Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:58 Sætanýting Play í september var 81,5 prósent miðað við 86,9 prósent í ágúst og 87,9 prósent í júlí. Vísir/Vilhelm Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem meðal annars er farið yfir sætanýtingu flugfélagsins í síðasta mánuði. Þar segir að 92.181 farþegar hafi flogið með Play í september en að það séu færri farþegar en í ágúst þegar félagið flutti 109.956 farþega. „Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað. Stundvísi var 86% í september,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fyrirhugaðar ráðningar segir að þær séu í tækt við enn frekari umsvif flugfélagsins sem muni taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Rúmlega þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að félagið sé nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna sé krefjandi í fluggeiranum. „Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu Play. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki Play á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ er haft eftir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem meðal annars er farið yfir sætanýtingu flugfélagsins í síðasta mánuði. Þar segir að 92.181 farþegar hafi flogið með Play í september en að það séu færri farþegar en í ágúst þegar félagið flutti 109.956 farþega. „Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað. Stundvísi var 86% í september,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fyrirhugaðar ráðningar segir að þær séu í tækt við enn frekari umsvif flugfélagsins sem muni taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Rúmlega þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að félagið sé nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna sé krefjandi í fluggeiranum. „Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu Play. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki Play á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ er haft eftir Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32