Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 14:51 Klettur er umboðsaðili Scania og Caterpillar á Íslandi auk ýmissa annarra framleiðenda. Fram kemur að Klettur reki farsæl þjónustuverkstæði í Reykjavík og á Akureyri. Þar að auki starfræki félagið hjólbarðaverkstæði undir nafni Kletts ásamt því að eiga vörumerkið Sólningu. Klettur Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skel til Kauphallar. Þar segir að Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, hafi samþykkt að verða stjórnarformaður félagsins og þá mun Kristján Már Atlason verða nýr forstjóri Kletts. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni segir að Klettur sé öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki á sviði vinnuvéla, vörubíla, hópbifreiða, tækja, skipavéla, varaaflsstöðva og hjólbarða. „Klettur er umboðsaðili Scania og Caterpillar á Íslandi auk ýmissa annarra sterkra framleiðenda. Klettur rekur farsæl þjónustuverkstæði í Reykjavík og á Akureyri. Þar að auki starfrækir félagið hjólbarðaverkstæði undir nafni Kletts ásamt því að eiga vörumerkið Sólningu. Áætluð velta félagsins árið 2022 er 8.200 m.kr. og EBITDA 405 m.kr. Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, hefur samþykkt að verða stjórnarformaður félagsins. Þá hefur náðst samkomulag við lykilstarfsmenn um kaup á 4% hlut í eignarhaldsfélaginu. Kristján Már Atlason mun taka við sem forstjóri Kletts. Heildarvirði (e. enterprise value) Kletts samkvæmt kaupsamningi nemur 2.300 m.kr. og verður leiðrétt með hliðsjón af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Kaupin verða fjármögnuð með 600-700 m.kr. hækkun á hlutafé Skeljungs ehf. sem SKEL fjárfestingarfélag hf. leggur til. Kaupin eru að öðru leyti fjármögnuð með nýjum lánum og yfirtöku eldri lána. Klettagarðar 8-10 ehf. Klettagarðar eiga fasteignirnar Klettagarða 8-10, Reykjavík, Suðurhraun 2, Garðabæ og Hjalteyrargötu 8, Akureyri. Áætlaðar leigutekjur af framangreindum fasteignum á ársgrundvelli eru 147 m.kr. Heildarvirði (e. enterprise value) Klettagarða samkvæmt kaupsamningi nemur 1.500 m.kr. sem verður leiðrétt með hliðsjón af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Kaupin eru fullfjármögnuð með reiðufé og yfirtöku eldri lána,“ segir í tilkynninginni. Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs.Skeljungur Rekið sem sjálfstætt félag Haft er eftir Þórði Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Skeljungs, að með kaupunum á Kletti styrki félagið til muna vöru- og þjónustuframboð samstæðunnar. „Klettur verður rekið sem sjálfstætt félag. Kaupin falla vel að þeirri stefnu að byggja upp enn öflugra þjónustufyrirtæki við íslenskt atvinnulíf. Við trúum því að með kaupunum geti samstæðan sótt á nýja markaði og tekið virkan þátt í beinni uppbyggingu innviða hérlendis næstu árin. Verði af viðskiptunum er reiknað með því að velta Skeljungs árið 2023, að Kletti meðtöldum, verði 70 milljarðar og áætlanir beggja félaga gefa fyrirheit um EBITDA í kringum 1300-1500 milljónir,“ segir Þórður. Fellur vel að núverandi stefnu Þá er haft eftir Knúti G. Haukssyni, nýjum forstjóra Kletts, að á undanförum árum hafi félagið og birgjar byggt upp öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki. „Við teljum að sú framtíðarsýn og frekari uppbyggingaráform sem tilvonandi kaupendur hafa kynnt fyrir okkur falli vel að núverandi stefnu félagsins og muni skapa því enn sterkari stöðu á þeim spennandi tímum sem framundan eru. Við höfum því fulla trú á að þetta sé frábært skref inn í framtíðina fyrir starfsmenn okkar og birgja, en ekki síður okkar tryggu viðskiptavini sem áfram geta treyst á gott vöruframboð og yfirburða þjónustu þeim til hagsbóta,“ segir Knútur. Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skel til Kauphallar. Þar segir að Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, hafi samþykkt að verða stjórnarformaður félagsins og þá mun Kristján Már Atlason verða nýr forstjóri Kletts. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni segir að Klettur sé öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki á sviði vinnuvéla, vörubíla, hópbifreiða, tækja, skipavéla, varaaflsstöðva og hjólbarða. „Klettur er umboðsaðili Scania og Caterpillar á Íslandi auk ýmissa annarra sterkra framleiðenda. Klettur rekur farsæl þjónustuverkstæði í Reykjavík og á Akureyri. Þar að auki starfrækir félagið hjólbarðaverkstæði undir nafni Kletts ásamt því að eiga vörumerkið Sólningu. Áætluð velta félagsins árið 2022 er 8.200 m.kr. og EBITDA 405 m.kr. Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, hefur samþykkt að verða stjórnarformaður félagsins. Þá hefur náðst samkomulag við lykilstarfsmenn um kaup á 4% hlut í eignarhaldsfélaginu. Kristján Már Atlason mun taka við sem forstjóri Kletts. Heildarvirði (e. enterprise value) Kletts samkvæmt kaupsamningi nemur 2.300 m.kr. og verður leiðrétt með hliðsjón af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Kaupin verða fjármögnuð með 600-700 m.kr. hækkun á hlutafé Skeljungs ehf. sem SKEL fjárfestingarfélag hf. leggur til. Kaupin eru að öðru leyti fjármögnuð með nýjum lánum og yfirtöku eldri lána. Klettagarðar 8-10 ehf. Klettagarðar eiga fasteignirnar Klettagarða 8-10, Reykjavík, Suðurhraun 2, Garðabæ og Hjalteyrargötu 8, Akureyri. Áætlaðar leigutekjur af framangreindum fasteignum á ársgrundvelli eru 147 m.kr. Heildarvirði (e. enterprise value) Klettagarða samkvæmt kaupsamningi nemur 1.500 m.kr. sem verður leiðrétt með hliðsjón af stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á viðmiðunardegi uppgjörs. Kaupin eru fullfjármögnuð með reiðufé og yfirtöku eldri lána,“ segir í tilkynninginni. Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs.Skeljungur Rekið sem sjálfstætt félag Haft er eftir Þórði Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Skeljungs, að með kaupunum á Kletti styrki félagið til muna vöru- og þjónustuframboð samstæðunnar. „Klettur verður rekið sem sjálfstætt félag. Kaupin falla vel að þeirri stefnu að byggja upp enn öflugra þjónustufyrirtæki við íslenskt atvinnulíf. Við trúum því að með kaupunum geti samstæðan sótt á nýja markaði og tekið virkan þátt í beinni uppbyggingu innviða hérlendis næstu árin. Verði af viðskiptunum er reiknað með því að velta Skeljungs árið 2023, að Kletti meðtöldum, verði 70 milljarðar og áætlanir beggja félaga gefa fyrirheit um EBITDA í kringum 1300-1500 milljónir,“ segir Þórður. Fellur vel að núverandi stefnu Þá er haft eftir Knúti G. Haukssyni, nýjum forstjóra Kletts, að á undanförum árum hafi félagið og birgjar byggt upp öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki. „Við teljum að sú framtíðarsýn og frekari uppbyggingaráform sem tilvonandi kaupendur hafa kynnt fyrir okkur falli vel að núverandi stefnu félagsins og muni skapa því enn sterkari stöðu á þeim spennandi tímum sem framundan eru. Við höfum því fulla trú á að þetta sé frábært skref inn í framtíðina fyrir starfsmenn okkar og birgja, en ekki síður okkar tryggu viðskiptavini sem áfram geta treyst á gott vöruframboð og yfirburða þjónustu þeim til hagsbóta,“ segir Knútur.
Skel fjárfestingafélag Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira