Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. október 2022 22:40 Jónatan Magnússon var sáttur við sína menn í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. „Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“ KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
„Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“
KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira