Það er nóg í boði fyrir fótboltaáhugafólk á íþróttarásum Stöðvar 2 þennan mánudaginn.
Þrír leikir úr Bestu deildinni í fótbolta verða sýndir beint og hefjast tveir þeirra klukkan 15:15 sem er ansi óvenjulegur tími á virkum degi en kemur til vegna birtuskilyrða þar sem FH tekur á móti Leikni á meðan ÍBV fær Keflavík í heimsókn.
Í kvöld mætast Stjarnan og Víkingur í síðasta leik umferðarinnar en tapi Víkingur stigum mun Breiðablik tryggja Íslandsmeistaratitil sinn í kvöld.
Auk íslenska boltans er ítalskur fótbolti á dagskrá auk þess sem GameTíví er með sinn vikulega þátt.