana en einn til viðbótar var stunginn og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samfélagið á Ólafsfirði væri skekið vegna málins. Kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi sem nokkrir sóttu en Rauði krossinn hefur einnig boðið upp á áfallahjálp. „Það voru aðilar úr viðbragðshópnum okkar sem voru til aðstoðar í kirkjunni og ég veit að það var rennerí af fólki sem var að koma yfir allan daginn. Svo var kyrrðarstund klukkan átta og það mættu nokkrir þangað. Svo voru nokkrir sem nýttu sér að ræða við viðbragðsaðilana okkar á staðnum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Boðið verði áfram upp á áfallahjálp næstu daga. „Við verðum auðvitað eins lengi og þarf og komum líka stundum að fræðslu og annað, til dæmis fyrir foreldra hvernig á að ræða við börnin um slík atvik,“ segir Elfa. Frá vettvangi á Ólafsfirði.Vísir Atvik sem þetta geti haft gríðarleg áhrif á lítil samfélög líkt og á Ólafsfirði. „Það vita það allir sem búa í slíkum samfélögum að það hefur öðruvísi áhrif. Það eru meiri tengingar sem þarf að huga að og auðvitað þekkjast margir. Í smáum samfélögum er það ekki þannig að allir þekki alla en margir þekkja marga þannig að þetta hefur víðtæk áhrif inn í allt samfélagið, skólakerfið og vinnustaðina. “ Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekkert nýtt hafa um rannsókn málsins að segja að svo stöddu.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15
Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57
Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20