Bernanke var seðlabankastjóri Bandaríkjanna á árunum 2006 til 2014. Diamond starfar við Háskólann í Chicago og Dybvig við Washington University í St Louis.
Bernanke fær verðlaunin fyrir framlag sitt um það hvernig bankastarfsemi hafði úrslitaáhrif á það hversu djúp kreppan mikla á fjórða áratug síðustu aldar varð og Diamond og Dybvig fá verðlaunin fyrir framlag sitt sem snertir meðal annars mikilvægi þess að hafa innstæðutryggingar og hvernig reglur um slíkt og fleira í starfsemi banka geti komið í veg fyrir fjármálakreppur.
Rannsóknir fræðimanna voru birtar á níunda áratug síðustu aldar og eru niðurstöður þeirra nú almennt viðurkenndar.
Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2022
The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2022 Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel to Ben S. Bernanke, Douglas W. Diamond and Philip H. Dybvig for research on banks and financial crises. #NobelPrize pic.twitter.com/cW0sLFh2sj
Sænska akademían tilkynnti á síðasta ári að Kanadamaðurinn David Card annars vegar og hinn bandarísk-ísraelski Joshua D. Angrist og hollensk-bandaríski Guido W. Imbens hins vegar hafi hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans.
Card hlaut verðlaunin fyrir empírískar rannsóknir sínar á hagfræði vinnumarkaðar, en þeir Angrist og Imbens fyrir aðferðafræðilegt framlag sitt til greiningar á orsakasambandi.