Vön hestakona látin bera hluta tjóns vegna eigin sakar Árni Sæberg skrifar 14. október 2022 19:44 Konan féll af hesti sem hún hafði fengið að láni. Þessir hestar tengjast málinu ekki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu hestakonu þess efnis að bótaskylda VÍS vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún datt af hestbaki árið 2016 yrði samþykkt. Konan var þó dæmd til að bera fjórðung tjóns síns vegna eigin sakar. Í apríl árið 2016 varð konan, sem er reiðkennari og tamningarmaður, fyrir líkamstjóni þegar hún æfði sig í að skeiðleggja hest í gegnum opna reiðhöll og datt af baki eftir að hestur hennar beygði skyndilega til hliðar þegar út var komið, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan höfðaði mál til staðfestingar bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ónefnds hestamannafélags hjá VÍS. Hún byggði málatilbúnað sinn á því að slysið hafi orðið vegna vanbúnaðar og hættulegra aðstæðna í reiðhöllinni þar sem starfsfólk hestamannafélagsins, sem rekur reiðhöllina, hafði vanrækt að setja upp línur fyrir æfinguna til að afmarka svokallaða niðurhægingarbraut fyrir framan dyrnar þar sem knapar komu á hestum sínum út úr höllinni, oft á mikilli ferð. VÍS bar annars vegar fyrir sig að slysið hafi verið óhappatilvik og hins vegar að konan hafi sjálf borið ábyrgð á tjóni sínu með aðgæsluleysi. Slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp Í dómi héraðsdóms segir að talið væri að að búast hefði mátt við því að hesturinn brygðist við eins og hann gerði og að slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp til að hægja á ferð hestsins þegar út var komið. Slysið mætti þannig rekja til gáleysis starfsfólks hestamannafélagsins og var bótaskylda úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá VÍS því viðurkennd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu en taldi þó að konan, verandi menntaður reiðkennari og tamningarmaður, hefði mátt vita að hún tæki áhættu með því að leggja hest sinn á flugskeið þrátt fyrir að vita að engin niðurhægingarbraut væri fyrir utan reiðhöllina. Því var bótaskylda staðfest en konan látin bera fjórðung tjóns síns sjálf. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Hestar Dómsmál VÍS Tryggingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Í apríl árið 2016 varð konan, sem er reiðkennari og tamningarmaður, fyrir líkamstjóni þegar hún æfði sig í að skeiðleggja hest í gegnum opna reiðhöll og datt af baki eftir að hestur hennar beygði skyndilega til hliðar þegar út var komið, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan höfðaði mál til staðfestingar bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ónefnds hestamannafélags hjá VÍS. Hún byggði málatilbúnað sinn á því að slysið hafi orðið vegna vanbúnaðar og hættulegra aðstæðna í reiðhöllinni þar sem starfsfólk hestamannafélagsins, sem rekur reiðhöllina, hafði vanrækt að setja upp línur fyrir æfinguna til að afmarka svokallaða niðurhægingarbraut fyrir framan dyrnar þar sem knapar komu á hestum sínum út úr höllinni, oft á mikilli ferð. VÍS bar annars vegar fyrir sig að slysið hafi verið óhappatilvik og hins vegar að konan hafi sjálf borið ábyrgð á tjóni sínu með aðgæsluleysi. Slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp Í dómi héraðsdóms segir að talið væri að að búast hefði mátt við því að hesturinn brygðist við eins og hann gerði og að slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp til að hægja á ferð hestsins þegar út var komið. Slysið mætti þannig rekja til gáleysis starfsfólks hestamannafélagsins og var bótaskylda úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá VÍS því viðurkennd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu en taldi þó að konan, verandi menntaður reiðkennari og tamningarmaður, hefði mátt vita að hún tæki áhættu með því að leggja hest sinn á flugskeið þrátt fyrir að vita að engin niðurhægingarbraut væri fyrir utan reiðhöllina. Því var bótaskylda staðfest en konan látin bera fjórðung tjóns síns sjálf. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Hestar Dómsmál VÍS Tryggingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira