Þolandi Bláskógabyggðar ávarpar sveitarstjórn Sigríður Jónsdóttir skrifar 10. október 2022 07:00 Ástæða þess að ég afræð nú að koma í eigin persónu fyrir sveitarstjórn og flytja erindi mitt munnlega, er sú að skrifleg erindi mín virðast oft á tíðum hafa farið fram hjá sveitarstjórnarmönnum og þeir hvorki lesið né skilið erindi mín. Oddviti bar til dæmis vitni um það fyrir dómi í fyrra að hann myndi ekki eftir tilvist eða efni allmargra bréfa sem ég skrifaði sveitarstjórn á sínum tíma og voru mikilvægur hluti af gögnum málsins. Hins vegar taldi hann sig muna vel eftir ýmsum atvikum og jafnvel tímasetningum upp á mínútu einhvern tiltekinn dag á sama tíma. Ég dreg þá ályktun að svo sértæk minnisglöp hljóti að tengjast lestrarerfiðleikum, þannig að nú gríp ég til þess ráðs að lesa sjálf fyrir ykkur það sem ég þarf koma á framfæri. Nú mun ég fara lítillega yfir nokkra atburði og yfirlýsingar sem eiga uppruna sinn hjá sveitarstjórn og öðrum aðilum hjá Bláskógabyggð í tengslum við samskipti mín við sveitarfélagið síðustu árin, sem snúast um skriflega áminningu sem ég var beitt í byrjun árs 2016 og uppsögn úr starfi vorið 2017. Í lok árs 2018 komst ég yfir afrit af minnisblaði sem Óskar Sigurðsson lögfræðingur skrifaði fyrir sveitarstjórn að beiðni sveitarstjóra, Valtýs Valtýssonar. Minnisblaðið var skrifað í byrjun mars árið 2016. Í minnisblaðinu kom fram að þrír sveitarstjórnarmenn, sem voru þau Helgi Kjartansson, Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir og Óttar Bragi Þráinsson, einhvert þeirra eða öll, sökuðu mig um að hafa veist að þeim með líkamsárás á heimili mínu nokkrum dögum fyrr. Þessar lygar hef ég reynt að bera af mér gagnvart sveitarstjórn með bréfi sem ég skrifaði skömmu eftir að ég komst að þessu. Það bar ekki mikinn árangur því sveitarstjórnarmennirnir Róbert Aron Pálmason og Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem ég talaði við nokkru síðar, virtust ekki vita hvað hafði staðið í bréfinu mínu. Þeir vissu bara að það hafði komið bréf. Og við réttarhöldin í fyrra endurtók Helgi Kjartansson engu að síður hinar röngu sakargiftir og lýsti því fjálglega fyrir dómnum hvernig ég hefði ráðist á þau. Óttar Bragi sagði hins vegar frá atburðum nokkurn veginn eins og þeir áttu sér stað en hann hafði látið hjá líða í fimm og hálft ár að tjá sig um álit sitt á þeim atburðum gagnvart okkur. Eftir stendur túlkun Helga og Guðrúnar, sem í samtali við mig fyrir nokkrum árum fullyrti að ég hefði kastað bolla í áttina að þeim, sem er ekki satt. Þetta eru allt lygar sem þau bjuggu til strax í upphafi í þeim tilgangi að hrekja mig úr starfi. Ég hef áður lýst því yfir við sveitarstjórn að Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir hafi veist að mér með svívirðingum á sinn einstaka hátt á heimili mínu þann dag sem hér um ræðir, en þá yfirlýsingu hafa meðlimir sveitarstjórnar líklega hvorki lesið né skilið, eins og ég reifaði hér í upphafi máls míns. Í minnisblaði lögfræðingsins frá því í mars 2016 kemur fram að sveitarstjórn leitaði álits hans um hvort hægt væri að kæra son minn fyrir meiðyrði vegna einnar vísu og einnar myndar sem hann hafði sett inn á feisbúkk. Sú viðleitni sveitarstjórnar er það allra óhæfilegasta og svínslegasta af mörgu slæmu sem ég hef orðið áskynja gagnvart mér í öllum þessum viðbjóði sem hér hefur átt sér stað. Helgi Kjartansson var líklega eini sveitarstjórnarmaðurinn sem hafði aðgang að feisbúkksíðu sonar míns, sem var rétt liðlega tvítugur og fyrrverandi nemandi hans. Sonur samstarfskonu hans. Sem var sjálf óvinnufær af veikindum og foreldrar hennar lágu báðir fyrir dauðanum. Takk Helgi og takk þið sem tókuð þátt í þessu með honum. Að reyna að ráðast á börnin mín. Eftir á að hyggja er ljóst að Helgi Kjartansson lagði mig í einelti meðan við vorum enn formlegir vinnufélagar. Slík háttsemi er ólögleg og ætti að varða áminningu. Ég ætti með réttu að kæra hann til skólastjóra, sem er yfirmaður hans sem íþróttakennara í grunnskólanum. En auðvitað væri það vonlaust, í því slönguspili sem valdastrúktúrinn í þessu sveitarfélagi vissulega er. Síðari hluta vetrar og langt fram á vor árið 2016 kvartaði ég ítrekað til sveitarstjórnar vegna ástandsins í skólanum, sem var minn vinnustaður og þar sem ég var sjálf öryggistrúnaðarmaður. Allar kvartanir mínar voru hunsaðar og mér vitanlega var ekkert gert í málunum. Þá kvartaði ég til Vinnueftirlitsins. Samkvæmt fundargerð kennarafundar frá 18. maí það sama vor, heimsóttu eftirlitsmenn Vinnueftirlistsins skólann og skiluðu í kjölfarið skýrslu með athugasemdum í fjórum liðum. Í skýrslunni var sérstaklega tekið fram að efni hennar skyldi kynnt öryggistrúnaðarmanni, sem þá var ég. Þessa skýrslu sá ég ekki fyrr en fimm árum seinna. Ekki er hægt að kenna það áhugaleysi mínu, því strax í júní 2016 skrifaði ég sveitarstjórn bréf og fór fram á upplýsingar um hvaða athuganir hafi farið fram á vinnustaðnum varðandi aðbúnað og hollustuhætti, hvað þessar athuganir hafi leitt í ljós og til hvaða ráðstafana hafi verið gripið. Svarið við þessum spurningum var bréf frá lögfræðingi þar sem sagt var að aðbúnaður starfsmanna hafi verið talinn góður, ekkert hafi komið fram um annað og athugasemdir mínar sem öryggistrúnaðarmanns séu of seint fram komnar. Þarna var öllu logið. Hylmt var yfir margháttaðar athugasemdir Vinnueftirlitsins, viðvaranir mínar og athugasemdir allan síðari hluta vetrarins voru hunsaðar og einlægt var og er því haldið fram að ég hafi ekki komið fram sem öryggistrúnaðarmaður. Hið rétta er að ég tók það fram strax í mínu fyrsta bréfi til yfirvalda að ég væri öryggistrúnaðarmaður. Það bréf skrifaði ég í janúar 2016. Þessu þóttist fólk ekki hafa tekið eftir. Þetta er meira en heimska. Þetta er klár illvilji. Fleira átti sér stað á þessum tíma í sama dúr. Fulltrúum sveitarstjórnar í skólanefnd var falið að kanna hvað hæft væri í umkvörtunum mínun, svo þær voru líklega ekki alfarið hunsaðar. Það voru þær Bryndís Böðvarsdóttir og Valgerður Sævarsdóttir. Þær létu kanna hvort skólastjórinn hefði lagt mig í einelti. Ég vissi ekki þegar sú könnun var gerð að hún ætti bara að fjalla um einelti skólastjóra gagnvart mér, því meginefni umkvartana minna var almennur samskiptavandi, yfirgangur og harðstjórn af hendi skólastjóra gagnvart öllum vinnustaðnum, ekki bara mér. Ég neitaði reyndar að taka þátt í rannsókn þar sem aðeins væri talað við mig og skólastjórann. Helgi Kjartansson gaf mér loforð um að rætt yrði við fleiri, en hann sveik það eins og annað. Auðvitað varð niðurstaðan sú að skólastjórinn hefði ekki lagt mig í einelti, en málið er að á þessum tíma náði eineltið gegn mér yfir alla sveitarstjórnina og þeirra helstu skósveina. Fólk í sveitinni, sem ég taldi vera vini mína, virtist fullvisst um að ég hefði gert eitthvað af mér í skólanum, neitað að fara eftir einhverjum reglum og svindlað á viðveru. Ekkert af því var satt og ég skildi ekki hvaðan þær hugmyndir voru komnar. Heilu ári seinna, þegar ég var endanlega rekin úr starfi, upplýstist að öll sveitarstjórnin stóð að þeim gjörningi og nú veit ég að allt þetta fólk hefur lagt mig í einelti nánast frá upphafi þessa máls og allt fram á þennan dag með lygum og útúrsnúningum gagnvart mér og með því að rægja mig og útskíta. Vorið 2017 fékk ég bréf frá skólastjóra þar sem hún hótaði að reka mig. Ég talaði strax við oddvitann, Helga Kjartansson. Á þeim tíma hafði ég ekki áttað mig á hvar hann og Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir stóðu í málinu, því þau í fláræði sínu létu mig halda að ég gæti leitað til þeirra með áheyrn og einhvern stuðning. Ég taldi ekki víst að sveitarstjórnin vissi hvað skólastjórinn aðhafðist og áleit að það þyrfti að vara þau við. Þetta væri ólöglegt og ef til uppsagnar kæmi, mundi það óhjákvæmileg leiða til málaferla með tilheyrandi kostnaði. Helgi var hinn brattasti og sagði þau hafa fengið leiðbeiningar og ráð varðandi þetta. Mér væri velkomið að fara í mál ef ég vildi. Ég var í miðju veikindaleyfi og tókst að fá aðstoð Kennarasambandsins til að svara sveitarfélaginu. Lögfræðingur Kennarasambandsins sendi skólastjóranum bréf, sem öll sveitarstjórnin fékk afrit af, þar sem tíundað var hversu ólögleg slík uppsögn væri. Hún bryti algerlega gegn öllum lögum og kjarasamningum. Mér var engu að síður sagt upp fáum dögum síðar. Sveitarstjórnin upplýsti á opnum fundi í Aratungu að þetta væri gert með samhljóða samþykki þeirra allra og oddvitinn svaraði því til að þau hygðust verja eins miklum fjármunum til málaferla og átaka í kringum þetta mál og til þyrfti. Ég hef aldrei fengið skýringu á því hvers vegna það lá svona á að reka mig. Kristín Hreinsdóttir, skólastjórinn vondi, var að fara þá um vorið en ég hafði ekkert gert annað en að kvarta undan henni. Mér finnst líklegast að Helga vinnufélaga minn hafi ekki langað að hitta mig aftur í vinnunni. Sem hann er enn í eins og fínn maður en ég var rekin úr fyrir löngu. Ári síðar, vorið 2018, úrskurðaði sveitarstjórnarráðuneytið að allt sem mér var gert veturinn 2016, bæði áminning í starfi og uppsögn vorið 2017, hafi verið ólöglegt. Ég skrifaði meðlimum sveitarstjórnar bréf og bauð þeim að biðja mig afsökunar til að liðka fyrir lyktum málsins. Enginn svaraði því bréfi. Þau nenntu ekki að bera úrskurð ráðuneytsins undir dómstóla en gerðu heldur ekki neitt til að hlíta úrskurðinum eða ljúka málinu. Lífi mínu er haldið algerlega í lausu lofti og ég fæ ekki betur séð en að sveitarstjórn og fulltrúar Bláskógabyggðar séu enn við sama heygarðshornið við að beita mig því félagslega og fjárhagslega ofbeldi sem hófst af þeirra hendi fyrir hartnær sjö árum. Mér var opinn einn sá kostur að höfða bótamál á hendur sveitarfélaginu og stefndi því fyrir héraðsdóm í byrjun árs 2020, aftur haustið 2021 og til landsréttar haustið 2021. Í fyrstu greinargerð sveitarfélagsins til dómstólanna, sem þau drógu í lengstu lög að skila, kennir ýmissa grasa og þar er farið ansi frjálslega með ýmsar staðreyndir. Hér nefni ég nokkur dæmi um bullið sem kemur fram í þessum greinargerðum frá Bláskógabyggð: Sveitarfélagið taldi sig vorið 2020 enn geta neitað úttekt Vinnueftirlitsins á vinnustað mínum því að í greinargerð til héraðsdóms er því haldið fram að Bláskógabyggð hafi engar upplýsingar fengið um kvörtun mína til Vinnueftirlitsins. Af þessu má sjá að lengi hefur verið mikið á sig lagt til að hylma yfir þær margháttuðu athugasemdir sem Vinnueftirlitið gerði varðandi vinnuverndarmál í skólanum vorið 2016. Enda studdu þær málstað minn, sem aldrei hefur verið viðurkenndur hér í þessu herbergi. Í greinargerðinni frá 2020 er því haldið fram að Bláskógabyggð hafi greitt mér lögbundinn uppsagnarfrest, sem er haugalygi enda höfðu þau engin gögn til að styðja þá fullyrðingu. Hið rétta er að ég fékk aldrei krónu greidda sem laun í uppsagnarfresti. Í greinargerðinni frá 2020 eru bornar brigður á að ég hafi í raun verið óvinnufær þann tíma sem kröfur mínar ná yfir, þrátt fyrir fjölmörg læknisvottorð um slíkt. Ég hafi til dæmis farið á fjallið haustið 2017 og að greidd séu laun fyrir slíkar göngur. Aftur er þessu haldið fram í greinargerð sveitarfélagsins til dómstóla í byrjun árs 2022, að það sé greitt fyrir fjallferðir. Ég hef aldrei fyrr eða síðar séð þess getið að greidd séu laun fyrir fjallferðir á Biskupstungnaafrétt. Þegar atburðir þessa máls hófust, hafði ég farið á fjall samfellt frá árinu 1999 og aldrei misst úr fjallferð. En það gerðist haustið 2016. Þá treysti ég mér ekki til að fara, ekki síst vegna þessara atburða. Haustið 2018 sat ég aftur heima og var því harla fegin, því ég gat ekki hugsað mér að umgangast fjallkónginn eða aðra sveitunga mína á þeim tímapunkti. Einnig er í greinargerðum sveitarfélagsins dylgjað um meintar tekjur mínar af búrekstri sem maðurinn minn stendur að, af hrossabúskap sem sonur minn stendur að og um gróðann sem ég bý að vegna þess að ég get að einhverju leyti enn stundað heimilisstörf. Sem er reyndar undarlegt af Bláskógabyggð að halda fram, því samkvæmt þeirra eigin frásögnum virðist ég til dæmis ófær um að taka á móti gestum. Það gefa allavega lýsingar oddvitans á heimsókn hans í eldhús mitt til kynna. Vorið 2020 sótti ég um 50% kennarastöðu sem auglýst var við grunnskólann á Laugarvatni og var boðuð í atvinnuviðtal að því tilefni. Ég var mjög bjartsýn og vonaðist til að fá tækifæri til að nýta hæfileika mína og snúa aftur til eðlilegs lífs. Þegar til kom var mér boðið að kenna þrjá tíma á viku í stundakennslu, sem var hrein móðgun og mjög særandi fyrir mig að fá slíka meðferð. Enginn annar hafði sótt um stöðuna. Þau vildu heldur vera kennaralaus en að ráða mig nema að nafninu til. Rökstuðningur sveitarfélagsins fyrir þeirri afgreiðslu var sá að ég hefði sagt í atvinnuviðtali að ég mundi ekki vinna í maí vegna sauðburðar. Á lögfræðingabréfum frá sveitarfélaginu var líka að skilja að líklega hefði ég aldrei ætlað mér að vinna það starf sem ég sótti um. Ég sagði aldrei í þessu atvinnuviðtali að ég mundi ekki vinna í maí. Ég hef líka skrifað sveitarstjórn bréf til að leiðrétta þær ávirðingar, en það hefur ekki borið árangur frekar en önnur bréfaskipti mín við sveitarstjórn. Ég hlýt enn og aftur að álykta að þið séuð ekki læs. Í greinargerð sveitarfélagsins til dómstóla frá því í byrjun þessa árs er því haldið fram að ég hafi ekki lagt fram gögn um að ég hafi verið í raunverulegri atvinnuleit. Sú yfirlýsing er fáránleg því ég veit ekki betur en að ég hafi lagt fram gögn í héraðsdómi Suðurlands þann 16. júní árið 2020 um að ég hafi sótt um þessa vinnu hjá sjálfri Bláskógabyggð við grunnskólann á Laugarvatni. Það olli greinilega einhverjum titringi því Elfa skólastjóri á Laugarvatni vissi strax að morgni næsta virka dags að ég hafði lagt fram þessi gögn. Hún var ekki stödd í héraðsdómi þessum degi fyrr, og enginn frá Bláskógabyggð nema lögmaðurinn. Það getur enginn haldið því fram að Elfa skólastjóri hafi ráðið því ein og sjálf að mér var hafnað svo svínslega þegar ég sótti um kennarastarfið á Laugarvatni þá um vorið. Eineltishringur ykkar hér á hreppsskrifstofunni hefur örugglega verið þar að verki. Reynið ekki að neita því, þetta er augljóst. Í einu af mörgum áhugaverðum bréfum sveitarfélagsins til dómastólanna er sagt að lýsingar mínar í stefnu séu afar grófar, óþarflega meiðandi og ósæmilegar í garð Bláskógabyggðar. Ég hef ávallt leitast við að segja sannleikann í þessu máli og halda réttu fram. Ef sveitarfélagið hins vegar kærði sig ekki um svo grófan og meiðandi sannleika, hefðu fulltrúar þess átt að sleppa því að koma svona fram við mig og mitt fólk. Skömmin og sökin er öll ykkar, þið eruð gerendur þessa máls og ég hef ekkert gert annað en að bera hönd fyrir höfuð mér. Fyrirspurn um fyrirsvarsmann. Mér skilst að fyrirsvarsmaður máls sé sá sem hefur ákvörðunarvald í málinu. Ekki hefur fengist skýrt svar við því hver er í fyrirsvari hjá sveitarfélaginu í þeim þrem málum sem ég hef höfðað gegn því. Hvort það er Helgi Kjartansson oddviti sveitarstjórnar eða hvort það er núverandi sveitarstjóri, Ásta Stefánsdóttir. Í vitnaleiðslum fyrir rétti í fyrra virtist Helgi Kjartansson ekki vita hver væri æðsti maður sveitarfélagsins, eins og hann komst sjálfur að orði. Stundum taldi hann það hafa verið Valtý Valtýsson sveitarstjóra, stundum taldi hann sjálfan sig vera höfuð sveitarstjórnar en niðurstaðan varð þó sú að titla núverandi sveitarstjóra sem fyrirsvarsmann málsins. Ég sé nú samt ekki hvernig starfsmaður sveitarstjórnar getur haft ákvörðunarvald í nokkru máli sem viðkemur sveitarfélaginu, nema honum hafi verið falið það sérstaklega. Og þegar ég innti Ástu Stefánsdóttur eftir því hvort hún væri fyrirsvarsmaður, svaraði hún því að hún tæki við stefnum, lengra næði hlutverk hennar ekki. Kannski hafa þeir sveitarstjórnarmenn ákvörðunarvald sem samkvæmt vitnisburði Helga neituðu alfarið að leita sátta gagnvart mér eftir að sveitarstjórnarráðuneytið kvað upp úrskurð sinn. Ég veit ekki hverjir það voru. Því fer ég fram á að fá það algerlega á hreint hver hefur þetta ákvörðunarvald og er þar með fyrirsvarsmaður þessara mála. Þá getur fólk hætt að vísa hvert á annað eða út í loftið, sem hefur verið viðkvæði allra fram að þessu. Fyrirspurnir um greiðslur vegna fjallferða. Í lok fjallferðar nú um daginn, kom ég að máli við fjallkónginn, Guðrúnu Svanhvíti Magnúsdóttur, og innti hana eftir því hvenær ég fengi greitt fyrir fjallferðina, eins og kæmi fram í greinargerðum sveitarfélagsins. Ég taldi hana einna helst vita þetta, hafandi verið í sveitarstjórn allan þann tíma sem greinargerðir þessar hafa verið samdar og kunnugust fjallskilamálum af þeim sem hafa setið í sveitarstjórn á tímabilinu. Hún brást ókvæða við og taldi málflutning minn tóma vitleysu og hreint og beint neitaði að svara mér. Því legg ég eftirfarandi spurningar fyrir sveitarstjórn og fer fram á að fá svör við þeim, eigi síðar en að loknum næsta sveitarstjórnarfundi. Í greinargerðum sveitarfélagsins frá 6. maí 2020 í málinu E-92/2020, bls. 19, og frá 2. febrúar 2022 í málinu E-527/2021, bls. 17, er því haldið fram að greitt sé fyrir fjallferðir. 1. Hvers vegna er því haldið fram í greinargerðum sveitarfélagsins að greitt sé fyrir fjallferðir? 2. Hvaðan koma þessar fullyrðingar? 3. Er einhver annar tilgangur með þessum fullyrðingum en sá að gera mig tortryggilega fyrir dómstólunum? 4. Hvenær var ákveðið að greiða fyrir fjallferðir og á hvaða vettvangi var sú ákvörðun tekin? 5. Hvaðan koma þessar greiðslur? 6. Hvað eru þær miklar? 7. Fyrir hvaða ár er greitt? 8. Hvenær fæ ég greitt fyrir þær fjallferðir sem ég hef farið? 9. Af hverju hef ég aldrei fengið slíkar greiðslur þrátt fyrir að hafa farið meira en 20 sinnum á fjall? 10. Fæ ég bætur fyrir þær tvær fjallferðir sem ég gat ekki farið vegna aðfara Bláskógabyggðar gegn mér? Ég bendi á að þetta eru tíu spurningar og ég vil fá svar við þeim öllum. Eftirmáli Spurningum mínum um fjallskilamál hefur sveitarstjórn neitað að svara nema fyrir dómi, vegna þess að þessar spurningar hafi vaknað vegna dómsmála minna gegn sveitarfélaginu. Ég mótmæli þeirri afgreiðslu. Fjallskilamál eru á forræði sveitarfélagsins, sem skal starfa í samræmi við Upplýsingalög. Engar heimildir eru til að svara ekki fyrirspurnum á grundvelli þess hver það er sem spyr eða vegna þess af hvaða tilefni spurningar hafa vaknað. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða þess að ég afræð nú að koma í eigin persónu fyrir sveitarstjórn og flytja erindi mitt munnlega, er sú að skrifleg erindi mín virðast oft á tíðum hafa farið fram hjá sveitarstjórnarmönnum og þeir hvorki lesið né skilið erindi mín. Oddviti bar til dæmis vitni um það fyrir dómi í fyrra að hann myndi ekki eftir tilvist eða efni allmargra bréfa sem ég skrifaði sveitarstjórn á sínum tíma og voru mikilvægur hluti af gögnum málsins. Hins vegar taldi hann sig muna vel eftir ýmsum atvikum og jafnvel tímasetningum upp á mínútu einhvern tiltekinn dag á sama tíma. Ég dreg þá ályktun að svo sértæk minnisglöp hljóti að tengjast lestrarerfiðleikum, þannig að nú gríp ég til þess ráðs að lesa sjálf fyrir ykkur það sem ég þarf koma á framfæri. Nú mun ég fara lítillega yfir nokkra atburði og yfirlýsingar sem eiga uppruna sinn hjá sveitarstjórn og öðrum aðilum hjá Bláskógabyggð í tengslum við samskipti mín við sveitarfélagið síðustu árin, sem snúast um skriflega áminningu sem ég var beitt í byrjun árs 2016 og uppsögn úr starfi vorið 2017. Í lok árs 2018 komst ég yfir afrit af minnisblaði sem Óskar Sigurðsson lögfræðingur skrifaði fyrir sveitarstjórn að beiðni sveitarstjóra, Valtýs Valtýssonar. Minnisblaðið var skrifað í byrjun mars árið 2016. Í minnisblaðinu kom fram að þrír sveitarstjórnarmenn, sem voru þau Helgi Kjartansson, Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir og Óttar Bragi Þráinsson, einhvert þeirra eða öll, sökuðu mig um að hafa veist að þeim með líkamsárás á heimili mínu nokkrum dögum fyrr. Þessar lygar hef ég reynt að bera af mér gagnvart sveitarstjórn með bréfi sem ég skrifaði skömmu eftir að ég komst að þessu. Það bar ekki mikinn árangur því sveitarstjórnarmennirnir Róbert Aron Pálmason og Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem ég talaði við nokkru síðar, virtust ekki vita hvað hafði staðið í bréfinu mínu. Þeir vissu bara að það hafði komið bréf. Og við réttarhöldin í fyrra endurtók Helgi Kjartansson engu að síður hinar röngu sakargiftir og lýsti því fjálglega fyrir dómnum hvernig ég hefði ráðist á þau. Óttar Bragi sagði hins vegar frá atburðum nokkurn veginn eins og þeir áttu sér stað en hann hafði látið hjá líða í fimm og hálft ár að tjá sig um álit sitt á þeim atburðum gagnvart okkur. Eftir stendur túlkun Helga og Guðrúnar, sem í samtali við mig fyrir nokkrum árum fullyrti að ég hefði kastað bolla í áttina að þeim, sem er ekki satt. Þetta eru allt lygar sem þau bjuggu til strax í upphafi í þeim tilgangi að hrekja mig úr starfi. Ég hef áður lýst því yfir við sveitarstjórn að Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir hafi veist að mér með svívirðingum á sinn einstaka hátt á heimili mínu þann dag sem hér um ræðir, en þá yfirlýsingu hafa meðlimir sveitarstjórnar líklega hvorki lesið né skilið, eins og ég reifaði hér í upphafi máls míns. Í minnisblaði lögfræðingsins frá því í mars 2016 kemur fram að sveitarstjórn leitaði álits hans um hvort hægt væri að kæra son minn fyrir meiðyrði vegna einnar vísu og einnar myndar sem hann hafði sett inn á feisbúkk. Sú viðleitni sveitarstjórnar er það allra óhæfilegasta og svínslegasta af mörgu slæmu sem ég hef orðið áskynja gagnvart mér í öllum þessum viðbjóði sem hér hefur átt sér stað. Helgi Kjartansson var líklega eini sveitarstjórnarmaðurinn sem hafði aðgang að feisbúkksíðu sonar míns, sem var rétt liðlega tvítugur og fyrrverandi nemandi hans. Sonur samstarfskonu hans. Sem var sjálf óvinnufær af veikindum og foreldrar hennar lágu báðir fyrir dauðanum. Takk Helgi og takk þið sem tókuð þátt í þessu með honum. Að reyna að ráðast á börnin mín. Eftir á að hyggja er ljóst að Helgi Kjartansson lagði mig í einelti meðan við vorum enn formlegir vinnufélagar. Slík háttsemi er ólögleg og ætti að varða áminningu. Ég ætti með réttu að kæra hann til skólastjóra, sem er yfirmaður hans sem íþróttakennara í grunnskólanum. En auðvitað væri það vonlaust, í því slönguspili sem valdastrúktúrinn í þessu sveitarfélagi vissulega er. Síðari hluta vetrar og langt fram á vor árið 2016 kvartaði ég ítrekað til sveitarstjórnar vegna ástandsins í skólanum, sem var minn vinnustaður og þar sem ég var sjálf öryggistrúnaðarmaður. Allar kvartanir mínar voru hunsaðar og mér vitanlega var ekkert gert í málunum. Þá kvartaði ég til Vinnueftirlitsins. Samkvæmt fundargerð kennarafundar frá 18. maí það sama vor, heimsóttu eftirlitsmenn Vinnueftirlistsins skólann og skiluðu í kjölfarið skýrslu með athugasemdum í fjórum liðum. Í skýrslunni var sérstaklega tekið fram að efni hennar skyldi kynnt öryggistrúnaðarmanni, sem þá var ég. Þessa skýrslu sá ég ekki fyrr en fimm árum seinna. Ekki er hægt að kenna það áhugaleysi mínu, því strax í júní 2016 skrifaði ég sveitarstjórn bréf og fór fram á upplýsingar um hvaða athuganir hafi farið fram á vinnustaðnum varðandi aðbúnað og hollustuhætti, hvað þessar athuganir hafi leitt í ljós og til hvaða ráðstafana hafi verið gripið. Svarið við þessum spurningum var bréf frá lögfræðingi þar sem sagt var að aðbúnaður starfsmanna hafi verið talinn góður, ekkert hafi komið fram um annað og athugasemdir mínar sem öryggistrúnaðarmanns séu of seint fram komnar. Þarna var öllu logið. Hylmt var yfir margháttaðar athugasemdir Vinnueftirlitsins, viðvaranir mínar og athugasemdir allan síðari hluta vetrarins voru hunsaðar og einlægt var og er því haldið fram að ég hafi ekki komið fram sem öryggistrúnaðarmaður. Hið rétta er að ég tók það fram strax í mínu fyrsta bréfi til yfirvalda að ég væri öryggistrúnaðarmaður. Það bréf skrifaði ég í janúar 2016. Þessu þóttist fólk ekki hafa tekið eftir. Þetta er meira en heimska. Þetta er klár illvilji. Fleira átti sér stað á þessum tíma í sama dúr. Fulltrúum sveitarstjórnar í skólanefnd var falið að kanna hvað hæft væri í umkvörtunum mínun, svo þær voru líklega ekki alfarið hunsaðar. Það voru þær Bryndís Böðvarsdóttir og Valgerður Sævarsdóttir. Þær létu kanna hvort skólastjórinn hefði lagt mig í einelti. Ég vissi ekki þegar sú könnun var gerð að hún ætti bara að fjalla um einelti skólastjóra gagnvart mér, því meginefni umkvartana minna var almennur samskiptavandi, yfirgangur og harðstjórn af hendi skólastjóra gagnvart öllum vinnustaðnum, ekki bara mér. Ég neitaði reyndar að taka þátt í rannsókn þar sem aðeins væri talað við mig og skólastjórann. Helgi Kjartansson gaf mér loforð um að rætt yrði við fleiri, en hann sveik það eins og annað. Auðvitað varð niðurstaðan sú að skólastjórinn hefði ekki lagt mig í einelti, en málið er að á þessum tíma náði eineltið gegn mér yfir alla sveitarstjórnina og þeirra helstu skósveina. Fólk í sveitinni, sem ég taldi vera vini mína, virtist fullvisst um að ég hefði gert eitthvað af mér í skólanum, neitað að fara eftir einhverjum reglum og svindlað á viðveru. Ekkert af því var satt og ég skildi ekki hvaðan þær hugmyndir voru komnar. Heilu ári seinna, þegar ég var endanlega rekin úr starfi, upplýstist að öll sveitarstjórnin stóð að þeim gjörningi og nú veit ég að allt þetta fólk hefur lagt mig í einelti nánast frá upphafi þessa máls og allt fram á þennan dag með lygum og útúrsnúningum gagnvart mér og með því að rægja mig og útskíta. Vorið 2017 fékk ég bréf frá skólastjóra þar sem hún hótaði að reka mig. Ég talaði strax við oddvitann, Helga Kjartansson. Á þeim tíma hafði ég ekki áttað mig á hvar hann og Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir stóðu í málinu, því þau í fláræði sínu létu mig halda að ég gæti leitað til þeirra með áheyrn og einhvern stuðning. Ég taldi ekki víst að sveitarstjórnin vissi hvað skólastjórinn aðhafðist og áleit að það þyrfti að vara þau við. Þetta væri ólöglegt og ef til uppsagnar kæmi, mundi það óhjákvæmileg leiða til málaferla með tilheyrandi kostnaði. Helgi var hinn brattasti og sagði þau hafa fengið leiðbeiningar og ráð varðandi þetta. Mér væri velkomið að fara í mál ef ég vildi. Ég var í miðju veikindaleyfi og tókst að fá aðstoð Kennarasambandsins til að svara sveitarfélaginu. Lögfræðingur Kennarasambandsins sendi skólastjóranum bréf, sem öll sveitarstjórnin fékk afrit af, þar sem tíundað var hversu ólögleg slík uppsögn væri. Hún bryti algerlega gegn öllum lögum og kjarasamningum. Mér var engu að síður sagt upp fáum dögum síðar. Sveitarstjórnin upplýsti á opnum fundi í Aratungu að þetta væri gert með samhljóða samþykki þeirra allra og oddvitinn svaraði því til að þau hygðust verja eins miklum fjármunum til málaferla og átaka í kringum þetta mál og til þyrfti. Ég hef aldrei fengið skýringu á því hvers vegna það lá svona á að reka mig. Kristín Hreinsdóttir, skólastjórinn vondi, var að fara þá um vorið en ég hafði ekkert gert annað en að kvarta undan henni. Mér finnst líklegast að Helga vinnufélaga minn hafi ekki langað að hitta mig aftur í vinnunni. Sem hann er enn í eins og fínn maður en ég var rekin úr fyrir löngu. Ári síðar, vorið 2018, úrskurðaði sveitarstjórnarráðuneytið að allt sem mér var gert veturinn 2016, bæði áminning í starfi og uppsögn vorið 2017, hafi verið ólöglegt. Ég skrifaði meðlimum sveitarstjórnar bréf og bauð þeim að biðja mig afsökunar til að liðka fyrir lyktum málsins. Enginn svaraði því bréfi. Þau nenntu ekki að bera úrskurð ráðuneytsins undir dómstóla en gerðu heldur ekki neitt til að hlíta úrskurðinum eða ljúka málinu. Lífi mínu er haldið algerlega í lausu lofti og ég fæ ekki betur séð en að sveitarstjórn og fulltrúar Bláskógabyggðar séu enn við sama heygarðshornið við að beita mig því félagslega og fjárhagslega ofbeldi sem hófst af þeirra hendi fyrir hartnær sjö árum. Mér var opinn einn sá kostur að höfða bótamál á hendur sveitarfélaginu og stefndi því fyrir héraðsdóm í byrjun árs 2020, aftur haustið 2021 og til landsréttar haustið 2021. Í fyrstu greinargerð sveitarfélagsins til dómstólanna, sem þau drógu í lengstu lög að skila, kennir ýmissa grasa og þar er farið ansi frjálslega með ýmsar staðreyndir. Hér nefni ég nokkur dæmi um bullið sem kemur fram í þessum greinargerðum frá Bláskógabyggð: Sveitarfélagið taldi sig vorið 2020 enn geta neitað úttekt Vinnueftirlitsins á vinnustað mínum því að í greinargerð til héraðsdóms er því haldið fram að Bláskógabyggð hafi engar upplýsingar fengið um kvörtun mína til Vinnueftirlitsins. Af þessu má sjá að lengi hefur verið mikið á sig lagt til að hylma yfir þær margháttuðu athugasemdir sem Vinnueftirlitið gerði varðandi vinnuverndarmál í skólanum vorið 2016. Enda studdu þær málstað minn, sem aldrei hefur verið viðurkenndur hér í þessu herbergi. Í greinargerðinni frá 2020 er því haldið fram að Bláskógabyggð hafi greitt mér lögbundinn uppsagnarfrest, sem er haugalygi enda höfðu þau engin gögn til að styðja þá fullyrðingu. Hið rétta er að ég fékk aldrei krónu greidda sem laun í uppsagnarfresti. Í greinargerðinni frá 2020 eru bornar brigður á að ég hafi í raun verið óvinnufær þann tíma sem kröfur mínar ná yfir, þrátt fyrir fjölmörg læknisvottorð um slíkt. Ég hafi til dæmis farið á fjallið haustið 2017 og að greidd séu laun fyrir slíkar göngur. Aftur er þessu haldið fram í greinargerð sveitarfélagsins til dómstóla í byrjun árs 2022, að það sé greitt fyrir fjallferðir. Ég hef aldrei fyrr eða síðar séð þess getið að greidd séu laun fyrir fjallferðir á Biskupstungnaafrétt. Þegar atburðir þessa máls hófust, hafði ég farið á fjall samfellt frá árinu 1999 og aldrei misst úr fjallferð. En það gerðist haustið 2016. Þá treysti ég mér ekki til að fara, ekki síst vegna þessara atburða. Haustið 2018 sat ég aftur heima og var því harla fegin, því ég gat ekki hugsað mér að umgangast fjallkónginn eða aðra sveitunga mína á þeim tímapunkti. Einnig er í greinargerðum sveitarfélagsins dylgjað um meintar tekjur mínar af búrekstri sem maðurinn minn stendur að, af hrossabúskap sem sonur minn stendur að og um gróðann sem ég bý að vegna þess að ég get að einhverju leyti enn stundað heimilisstörf. Sem er reyndar undarlegt af Bláskógabyggð að halda fram, því samkvæmt þeirra eigin frásögnum virðist ég til dæmis ófær um að taka á móti gestum. Það gefa allavega lýsingar oddvitans á heimsókn hans í eldhús mitt til kynna. Vorið 2020 sótti ég um 50% kennarastöðu sem auglýst var við grunnskólann á Laugarvatni og var boðuð í atvinnuviðtal að því tilefni. Ég var mjög bjartsýn og vonaðist til að fá tækifæri til að nýta hæfileika mína og snúa aftur til eðlilegs lífs. Þegar til kom var mér boðið að kenna þrjá tíma á viku í stundakennslu, sem var hrein móðgun og mjög særandi fyrir mig að fá slíka meðferð. Enginn annar hafði sótt um stöðuna. Þau vildu heldur vera kennaralaus en að ráða mig nema að nafninu til. Rökstuðningur sveitarfélagsins fyrir þeirri afgreiðslu var sá að ég hefði sagt í atvinnuviðtali að ég mundi ekki vinna í maí vegna sauðburðar. Á lögfræðingabréfum frá sveitarfélaginu var líka að skilja að líklega hefði ég aldrei ætlað mér að vinna það starf sem ég sótti um. Ég sagði aldrei í þessu atvinnuviðtali að ég mundi ekki vinna í maí. Ég hef líka skrifað sveitarstjórn bréf til að leiðrétta þær ávirðingar, en það hefur ekki borið árangur frekar en önnur bréfaskipti mín við sveitarstjórn. Ég hlýt enn og aftur að álykta að þið séuð ekki læs. Í greinargerð sveitarfélagsins til dómstóla frá því í byrjun þessa árs er því haldið fram að ég hafi ekki lagt fram gögn um að ég hafi verið í raunverulegri atvinnuleit. Sú yfirlýsing er fáránleg því ég veit ekki betur en að ég hafi lagt fram gögn í héraðsdómi Suðurlands þann 16. júní árið 2020 um að ég hafi sótt um þessa vinnu hjá sjálfri Bláskógabyggð við grunnskólann á Laugarvatni. Það olli greinilega einhverjum titringi því Elfa skólastjóri á Laugarvatni vissi strax að morgni næsta virka dags að ég hafði lagt fram þessi gögn. Hún var ekki stödd í héraðsdómi þessum degi fyrr, og enginn frá Bláskógabyggð nema lögmaðurinn. Það getur enginn haldið því fram að Elfa skólastjóri hafi ráðið því ein og sjálf að mér var hafnað svo svínslega þegar ég sótti um kennarastarfið á Laugarvatni þá um vorið. Eineltishringur ykkar hér á hreppsskrifstofunni hefur örugglega verið þar að verki. Reynið ekki að neita því, þetta er augljóst. Í einu af mörgum áhugaverðum bréfum sveitarfélagsins til dómastólanna er sagt að lýsingar mínar í stefnu séu afar grófar, óþarflega meiðandi og ósæmilegar í garð Bláskógabyggðar. Ég hef ávallt leitast við að segja sannleikann í þessu máli og halda réttu fram. Ef sveitarfélagið hins vegar kærði sig ekki um svo grófan og meiðandi sannleika, hefðu fulltrúar þess átt að sleppa því að koma svona fram við mig og mitt fólk. Skömmin og sökin er öll ykkar, þið eruð gerendur þessa máls og ég hef ekkert gert annað en að bera hönd fyrir höfuð mér. Fyrirspurn um fyrirsvarsmann. Mér skilst að fyrirsvarsmaður máls sé sá sem hefur ákvörðunarvald í málinu. Ekki hefur fengist skýrt svar við því hver er í fyrirsvari hjá sveitarfélaginu í þeim þrem málum sem ég hef höfðað gegn því. Hvort það er Helgi Kjartansson oddviti sveitarstjórnar eða hvort það er núverandi sveitarstjóri, Ásta Stefánsdóttir. Í vitnaleiðslum fyrir rétti í fyrra virtist Helgi Kjartansson ekki vita hver væri æðsti maður sveitarfélagsins, eins og hann komst sjálfur að orði. Stundum taldi hann það hafa verið Valtý Valtýsson sveitarstjóra, stundum taldi hann sjálfan sig vera höfuð sveitarstjórnar en niðurstaðan varð þó sú að titla núverandi sveitarstjóra sem fyrirsvarsmann málsins. Ég sé nú samt ekki hvernig starfsmaður sveitarstjórnar getur haft ákvörðunarvald í nokkru máli sem viðkemur sveitarfélaginu, nema honum hafi verið falið það sérstaklega. Og þegar ég innti Ástu Stefánsdóttur eftir því hvort hún væri fyrirsvarsmaður, svaraði hún því að hún tæki við stefnum, lengra næði hlutverk hennar ekki. Kannski hafa þeir sveitarstjórnarmenn ákvörðunarvald sem samkvæmt vitnisburði Helga neituðu alfarið að leita sátta gagnvart mér eftir að sveitarstjórnarráðuneytið kvað upp úrskurð sinn. Ég veit ekki hverjir það voru. Því fer ég fram á að fá það algerlega á hreint hver hefur þetta ákvörðunarvald og er þar með fyrirsvarsmaður þessara mála. Þá getur fólk hætt að vísa hvert á annað eða út í loftið, sem hefur verið viðkvæði allra fram að þessu. Fyrirspurnir um greiðslur vegna fjallferða. Í lok fjallferðar nú um daginn, kom ég að máli við fjallkónginn, Guðrúnu Svanhvíti Magnúsdóttur, og innti hana eftir því hvenær ég fengi greitt fyrir fjallferðina, eins og kæmi fram í greinargerðum sveitarfélagsins. Ég taldi hana einna helst vita þetta, hafandi verið í sveitarstjórn allan þann tíma sem greinargerðir þessar hafa verið samdar og kunnugust fjallskilamálum af þeim sem hafa setið í sveitarstjórn á tímabilinu. Hún brást ókvæða við og taldi málflutning minn tóma vitleysu og hreint og beint neitaði að svara mér. Því legg ég eftirfarandi spurningar fyrir sveitarstjórn og fer fram á að fá svör við þeim, eigi síðar en að loknum næsta sveitarstjórnarfundi. Í greinargerðum sveitarfélagsins frá 6. maí 2020 í málinu E-92/2020, bls. 19, og frá 2. febrúar 2022 í málinu E-527/2021, bls. 17, er því haldið fram að greitt sé fyrir fjallferðir. 1. Hvers vegna er því haldið fram í greinargerðum sveitarfélagsins að greitt sé fyrir fjallferðir? 2. Hvaðan koma þessar fullyrðingar? 3. Er einhver annar tilgangur með þessum fullyrðingum en sá að gera mig tortryggilega fyrir dómstólunum? 4. Hvenær var ákveðið að greiða fyrir fjallferðir og á hvaða vettvangi var sú ákvörðun tekin? 5. Hvaðan koma þessar greiðslur? 6. Hvað eru þær miklar? 7. Fyrir hvaða ár er greitt? 8. Hvenær fæ ég greitt fyrir þær fjallferðir sem ég hef farið? 9. Af hverju hef ég aldrei fengið slíkar greiðslur þrátt fyrir að hafa farið meira en 20 sinnum á fjall? 10. Fæ ég bætur fyrir þær tvær fjallferðir sem ég gat ekki farið vegna aðfara Bláskógabyggðar gegn mér? Ég bendi á að þetta eru tíu spurningar og ég vil fá svar við þeim öllum. Eftirmáli Spurningum mínum um fjallskilamál hefur sveitarstjórn neitað að svara nema fyrir dómi, vegna þess að þessar spurningar hafi vaknað vegna dómsmála minna gegn sveitarfélaginu. Ég mótmæli þeirri afgreiðslu. Fjallskilamál eru á forræði sveitarfélagsins, sem skal starfa í samræmi við Upplýsingalög. Engar heimildir eru til að svara ekki fyrirspurnum á grundvelli þess hver það er sem spyr eða vegna þess af hvaða tilefni spurningar hafa vaknað. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun