Á þriðja tug hafa farist vegna fellibyljar í Mið-Ameríku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 07:49 Fellibylurinn olli gríðarlegum skemmdum víða í Mið-Ameríku. AP Photo/Inti Ocon Minnst 28 hafa látist í gríðarlegum rigningum í Mið-Ameríku undanfarna daga. Fellibylurinn Júlía sem gekk yfir svæðið hefur misst kraft sinn en enn rignir mikið í bæði Gvatemala og El Salvador. Náttúruhamfarastofnun Gvatemala tilkynnti í gær að fimm hefðu látist eftir að aurskriða féll á íbúðarhús í Alta Verapaz héraðinu. Íbúar hússins grófust undir aurnum og létust samstundis. Í héraðinu Huehuetenango nærri landamærunum að Mexíkó létust níu, þar á meðal hemaður þegar hann var við björgunarstörf. Yfirvöld í El Salvador segja þá að fimm hermenn hafi fallist eftir að veggur í húsi, sem þeir sóttu skjól í, hrundi í bænum Comasagua. Tveir til viðbótar létust í bænum Guatajiagua í austurhluta El Salvador eftir að veggur á heimili þeirra féll saman vegna rigninganna. Þá lést annar eftir að vatnsflóð sópaði honum með sér og annar þegar tré féll á hann. Ár hafa flætt yfir bakka sína vegna rigninganna en yfirvöld í El Salvador lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins og opnuðu áttatíu fjöldahjálparstöðvar vegna þess. Veðurofsinn hefur ekki haldið sig við Gvatamala og El Salvador en kona á þrítugsaldri lést í Hondúras lést þegar vatnsflaumur sópaði henni með sér og þrjú til viðbótar létust þegar bátur þeirra sökk. Maður í Níkaragva lést þá þegar tré féll á hann. Júlía kom á land á austurströnd Níkaragva snemma á sunnudag og var þá flokkuð sem fellibylur. Vindhviður náðu mest 40 m/s í Níkaragva. Júlía missti nokkuð styrk sinn á leið yfir landið og var flokkuð sem hitabeltisstormur þegar hún náði yfir landamærin síðdegis á sunnudag. Á mánudag var vindur dottinn niður í 15-20 m/s en það voru aðallega gríðarlegar rigningar sem sköpuðu neyðarástand í Mið-Ameríku. Þeim hafa fylgt bæði flóð og aurskriður í gær og í morgun en spár segja að allt að 40 sentímetrar af regni hafi fallið. Á annan tug þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu og leita skjóls í fjöldahjálparstöðvum vegna veðursins. El Salvador Níkaragva Hondúras Gvatemala Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Sjá meira
Náttúruhamfarastofnun Gvatemala tilkynnti í gær að fimm hefðu látist eftir að aurskriða féll á íbúðarhús í Alta Verapaz héraðinu. Íbúar hússins grófust undir aurnum og létust samstundis. Í héraðinu Huehuetenango nærri landamærunum að Mexíkó létust níu, þar á meðal hemaður þegar hann var við björgunarstörf. Yfirvöld í El Salvador segja þá að fimm hermenn hafi fallist eftir að veggur í húsi, sem þeir sóttu skjól í, hrundi í bænum Comasagua. Tveir til viðbótar létust í bænum Guatajiagua í austurhluta El Salvador eftir að veggur á heimili þeirra féll saman vegna rigninganna. Þá lést annar eftir að vatnsflóð sópaði honum með sér og annar þegar tré féll á hann. Ár hafa flætt yfir bakka sína vegna rigninganna en yfirvöld í El Salvador lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins og opnuðu áttatíu fjöldahjálparstöðvar vegna þess. Veðurofsinn hefur ekki haldið sig við Gvatamala og El Salvador en kona á þrítugsaldri lést í Hondúras lést þegar vatnsflaumur sópaði henni með sér og þrjú til viðbótar létust þegar bátur þeirra sökk. Maður í Níkaragva lést þá þegar tré féll á hann. Júlía kom á land á austurströnd Níkaragva snemma á sunnudag og var þá flokkuð sem fellibylur. Vindhviður náðu mest 40 m/s í Níkaragva. Júlía missti nokkuð styrk sinn á leið yfir landið og var flokkuð sem hitabeltisstormur þegar hún náði yfir landamærin síðdegis á sunnudag. Á mánudag var vindur dottinn niður í 15-20 m/s en það voru aðallega gríðarlegar rigningar sem sköpuðu neyðarástand í Mið-Ameríku. Þeim hafa fylgt bæði flóð og aurskriður í gær og í morgun en spár segja að allt að 40 sentímetrar af regni hafi fallið. Á annan tug þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu og leita skjóls í fjöldahjálparstöðvum vegna veðursins.
El Salvador Níkaragva Hondúras Gvatemala Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Sjá meira