Villtum dýrum fækkað um 70 prósent á fimmtíu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:53 Dýrum hefur fækkað gríðarlega í heiminum öllum á undanförnum fimmtíu árum. Vísir/Vilhelm Villtum dýrum á jörðinni hefur fækkað um tæp 70 prósent á rétt tæpum fimmtíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu en þar er ofurneyslu mannfólks, minnkun skóglendis vegna ágangs manna og mengun þeirra kennt um þessa gríðarlegu fækkun dýra. Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Skýrslan var unnin af WWF og Dýrafræðingasamfélagi Lundúna (e. Zoological Society of London). Þar kemur fram að á milli ársins 1970 og 2018 hafi dýrum fækkað um 60 prósent. Tveimur árum síðar, árið 2020 hafi fækkunin frá 1970 verið 68 prósent. Fram kemur í frétt Guardian um málið að margir vísindamenn líti svo á að við lifum nú á tímum sjöttu fjöldaútrýmingarinnar. Við séum að verða vitni að mestu útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími risaeðlanna rann sitt skeið. Í þetta skiptið sé það ekki gríðarstór loftsteinn sem beri ábyrgðina heldur við, mannfólkið. Áttatíu og níu höfundar skýrslunnar skora á þjóðarleiðtoga heimsins að grípa til aðgerða og samþykkja áætlun á Cop15 ráðstefnunni um fjölbreytni í lífríkinu, sem fer fram í Kanada í desember. Þá skora þeir á leiðtoga að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C á þessum áratug í von um að stöðva eyðileggingu náttúrunnar. Fram kemur í skýrslunni að villtum dýrum hafi fækkað lang mest í Suður- og Mið-Ameríku og eyjum Karíbahafsins, þar með talið Amazon regnskóginum. Þar hafi dýrum fækkað um 94 prósent á undanförnum 48 árum. Skógarhöggið er sagt spila stóran þátt í þessu, sérstaklega í Amazon skóginum sem er stærsti regnskógur heims. Næstmest fækkun sé í Afríku, þar sem dýrum hafi fækkað um 66 prósent, þar á eftir í Asíu og Kyrrahafi, 55 prósent, og Norður-Ameríku þar sem dýrum hefur fækkað um 20 prósent. Í Evrópu og Mið-Asíu hafi dýrum fækað um 18 prósent á þessu tímabili. Í skýrslunni er þessari fækkun líkt við að allt fólk í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Kína hyrfi á fimmtíu ára tímabili.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23 Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54 Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
„Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12. október 2022 22:23
Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. 12. október 2022 14:54
Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga í brennidepli á Hringborði norðurslóða Sívaxandi hraði loftslagsbreytinga og ný staða norðurslóða í valdatafli heimsins mun setja svip á Hringborð norðurslóða sem hefst á morgun, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar. Um tvö þúsund manns taka þátt í þinginu. 12. október 2022 11:53