Krefjast þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 08:31 Tveir ljósabekkir eru í boði fyrir viðskiptavini Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ vilja hins vegar ekki að svo verði áfram. Íþróttamiðstöðin í Garði Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hafa krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Gjaldskrárliðurinn „Ljósabekkir“ skuli þannig verða tekinn út úr gjaldskrá sveitarfélagsins. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans – þær Jónína Magnúsdóttir og Laufey Erlendsdóttir – undirstrika í bókun sinni að lögð verði áhersla á að sveitarfélagið sé heilsueflandi samfélag líkt og samþykkt hafi verið. Bæjarfulltrúarnir segja að rekstur ljósabekkja stríði klárlega gegn því og því sé eðlilegt að sveitarfélagið hætti slíku enda alkunna að notkun ljósabekkja geti valdið skaða. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar. Tveir ljósabekkir í boði Tveir ljósabekkir standa viðskiptavinum íþróttamiðstöðvarinnar í Garði til boða. Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá að milli klukkan sjö á morgnana og til klukkan 14, kosti stakur tími 1.300 krónur, en tvöfaldur tími 2.100 krónur. Milli klukkan 14 og 21 er hins vegar aðeins dýrara að fara í ljós, en þá kostar tíminn 1.450 krónur, en tvöfaldur tími 2.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort á 7.500 krónur fyrir ljósatíma milli sjö á morgnana og 14, en 8.500 krónur fyrir tíu tíma milli klukkan 14 og 21. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt, að því er segir á heimasíðu WHO.Getty Í bókun Jónínu og Laufeyjar vísa þær í upplýsingar á heimasíðu Geislavarna ríkisins þar sem fram kemur að Alþjóðaheilbrigðismálastofununin (WHO) styðji við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Er vísað í að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest. Fagur Garðskagavitinn.Getty Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli,“ segir í bókuninni. Telst vart til markmiða heilsueflandi samfélags Bæjarfulltrúarnir telja að í ljósi þessa sé rétt að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags. Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má bæina Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns. Suðurnesjabær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50 Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á miðvikudaginn. Bæjarfulltrúar Bæjarlistans – þær Jónína Magnúsdóttir og Laufey Erlendsdóttir – undirstrika í bókun sinni að lögð verði áhersla á að sveitarfélagið sé heilsueflandi samfélag líkt og samþykkt hafi verið. Bæjarfulltrúarnir segja að rekstur ljósabekkja stríði klárlega gegn því og því sé eðlilegt að sveitarfélagið hætti slíku enda alkunna að notkun ljósabekkja geti valdið skaða. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar. Tveir ljósabekkir í boði Tveir ljósabekkir standa viðskiptavinum íþróttamiðstöðvarinnar í Garði til boða. Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá að milli klukkan sjö á morgnana og til klukkan 14, kosti stakur tími 1.300 krónur, en tvöfaldur tími 2.100 krónur. Milli klukkan 14 og 21 er hins vegar aðeins dýrara að fara í ljós, en þá kostar tíminn 1.450 krónur, en tvöfaldur tími 2.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa tíu tíma kort á 7.500 krónur fyrir ljósatíma milli sjö á morgnana og 14, en 8.500 krónur fyrir tíu tíma milli klukkan 14 og 21. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt, að því er segir á heimasíðu WHO.Getty Í bókun Jónínu og Laufeyjar vísa þær í upplýsingar á heimasíðu Geislavarna ríkisins þar sem fram kemur að Alþjóðaheilbrigðismálastofununin (WHO) styðji við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Er vísað í að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hafi aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest. Fagur Garðskagavitinn.Getty Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósabekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortuæxli,“ segir í bókuninni. Telst vart til markmiða heilsueflandi samfélags Bæjarfulltrúarnir telja að í ljósi þessa sé rétt að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi samfélags. Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má bæina Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns.
Suðurnesjabær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50 Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15. desember 2021 11:50
Kiwisun bannað að birta ósannindi um virkni ljósabekkja Neytendastofa hefur því bannað sólbaðsstofunni Kiwisun, sem til húsa í Borgartúni, að birta ákveðnar fullyrðingar, sem taldar eru ýmist rangar eða ósannaðar, um virkni ljósabekkja fyrirtækisins í kynningum. 5. febrúar 2021 10:04