Stöð 2 Sport 2
Klukkan 11.50 er leikur París Saint-Germain og Benfica í UEFA Youth League, Meistaradeild Evrópu U-19 ára liða, á dagskrá. Klukkan 13.55 er komið að leik Borussia Dortmund og Sevilla í sömu deild.
Klukkan 18.30 er komið að upphitun Meistaradeildarmarkanna fyrir leiki kvöldsins. Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá París þar sem PSG mætir Benfica. Liðin gerðu jafntefli í Portúgal í síðustu viku.
Klukkan 21.00 eru svo Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 16.35 er komið að leik Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Englandsmeistara Manchester City á Parken í Kaupmannahöfn. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson leika með FC Kaupmannahöfn.
Þeim tókst ekki að stöðva norska undrið Erling Braut Håland í fyrri leik liðanna sem fram fór í síðustu viku og verður forvitnilegt að sjá hvort framherjinn haldi uppteknum hætti í kvöld.
Klukkan 18.50 er leikur Shakhtar Donetsk og Evrópumeistara Real Madríd á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 18.50 er leikur Dinamo Zagreb og Salzburg á dagskrá.
Stöð 2 ESport
Klukkan 19.15 hefst Ljósleiðaradeildin. Leikir kvöldsins eru LAVA gegn SAGA og Ten5ion gegn Breiðabliki.