Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða Rebekka Karlsdóttir skrifar 13. október 2022 18:00 Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Byggðamál Reykjavík Háskólar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun