Viltu segja nafnið á eldfjallinu sem gaus 2010? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. október 2022 12:00 Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun