MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 06:54 Fleiri hundruð nemendur mótmæltu aðgerðaleysi í kynferðisbrotamálum fyrir utan MH í síðustu viku. Vísir/Egill Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. Fréttablaðið greinir frá þessu en Steinn Jóhannsson, rektor MH, staðfesti í skriflegu svari við blaðið að MH veðri fyrstiskólinn til að innleiða aðgerðaáætlunina, sem unnin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og menntayfirvöldum. Að hans sögn mun vinnu við áætlunina ljúka á næstu vikum. Að sögn Steins mun nemendum standa til boða að sækja sérstakan kynheilbrigðisáfanga við skólann á næstu önn. Rúmlega áttatíu nemendur hafi þegar skráð sig í áfangann. Þá hafi verið settur sérstakur tilkynningahnappur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigjanleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum viðvart þegar aðstæður kalla á sérstakan sveigjanleika,“ segir í bréfi skólastjórnenda sem sent var nemendum og aðstandendum skólans í gær að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þá muni skólinn gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að þolendur og meintir gerendur sitji ekki saman í tímum og boðið vreði upp á úrræði þar sem nemendur geti stundað nám heimanfrá í samvinnu við kennara. Eins og áður segir var hálfgerð bylting gerð í MH í upphafi mánaðar þegar nemendur virtust komnir með nóg af aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. Um þúsund nemdendur söfnuðust saman við skólann 6. október til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast að tekið sé á slíkum málum af festu. Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu en Steinn Jóhannsson, rektor MH, staðfesti í skriflegu svari við blaðið að MH veðri fyrstiskólinn til að innleiða aðgerðaáætlunina, sem unnin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og menntayfirvöldum. Að hans sögn mun vinnu við áætlunina ljúka á næstu vikum. Að sögn Steins mun nemendum standa til boða að sækja sérstakan kynheilbrigðisáfanga við skólann á næstu önn. Rúmlega áttatíu nemendur hafi þegar skráð sig í áfangann. Þá hafi verið settur sérstakur tilkynningahnappur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigjanleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum viðvart þegar aðstæður kalla á sérstakan sveigjanleika,“ segir í bréfi skólastjórnenda sem sent var nemendum og aðstandendum skólans í gær að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þá muni skólinn gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að þolendur og meintir gerendur sitji ekki saman í tímum og boðið vreði upp á úrræði þar sem nemendur geti stundað nám heimanfrá í samvinnu við kennara. Eins og áður segir var hálfgerð bylting gerð í MH í upphafi mánaðar þegar nemendur virtust komnir með nóg af aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. Um þúsund nemdendur söfnuðust saman við skólann 6. október til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast að tekið sé á slíkum málum af festu.
Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira