Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 22:32 Gísli Þorgeir átti frábæran leik í sókn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. Það urðu skakkaföll í íslenska liðinu í vikunni og leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon féllu úr skaftinu. Gísli Þorgeir var ánægður með hvernig liðið svaraði þessum áföllum. „Mér finnst við bregðast þokkalega vel við því satt að segja. Við missum tvo heimsklassa leikmenn úr liðinu sem eru lykilleikmenn en mér finnst hópurinn sýna sem heild hvað eru mikil gæði í þessu liði. Þessi sama gamla klisja, maður í manns stað og allt það, en það sýndi sig virkilega í dag að gæðin eru sannarlega til staðar.“ „Það eru margir að segja að við ættum svoleiðis að valta yfir Ísrael en það er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt í þessum handbolta lengur og mér fannst við sýna þessu verkefni mikla fagmennsku og virðingu. Ég er mjög glaður með það.“ Gísli Þorgeir er lykilmaður í liði Magdeburg sem varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili og þar að auki með stórt hlutverk í landsliðinu. „Auðvitað fylgir því ábyrgð að vera miðjumaður í landsliðinu og þar sem ég er í Þýskalandi og ég því bara með mikilli reisn og miklu stolti. Ég ætla bara að halda áfram mínu striki og gefa mitt fyrir liðið.“ Framundan um helgina er leikur gegn Eistlandi. „Þetta er erfiður útivöllur, þetta verður ekki auðvelt og eflaust einhverjir sem segja líka að við eigum að valta yfir þá og svoleiðis ble. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og við þurfum að sýna því verkefni nákvæmlega sömu virðingu og við gerðum í dag. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við ættum ekki að ráða við, við ætlum okkur sigur,“ sagði Gísli að lokum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Það urðu skakkaföll í íslenska liðinu í vikunni og leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon féllu úr skaftinu. Gísli Þorgeir var ánægður með hvernig liðið svaraði þessum áföllum. „Mér finnst við bregðast þokkalega vel við því satt að segja. Við missum tvo heimsklassa leikmenn úr liðinu sem eru lykilleikmenn en mér finnst hópurinn sýna sem heild hvað eru mikil gæði í þessu liði. Þessi sama gamla klisja, maður í manns stað og allt það, en það sýndi sig virkilega í dag að gæðin eru sannarlega til staðar.“ „Það eru margir að segja að við ættum svoleiðis að valta yfir Ísrael en það er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt í þessum handbolta lengur og mér fannst við sýna þessu verkefni mikla fagmennsku og virðingu. Ég er mjög glaður með það.“ Gísli Þorgeir er lykilmaður í liði Magdeburg sem varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili og þar að auki með stórt hlutverk í landsliðinu. „Auðvitað fylgir því ábyrgð að vera miðjumaður í landsliðinu og þar sem ég er í Þýskalandi og ég því bara með mikilli reisn og miklu stolti. Ég ætla bara að halda áfram mínu striki og gefa mitt fyrir liðið.“ Framundan um helgina er leikur gegn Eistlandi. „Þetta er erfiður útivöllur, þetta verður ekki auðvelt og eflaust einhverjir sem segja líka að við eigum að valta yfir þá og svoleiðis ble. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og við þurfum að sýna því verkefni nákvæmlega sömu virðingu og við gerðum í dag. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við ættum ekki að ráða við, við ætlum okkur sigur,“ sagði Gísli að lokum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44