Árásarmaðurinn í Kanada einn að verki og myrti bróður sinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 08:57 Bræðurnir Damien (31 árs) og Myles Sanderson (32 ára) voru í fyrstu taldir hafa framið morðin saman. Nú segir lögreglan að Myles hafi verið einn að verki og drepið bróður sinn. Vísir/Getty Kanadíska lögreglan segir nú að karlmaður sem stakk ellefu manns til bana í Saskatchewan í síðasta mánuði hafi verið einn að verki. Hann hafi einnig myrt bróður sinn sem var í fyrstu talinn hafa tekið þátt í morðæðinu. Víðtæk leit að bræðrunum Myles og Damien Sanderson hófst eftir að tíu manns voru stungnir til bana í fjöldamorði sem skók kanadísku þjóðina 4. september. Níu þeirra sem voru myrtir voru frumbyggjar. Damien fannst látinn eftir árásina en Myles lést í haldi lögreglu eftir að hann var tekinn höndum 7. september. Bræðurnir eru báðir sagðir hafa lagt á ráðinn um morðin og undirbúið þau. Af einhverri ástæðu myrti Myles bróður sinn Damien. Rhonda Blackmore, yfirmaður kanadísku riddaralögreglunnar í Saskatchewan, sagði að Damien hefði ekki tekið þátt í morðunum. Hún tók ekki af tvímæli um hvort að Damien hafi verið drepinn fyrir eða eftir fjöldamorðið eða hvort hann hafi tekið einhvern þátt í að ráðast á fólk, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bræðurnir eru sagðir hafa selt eiturlyf í samfélagi frumbyggja kvöldið fyrir fjöldamorðið. Þeir hafi í þrígang lent í útistöðum við fólk þann dag sem ekki var tilkynnt um til lögreglu. Lögreglumenn höfðu þó afskipti af Damien í tengslum við bíl sem hann stal þá um kvöldið. Hann gaf lögreglu hins vegar upp rangt nafn. Blackmore sagði fjölmiðlum að aldrei yrði vitað hvers vegna Myles framdi morðin. Óljóst er hvernig Myles lést. Réttarmeinafræðingur segir að líklega verði ekki greint frá dánarorsök hans fyrr en á næsta ári þegar tveimur óháðum rannsóknum lýkur. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum að Myles hafi tekið inn töflur skömmu áður en hann var handtekinn og hann hafi látist af ofskammti. Kanada Tengdar fréttir Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39 Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Víðtæk leit að bræðrunum Myles og Damien Sanderson hófst eftir að tíu manns voru stungnir til bana í fjöldamorði sem skók kanadísku þjóðina 4. september. Níu þeirra sem voru myrtir voru frumbyggjar. Damien fannst látinn eftir árásina en Myles lést í haldi lögreglu eftir að hann var tekinn höndum 7. september. Bræðurnir eru báðir sagðir hafa lagt á ráðinn um morðin og undirbúið þau. Af einhverri ástæðu myrti Myles bróður sinn Damien. Rhonda Blackmore, yfirmaður kanadísku riddaralögreglunnar í Saskatchewan, sagði að Damien hefði ekki tekið þátt í morðunum. Hún tók ekki af tvímæli um hvort að Damien hafi verið drepinn fyrir eða eftir fjöldamorðið eða hvort hann hafi tekið einhvern þátt í að ráðast á fólk, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bræðurnir eru sagðir hafa selt eiturlyf í samfélagi frumbyggja kvöldið fyrir fjöldamorðið. Þeir hafi í þrígang lent í útistöðum við fólk þann dag sem ekki var tilkynnt um til lögreglu. Lögreglumenn höfðu þó afskipti af Damien í tengslum við bíl sem hann stal þá um kvöldið. Hann gaf lögreglu hins vegar upp rangt nafn. Blackmore sagði fjölmiðlum að aldrei yrði vitað hvers vegna Myles framdi morðin. Óljóst er hvernig Myles lést. Réttarmeinafræðingur segir að líklega verði ekki greint frá dánarorsök hans fyrr en á næsta ári þegar tveimur óháðum rannsóknum lýkur. Kanadískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum að Myles hafi tekið inn töflur skömmu áður en hann var handtekinn og hann hafi látist af ofskammti.
Kanada Tengdar fréttir Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39 Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. 8. september 2022 06:39
Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33