Guðmundur um spár um verðlaunasæti hjá Íslandi: Gott að þeir hafi trú á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 09:01 Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska landsliðinu á Ásvöllum í kvöld. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur í kvöld undankeppni EM í Þýskalandi þegar Ísraelsmenn koma í heimsókn á Ásvelli. Strákarnir okkar mæta Ísrael og Eistlandi í þessum glugga. Gaupi hitti Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara og ræddi við hann um þessa fyrstu leiki undankeppninnar. Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti