Hallgrímur: Erum að skrifa söguna 8. október 2022 18:25 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var skiljanlega svekktur eftir naumt tap á móti Breiðablik í dag. „Bara gríðarlega svekkjandi úr því sem komið var. Mér fannst þegar við jöfnuðum mómentið vera með okkur og fáum á okkur frekar klaufalegt mark. Rodri fær dauðafæri og mér finnst við eiga fá víti í lokin líka og það var svekkjandi en kannski ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið þegar þú lítur yfir leikinn. Jajalo bjargar okkur tvisvar í fyrri hálfleik. Mér fannst fyrri háfleikurinn ekki nógu góður hjá okkur, seinni hálfleikurinn flottur og bara svekkelsi úr því sem komið var að við höfum ekki náð allavega jafntefli,” sagði Hallgrímur um þróun leiksins. KA menn kölluðu hátt eftir víti í uppbótartíma og það var enginn vafi þar á að mati Hallgríms. „Þannig sá ég það en það getur verið að dómararnir hafi haft annað sjónarhorn. Mér fannst hann bara klæða hann úr treyjunni og fer líka í andlitið á honum og mér fannst það víti já.” Blikar hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og KA menn nokkuð heppnir að fá bara eitt mark á sig í hálfleiknum. „Við gerðum vel, markið er pirrandi að fá okkur, fast leikatriði þar sem hann getur tekið hann rólega niður og sett hann, en þeir voru betri í fyrri hálfleik og það sem maður var svekktastur með er að þeir virtust vera miklu betri í návígjum, bæði í jörðinni og í loftinu og það er eitthvað sem er ekki gott. Við vitum að Breiðablik er flott lið og góðir á boltann og myndu kannski hafa boltann aðeins meira en við en þeir eiga ekki að vera sterkari í návígjum hér á okkar heimavelli þannig það er eitthvað sem ég er kannski ekki sáttur með en við lögðum okkur fram og komum til baka og seinni hálfleikur mjög flottur þannig ég er ánægður með strákana en gríðarlega svekkjandi hvernig þetta endaði.” KA horfir áfram á annað sætið en Íslandsmeistaratitilinn er að öllum líkindum Blika í ár. „Ég er sammála því. Blikar eru nánast búnir að vinna þetta mót og hafa bara unnið fyrir því, búnir að vera mjög flottir og þannig er bara staðan, við náum þeim ekki, en við ætlum okkur að ná öðru sætinu.” Er ekkert erfitt að mótivera liðið þegar Evrópusætið er nú þegar tryggt? „Nei, mér finnst það ekki, við mætum hérna besta liði íslands í dag og gefum þeim flottan leik og erum svekktir að hafa ekki náð jafntefli þannig það verður ekki vandamál. Við erum svolítið að skrifa söguna; flest stig í sögu félagsins og flest skoruð mörk og erum búnir að gera vel og menn eru ánægður og stemmdir það verður ekkert vesen.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Bara gríðarlega svekkjandi úr því sem komið var. Mér fannst þegar við jöfnuðum mómentið vera með okkur og fáum á okkur frekar klaufalegt mark. Rodri fær dauðafæri og mér finnst við eiga fá víti í lokin líka og það var svekkjandi en kannski ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið þegar þú lítur yfir leikinn. Jajalo bjargar okkur tvisvar í fyrri hálfleik. Mér fannst fyrri háfleikurinn ekki nógu góður hjá okkur, seinni hálfleikurinn flottur og bara svekkelsi úr því sem komið var að við höfum ekki náð allavega jafntefli,” sagði Hallgrímur um þróun leiksins. KA menn kölluðu hátt eftir víti í uppbótartíma og það var enginn vafi þar á að mati Hallgríms. „Þannig sá ég það en það getur verið að dómararnir hafi haft annað sjónarhorn. Mér fannst hann bara klæða hann úr treyjunni og fer líka í andlitið á honum og mér fannst það víti já.” Blikar hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og KA menn nokkuð heppnir að fá bara eitt mark á sig í hálfleiknum. „Við gerðum vel, markið er pirrandi að fá okkur, fast leikatriði þar sem hann getur tekið hann rólega niður og sett hann, en þeir voru betri í fyrri hálfleik og það sem maður var svekktastur með er að þeir virtust vera miklu betri í návígjum, bæði í jörðinni og í loftinu og það er eitthvað sem er ekki gott. Við vitum að Breiðablik er flott lið og góðir á boltann og myndu kannski hafa boltann aðeins meira en við en þeir eiga ekki að vera sterkari í návígjum hér á okkar heimavelli þannig það er eitthvað sem ég er kannski ekki sáttur með en við lögðum okkur fram og komum til baka og seinni hálfleikur mjög flottur þannig ég er ánægður með strákana en gríðarlega svekkjandi hvernig þetta endaði.” KA horfir áfram á annað sætið en Íslandsmeistaratitilinn er að öllum líkindum Blika í ár. „Ég er sammála því. Blikar eru nánast búnir að vinna þetta mót og hafa bara unnið fyrir því, búnir að vera mjög flottir og þannig er bara staðan, við náum þeim ekki, en við ætlum okkur að ná öðru sætinu.” Er ekkert erfitt að mótivera liðið þegar Evrópusætið er nú þegar tryggt? „Nei, mér finnst það ekki, við mætum hérna besta liði íslands í dag og gefum þeim flottan leik og erum svekktir að hafa ekki náð jafntefli þannig það verður ekki vandamál. Við erum svolítið að skrifa söguna; flest stig í sögu félagsins og flest skoruð mörk og erum búnir að gera vel og menn eru ánægður og stemmdir það verður ekkert vesen.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira