Ef lög Vatnajökulsþjóðgarðs væru byggingareglugerðir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 5. október 2022 13:01 Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Vatnajökulsþjóðgarður Miðflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun