Körfuboltakvöld um liðin sem hefja leik í kvöld: „Það heldur vöku fyrir mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2022 13:01 Veigar Áki Hlynsson er einn af ungu strákunum í KR sem fá liðið í fangið nú þegar margir reynsluboltar eru horfnir á braut. Vísir/Vilhelm Subway deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld en fjórir leikir úr fyrstu umferðinni fara þá fram. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin átta sem í kvöld spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu 2022-23. Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira