„Mögulega erum við búin að gera nóg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 09:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísbendingar um að árangur sé að nást Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, var seðlabankastjóri spurður út í verðbólguhorfur næstu missera. „Það hafa komið fram margar vísbendingar um að við séum að ná árangri. Tólf mánaða verðbólga er farin að lækka,“ sagði Ásgeir en ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. „Við erum jafn vel að sjá verð lækka á íbúðamarkaði núna,“ sagði Ásgeir einnig og vísaði í að verðbólga hafi aðallega rokið upp vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði. Miklar hækkanir stýrivaxta undanfarin misseri af hálfu Seðlabankans hafa gert það verkum að vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Sagði Ásgeir að það ásamt hertum lánþegaskilyrðum hafi kælt húsnæðismarkaðinn. „Mögulega erum við búin að gera nóg. Það fer eftir því hvernig við sjáum þróunina næstu misseri,“ sagði Ásgeir og bætti við að mögulega væri stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið, í bili. „Mögulega erum við komin á þann stað núna að við séum að fara að sjá verðbólguhjöðnun, miðað við núverandi vexti. Við hins vegar vitum það ekki,“ sagði Ásgeir og lagði áherslu á Seðlabankinn myndi grípa til aðgerða, þar á meðal frekari stýrivaxtahækkana, ef á þyrfti að halda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Það ylti á því hvernig raunhagkerfið þróast sem og hver niðurstaða næstu kjarasamningalotu, sem er framundan í vetur, verður. Sagði Ásgeir þó að það að nefndin hafi aðeins ákveðið að hækka vextina um 0,25 prósentur ofan í 0,5 og 0,75 prósentu hækkanir væri ákveðin vísbending. „Klár vísbending um það að nefndin er tiltölulega ánægð með árangurinn,“ sagði Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísbendingar um að árangur sé að nást Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, var seðlabankastjóri spurður út í verðbólguhorfur næstu missera. „Það hafa komið fram margar vísbendingar um að við séum að ná árangri. Tólf mánaða verðbólga er farin að lækka,“ sagði Ásgeir en ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. „Við erum jafn vel að sjá verð lækka á íbúðamarkaði núna,“ sagði Ásgeir einnig og vísaði í að verðbólga hafi aðallega rokið upp vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði. Miklar hækkanir stýrivaxta undanfarin misseri af hálfu Seðlabankans hafa gert það verkum að vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Sagði Ásgeir að það ásamt hertum lánþegaskilyrðum hafi kælt húsnæðismarkaðinn. „Mögulega erum við búin að gera nóg. Það fer eftir því hvernig við sjáum þróunina næstu misseri,“ sagði Ásgeir og bætti við að mögulega væri stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið, í bili. „Mögulega erum við komin á þann stað núna að við séum að fara að sjá verðbólguhjöðnun, miðað við núverandi vexti. Við hins vegar vitum það ekki,“ sagði Ásgeir og lagði áherslu á Seðlabankinn myndi grípa til aðgerða, þar á meðal frekari stýrivaxtahækkana, ef á þyrfti að halda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Það ylti á því hvernig raunhagkerfið þróast sem og hver niðurstaða næstu kjarasamningalotu, sem er framundan í vetur, verður. Sagði Ásgeir þó að það að nefndin hafi aðeins ákveðið að hækka vextina um 0,25 prósentur ofan í 0,5 og 0,75 prósentu hækkanir væri ákveðin vísbending. „Klár vísbending um það að nefndin er tiltölulega ánægð með árangurinn,“ sagði Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01
Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31