Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2022 14:01 Frá vettvangi á Ólafsfirði fyrir viku. Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. Rétt rúm vika er síðan karlmaður á fimmtugsaldri lést af stungusárum í húsi við Ólafsveg á Ólafsfirði. Fjögur voru handtekin, þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald og nú er einn eftir í varðhaldi. Varðhald yfir honum rennur út í dag. Kona úti á götu í geðshræringu Landsmenn voru slegnir óhug þegar greint var frá því í tilkynningu lögreglu mánudaginn 3. október að karlmaður hefði verið stunginn til bana á Ólafsfirði. Þar kom fram að óskað hefði verið eftir aðstoð lögreglu í húsi á Ólafsfirði klukkan 2:34 um nóttina. Karlmaður hefði verið stunginn með eggvopni. „Þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang, voru endurlífgunartilraunir hafnar á karlmanni, sem var með áverka. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það ungur karlmaður sem gerði tilraun til að halda lífi í hinum látna. Sá er rúmlega tvítugur og var á rúntinum með vinkonu sinni, á nítjánda ári, þegar þau sáu konu í geðhræringu fyrir utan hús við Ólafsveg. Þau hringdu strax í Neyðarlínuna og eftir samtal starfsmanna Neyðarlínunnar kom á daginn að tilkynning hefði einmitt borist frá þessu húsi. Karlmaður lægi inni með alvarleg stungusár. Var sá ungi beðinn um að fara inn og hefja endurlífgunartilraun. Ungur björgunarsveitarmaður Svo vel vildi til að karlmaðurinn ungi er björgunarsveitarmaður en segja má að innbyggt sé í fólk í þeim bransa að koma til aðstoðar þegar um er beðið. Hann fékk þau skilaboð frá starfsmanni Neyðarlínunnar að ástandið innanhúss ætti að vera öruggt. Þegar inn var komið var fyrsta verk karlmannsins unga að fjarlægja hníf af staðnum. Þann sem veitti hinum látna þá áverka sem drógu hann til bana. Samkvæmt heimildum var ástandið mjög krítískt. Annars vegar var karlmaður, sá sem er í dag í gæsluvarðhaldi, með stungusár sem úr blæddi. Hins vegar var karlmaður, hinn látni, meðvitundarlaus á gólfi íbúðarinnar. Karlmaðurinn ungi bjó að þeim særða og hóf svo endurlífgunartilraunir á karlmanninum meðvitundarlausa. Tvær konur, húsráðandi og eiginkona hins látna, voru í geðshræringu á vettvangi. Um tólf mínútum síðar komu fyrstu lögreglumenn á vettvang. Í framhaldinu mættu læknir og sjúkraflutningamenn á vettvang. Karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hringja á næstu bæi eftir aðstoð Atburðarásin aðfaranótt mánudagsins vekur upp ýmsar spurningar varðandi aðstæður á vettvangi þegar grunur er um manndráp eða alvarlegar líkamsárásir. Umrædda nótt var ljóst að viðvera almennings í grennd við vettvanginn skipti sköpum. Þá má velta fyrir sér öryggi almennings þegar vaðið er inn í slíkar aðstæður þar sem fólk getur verið í geðshræringu og vopnað. Tómas Gíslason er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Neyðarlínunni. Hann segir alveg skýrt að ef ástand á staðnum sé talið ótryggt þá sé beðið eftir lögreglu. Í þessu tilfelli hafi verið haft eftir einstaklingi í íbúðinni að engin hætta væri á vettvangi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill „Ég held að þessi drengur hafi bjargað lífi þess sem var með stungusár. Það er meira en að segja það að fara inn í þessar aðstæður,“ segir Tómas. Hann segir erfitt að tjá sig um málið nú þegar lögreglurannsókn sé í fullum gangi. „Almennt reynum við að veita bjargir þar sem hægt er að veita þær. Við hringjum á næstu bæi ef einhver fær hjartaáfall og það er langt í sjúkrabíl. Við biðjum fólk um að veita aðstoð. Það er algilt. Ef fólk er með getu og virkar í símtali vel samsett þá biðjum við það um að aðstoða,“ segir Tómas. Fólk ekki í góðu jafnvægi Aðstæður á Ólafsfirði hafi þó verið þannig að fólkið á vettvangi hafi ekki verið í góðu jafnvægi. Þar hafi karlmanni verið að blæða út, örvilnan verið á staðnum og fullyrt að vopnið hafi verið komið úr umferð. Ungi karlmaðurinn hafi virkað vel samansettur og því spurður stóru spurningarinnar: „Treystirðu þér til að fara inn og veita fyrstu hjálp?“ Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu karlmaðurinn ungi og vinkona hans áfallahjálp í stutta stund á vettvangi þá um nóttina. Ljóst er að það getur tekið fólk langan tíma að vinna úr slíku áfalli, að verða vitni að öðru eins og á Ólafsfirði þessa nótt. Tómas segir að fólki sé boðin áfallahjálp á staðnum af þeim sem sinna henni á annað borð á vettvangi. Hlutverki Neyðarlínunnar ljúki á vettvangi og fyrirtækið stýri ekki eftirvinnslu með nokkrum hætti. Tilkynning af heimili hins látna Eftir því sem fréttastofa kemst næst fékk lögregla ábendingu um heimilisofbeldi á heimili hins látna sólarhring fyrir atburðina sem leiddu til dauða hans. Samband hans og eiginkonunnar hafði verið stormasamt og endurtekið heimilisofbeldi nefnt í því samhengi. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haldið þétt að sér spilunum undanfarna viku í málinu. Fréttastofa hefur því ekki fengið staðfest hvort lögreglan hafi ekki sinnt útkalli sólarhring fyrr. Það var tilfellið í Barðavogi í Reykjavík í júní. Þar var karlmaður á fimmtugsaldri, fjögurra barna faðir, myrtur en óskað hafði verið eftir aðstoð lögreglu í tvígang sama dag. Nágrannar í Barðavogi lýstu yfir áhyggjum af ofbeldisfullri hegðun karlmannsins en ekki þótti ástæða til að fjarlægja hann af heimilinu. Nokkrum klukkustundum síðar hafði hann orðið nágranna sínum í sama húsi að bana. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir í tilkynningu að heildarmyndin hvað atburðarásina á Ólafsfirði varðar sé að skýrast. Rannsóknin sé umfangsmikil, flókin og tímafrek. Rannsókn á vettvangi sé lokið, úrvinnsla á gögnum í fullum gangi ásamt yfirheyrslum sem standi yfir. Enn eiga eftir að berast réttarlæknisfræðilegar niðurstöður auk niðurstaðna úr tæknirannsóknum. Því geti liðið vikur eða mánuðir þar til öll kurl verði komin til grafar. „Og sennilega ekki margt sem við getum eða megum upplýsa um til viðbótar meðan málið er á rannsóknarstigi.“ Ekki hafa fengist svör við því frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanninum sem einn situr í haldi í dag. Vikulangt varðhald yfir honum rennur út síðdegis. Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Rétt rúm vika er síðan karlmaður á fimmtugsaldri lést af stungusárum í húsi við Ólafsveg á Ólafsfirði. Fjögur voru handtekin, þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald og nú er einn eftir í varðhaldi. Varðhald yfir honum rennur út í dag. Kona úti á götu í geðshræringu Landsmenn voru slegnir óhug þegar greint var frá því í tilkynningu lögreglu mánudaginn 3. október að karlmaður hefði verið stunginn til bana á Ólafsfirði. Þar kom fram að óskað hefði verið eftir aðstoð lögreglu í húsi á Ólafsfirði klukkan 2:34 um nóttina. Karlmaður hefði verið stunginn með eggvopni. „Þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang, voru endurlífgunartilraunir hafnar á karlmanni, sem var með áverka. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það ungur karlmaður sem gerði tilraun til að halda lífi í hinum látna. Sá er rúmlega tvítugur og var á rúntinum með vinkonu sinni, á nítjánda ári, þegar þau sáu konu í geðhræringu fyrir utan hús við Ólafsveg. Þau hringdu strax í Neyðarlínuna og eftir samtal starfsmanna Neyðarlínunnar kom á daginn að tilkynning hefði einmitt borist frá þessu húsi. Karlmaður lægi inni með alvarleg stungusár. Var sá ungi beðinn um að fara inn og hefja endurlífgunartilraun. Ungur björgunarsveitarmaður Svo vel vildi til að karlmaðurinn ungi er björgunarsveitarmaður en segja má að innbyggt sé í fólk í þeim bransa að koma til aðstoðar þegar um er beðið. Hann fékk þau skilaboð frá starfsmanni Neyðarlínunnar að ástandið innanhúss ætti að vera öruggt. Þegar inn var komið var fyrsta verk karlmannsins unga að fjarlægja hníf af staðnum. Þann sem veitti hinum látna þá áverka sem drógu hann til bana. Samkvæmt heimildum var ástandið mjög krítískt. Annars vegar var karlmaður, sá sem er í dag í gæsluvarðhaldi, með stungusár sem úr blæddi. Hins vegar var karlmaður, hinn látni, meðvitundarlaus á gólfi íbúðarinnar. Karlmaðurinn ungi bjó að þeim særða og hóf svo endurlífgunartilraunir á karlmanninum meðvitundarlausa. Tvær konur, húsráðandi og eiginkona hins látna, voru í geðshræringu á vettvangi. Um tólf mínútum síðar komu fyrstu lögreglumenn á vettvang. Í framhaldinu mættu læknir og sjúkraflutningamenn á vettvang. Karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hringja á næstu bæi eftir aðstoð Atburðarásin aðfaranótt mánudagsins vekur upp ýmsar spurningar varðandi aðstæður á vettvangi þegar grunur er um manndráp eða alvarlegar líkamsárásir. Umrædda nótt var ljóst að viðvera almennings í grennd við vettvanginn skipti sköpum. Þá má velta fyrir sér öryggi almennings þegar vaðið er inn í slíkar aðstæður þar sem fólk getur verið í geðshræringu og vopnað. Tómas Gíslason er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Neyðarlínunni. Hann segir alveg skýrt að ef ástand á staðnum sé talið ótryggt þá sé beðið eftir lögreglu. Í þessu tilfelli hafi verið haft eftir einstaklingi í íbúðinni að engin hætta væri á vettvangi. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill „Ég held að þessi drengur hafi bjargað lífi þess sem var með stungusár. Það er meira en að segja það að fara inn í þessar aðstæður,“ segir Tómas. Hann segir erfitt að tjá sig um málið nú þegar lögreglurannsókn sé í fullum gangi. „Almennt reynum við að veita bjargir þar sem hægt er að veita þær. Við hringjum á næstu bæi ef einhver fær hjartaáfall og það er langt í sjúkrabíl. Við biðjum fólk um að veita aðstoð. Það er algilt. Ef fólk er með getu og virkar í símtali vel samsett þá biðjum við það um að aðstoða,“ segir Tómas. Fólk ekki í góðu jafnvægi Aðstæður á Ólafsfirði hafi þó verið þannig að fólkið á vettvangi hafi ekki verið í góðu jafnvægi. Þar hafi karlmanni verið að blæða út, örvilnan verið á staðnum og fullyrt að vopnið hafi verið komið úr umferð. Ungi karlmaðurinn hafi virkað vel samansettur og því spurður stóru spurningarinnar: „Treystirðu þér til að fara inn og veita fyrstu hjálp?“ Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu karlmaðurinn ungi og vinkona hans áfallahjálp í stutta stund á vettvangi þá um nóttina. Ljóst er að það getur tekið fólk langan tíma að vinna úr slíku áfalli, að verða vitni að öðru eins og á Ólafsfirði þessa nótt. Tómas segir að fólki sé boðin áfallahjálp á staðnum af þeim sem sinna henni á annað borð á vettvangi. Hlutverki Neyðarlínunnar ljúki á vettvangi og fyrirtækið stýri ekki eftirvinnslu með nokkrum hætti. Tilkynning af heimili hins látna Eftir því sem fréttastofa kemst næst fékk lögregla ábendingu um heimilisofbeldi á heimili hins látna sólarhring fyrir atburðina sem leiddu til dauða hans. Samband hans og eiginkonunnar hafði verið stormasamt og endurtekið heimilisofbeldi nefnt í því samhengi. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haldið þétt að sér spilunum undanfarna viku í málinu. Fréttastofa hefur því ekki fengið staðfest hvort lögreglan hafi ekki sinnt útkalli sólarhring fyrr. Það var tilfellið í Barðavogi í Reykjavík í júní. Þar var karlmaður á fimmtugsaldri, fjögurra barna faðir, myrtur en óskað hafði verið eftir aðstoð lögreglu í tvígang sama dag. Nágrannar í Barðavogi lýstu yfir áhyggjum af ofbeldisfullri hegðun karlmannsins en ekki þótti ástæða til að fjarlægja hann af heimilinu. Nokkrum klukkustundum síðar hafði hann orðið nágranna sínum í sama húsi að bana. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir í tilkynningu að heildarmyndin hvað atburðarásina á Ólafsfirði varðar sé að skýrast. Rannsóknin sé umfangsmikil, flókin og tímafrek. Rannsókn á vettvangi sé lokið, úrvinnsla á gögnum í fullum gangi ásamt yfirheyrslum sem standi yfir. Enn eiga eftir að berast réttarlæknisfræðilegar niðurstöður auk niðurstaðna úr tæknirannsóknum. Því geti liðið vikur eða mánuðir þar til öll kurl verði komin til grafar. „Og sennilega ekki margt sem við getum eða megum upplýsa um til viðbótar meðan málið er á rannsóknarstigi.“ Ekki hafa fengist svör við því frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanninum sem einn situr í haldi í dag. Vikulangt varðhald yfir honum rennur út síðdegis.
Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37
Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47
Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29