33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu Snorri Másson skrifar 6. október 2022 23:31 Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld: Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld:
Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum