Grét næstum af gleði þegar hún frétti af niðurstöðunni Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 14:32 Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, segir ákvaðanataka varðandi framtíð skólastarfs í Laugardal hafa staðið alltof lengi. Nú þurfi borgin að hysja upp um sig ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir sem allra fyrst. Vísir „Ég er ennþá að átta mig á þessu. Þvílík gleði. Það er bara þannig að þegar ég frétti af þessu þá fór ég næstum því að gráta. Ég er svo glöð að þessi niðurstaða hafi komið því maður gat alveg eins átt von á öðru,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, um þá niðurstöðu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um að byggja skuli við löngu sprungna grunnskóla í Laugardal. Mikið hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal á síðustu árum, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Sigríður Heiða segir niðurstöðu skóla- og frístundaráðs sýna að þegar samfélag tekur sig saman þá geti góðir hlutir gerst. „Þessi samtakamáttur skiptir máli og það skiptir líka máli að það hafi verið hlustað,“ segir Sigríður Heiða. Óskiljanlegt hvað þetta dróst lengi Sigríður Heiða segir að þegar litið sé til baka þá er ljóst að ekki hefði þurft að fara í alla þessa vinnu tengda því að vinna sviðsmyndirnar varðandi framtíð skólanna í Laugardal. „Þegar ég lít til baka… Síðari forsögnina sem unnin var árið 2019... Þörfin var líka til staðar þá. Það væri búið að byggja við skólana núna ef ákvörðun hefði verið tekin þá. Ég skil ekki af hverju þetta var dregið svona lengi. Mér finnst það óskiljanlegt.“ Fyrsta sviðsmyndin sem starfshópurinn teiknaði upp – og sú sem varð fyrir valinu í skóla- og frístundaráði – fól í sér að byggt yrði við skólana þrjá. Önnur sviðsmyndin fól í sér að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla yrðu færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þess að byggt yrði við Langholtsskóla. Þriðja sviðsmyndin fól svo í sér að opnaður yrði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur sem yrðu þá skólar fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Borgin bretti upp ermar og byggi hratt Aðspurð um hver skilaboðin frá henni séu núna bendir Sigríður Heiða á að það eigi náttúrulega eftir að taka endanlega ákvörðun. „En ég trúi ekki öðru en að hún verði sú sama og hjá skóla- og frístundaráði. Það var samstaða þar. Nú þarf hins vegar að bretta upp ermar og byggja við skólana og það hratt. Þeir geta það alveg. Það þarf bara að byrja.“ Húsnæði Laugarnesskóla.Reykjavíkurborg Hún segir að framundan sé að ráðast í gerð teikninga, uppfæra rýmisáætlanir sem mikil vinna hafi verið lögð í árið 2019, breyta deiliskipulagi og svo bjóða verkin út. „Það þarf bara að drífa í þessu, ekki þannig að nýtt margra ára ferli hefjist núna. Við erum enn í sama vandanum, hann fer ekkert. Það heldur áfram að þrengja að okkur og ég treysti á að borgin hysji upp um sig og gangi í verkið með myndarbrag – verk sem nú þegar er búið að draga nógu lengi.“ Sigríður Heiða segir það einnig hafa verið frábært að hafa fylgst með því hvernig skólasamfélagið – foreldrar, börn, starfsfólk í skólunum og fleiri – hafi risið upp í þessu máli og tekið höndum saman. „Það gerði gæfumuninn, algjörlega.“ vísir/egill Einn sat hjá á fundi skóla- og frístundaráðs Í fundargerð skóla- og frístundasviðs má sjá að fulltrúar allra flokka utan eins greiddu atkvæði með tillögunni um að velja þá sviðsmynd sem felur í sér að byggt verði við alla skólana þrjá. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, ákvað að sitja hjá við atgreiðsluna. Hún segir þó í bókun að það sé léttir að loksins hafi verið tekin ákvörðun um málið. „Hjáseta Vinstri grænna í þessu máli felur ekki sér andstöðu við þá tillögu sem varð fyrir valinu og von um að hún njóti víðtækrar samstöðu í nútíð og tugi ára fram í tímann,“ segir Líf. Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal á síðustu árum, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Sigríður Heiða segir niðurstöðu skóla- og frístundaráðs sýna að þegar samfélag tekur sig saman þá geti góðir hlutir gerst. „Þessi samtakamáttur skiptir máli og það skiptir líka máli að það hafi verið hlustað,“ segir Sigríður Heiða. Óskiljanlegt hvað þetta dróst lengi Sigríður Heiða segir að þegar litið sé til baka þá er ljóst að ekki hefði þurft að fara í alla þessa vinnu tengda því að vinna sviðsmyndirnar varðandi framtíð skólanna í Laugardal. „Þegar ég lít til baka… Síðari forsögnina sem unnin var árið 2019... Þörfin var líka til staðar þá. Það væri búið að byggja við skólana núna ef ákvörðun hefði verið tekin þá. Ég skil ekki af hverju þetta var dregið svona lengi. Mér finnst það óskiljanlegt.“ Fyrsta sviðsmyndin sem starfshópurinn teiknaði upp – og sú sem varð fyrir valinu í skóla- og frístundaráði – fól í sér að byggt yrði við skólana þrjá. Önnur sviðsmyndin fól í sér að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla yrðu færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þess að byggt yrði við Langholtsskóla. Þriðja sviðsmyndin fól svo í sér að opnaður yrði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur sem yrðu þá skólar fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Borgin bretti upp ermar og byggi hratt Aðspurð um hver skilaboðin frá henni séu núna bendir Sigríður Heiða á að það eigi náttúrulega eftir að taka endanlega ákvörðun. „En ég trúi ekki öðru en að hún verði sú sama og hjá skóla- og frístundaráði. Það var samstaða þar. Nú þarf hins vegar að bretta upp ermar og byggja við skólana og það hratt. Þeir geta það alveg. Það þarf bara að byrja.“ Húsnæði Laugarnesskóla.Reykjavíkurborg Hún segir að framundan sé að ráðast í gerð teikninga, uppfæra rýmisáætlanir sem mikil vinna hafi verið lögð í árið 2019, breyta deiliskipulagi og svo bjóða verkin út. „Það þarf bara að drífa í þessu, ekki þannig að nýtt margra ára ferli hefjist núna. Við erum enn í sama vandanum, hann fer ekkert. Það heldur áfram að þrengja að okkur og ég treysti á að borgin hysji upp um sig og gangi í verkið með myndarbrag – verk sem nú þegar er búið að draga nógu lengi.“ Sigríður Heiða segir það einnig hafa verið frábært að hafa fylgst með því hvernig skólasamfélagið – foreldrar, börn, starfsfólk í skólunum og fleiri – hafi risið upp í þessu máli og tekið höndum saman. „Það gerði gæfumuninn, algjörlega.“ vísir/egill Einn sat hjá á fundi skóla- og frístundaráðs Í fundargerð skóla- og frístundasviðs má sjá að fulltrúar allra flokka utan eins greiddu atkvæði með tillögunni um að velja þá sviðsmynd sem felur í sér að byggt verði við alla skólana þrjá. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, ákvað að sitja hjá við atgreiðsluna. Hún segir þó í bókun að það sé léttir að loksins hafi verið tekin ákvörðun um málið. „Hjáseta Vinstri grænna í þessu máli felur ekki sér andstöðu við þá tillögu sem varð fyrir valinu og von um að hún njóti víðtækrar samstöðu í nútíð og tugi ára fram í tímann,“ segir Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30
Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakkaskiptum Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla. 30. september 2022 13:13