Höfuðið fannst fyrir tilviljun í heimahúsi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 17:31 Höfuð lágmyndar af þjóðskáldinu Þorsteini Valdimarssyni er komið í öruggt skjól Skógræktarinnar. Mynd/Skógræktin. Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum. Þetta kemur fram á vef Skógræktarinnar. Forsaga málsins er sú að höfuð brjóstmyndarinnar, sem er af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, var brotin af stalli sínum og numin á brott. Brjóstmyndin hafði staðið í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi. Á vef Skógræktarinnar segir að töluverð leit hafi verið gerð í skóginum og í grennd við stall brjóstmyndarinnar, án árangurs. Málið var kært til lögreglu sem hafði þó ekki orðið ágengt í rannsókn á hvarfi höfuðsins, þar til nú. „[R]annsókn hennar hafði engan árangur borið þar til fyrir helgi þegar lögreglumenn voru staddir í heimahúsi á Egilsstöðum vegna allt annars verkefnis. Þar sá vökult auga lögreglumanns listaverkið sem horfið hefur verið í slétta tvo mánuði. Íbúi þar kvaðst hafa fundið höfuðið í runna,“ segir á veg Skógræktarinnar. Þar kemur einnig fram að lögregla hafi gefið boltann til Skógræktarinnar og að ekki verði aðhafst meira af hálfu lögreglu nema Skógræktin leggi fram kæru. „Í fljótu bragði telur lögregla ekki að listaverkið hafi verið fjarlægt til að koma málminum úr því í verð því ef svo væri hefði það trúlega aldrei komið í leitirnar,“ segir á vef Skógræktarinnar. Unnið verður nú að því að koma höfuði brjóstmyndarinnar af Þorsteini aftur á sinn stað. Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Styttur og útilistaverk Lögreglumál Tengdar fréttir Höfuð Þorsteins numið á brott úr Hallormsstaðaskógi Brjóstmynd af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott. 12. ágúst 2022 16:18 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Skógræktarinnar. Forsaga málsins er sú að höfuð brjóstmyndarinnar, sem er af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, var brotin af stalli sínum og numin á brott. Brjóstmyndin hafði staðið í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi. Á vef Skógræktarinnar segir að töluverð leit hafi verið gerð í skóginum og í grennd við stall brjóstmyndarinnar, án árangurs. Málið var kært til lögreglu sem hafði þó ekki orðið ágengt í rannsókn á hvarfi höfuðsins, þar til nú. „[R]annsókn hennar hafði engan árangur borið þar til fyrir helgi þegar lögreglumenn voru staddir í heimahúsi á Egilsstöðum vegna allt annars verkefnis. Þar sá vökult auga lögreglumanns listaverkið sem horfið hefur verið í slétta tvo mánuði. Íbúi þar kvaðst hafa fundið höfuðið í runna,“ segir á veg Skógræktarinnar. Þar kemur einnig fram að lögregla hafi gefið boltann til Skógræktarinnar og að ekki verði aðhafst meira af hálfu lögreglu nema Skógræktin leggi fram kæru. „Í fljótu bragði telur lögregla ekki að listaverkið hafi verið fjarlægt til að koma málminum úr því í verð því ef svo væri hefði það trúlega aldrei komið í leitirnar,“ segir á vef Skógræktarinnar. Unnið verður nú að því að koma höfuði brjóstmyndarinnar af Þorsteini aftur á sinn stað.
Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Styttur og útilistaverk Lögreglumál Tengdar fréttir Höfuð Þorsteins numið á brott úr Hallormsstaðaskógi Brjóstmynd af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott. 12. ágúst 2022 16:18 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Höfuð Þorsteins numið á brott úr Hallormsstaðaskógi Brjóstmynd af einu af þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar, Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott. 12. ágúst 2022 16:18