Vön hestakona látin bera hluta tjóns vegna eigin sakar Árni Sæberg skrifar 14. október 2022 19:44 Konan féll af hesti sem hún hafði fengið að láni. Þessir hestar tengjast málinu ekki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu hestakonu þess efnis að bótaskylda VÍS vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún datt af hestbaki árið 2016 yrði samþykkt. Konan var þó dæmd til að bera fjórðung tjóns síns vegna eigin sakar. Í apríl árið 2016 varð konan, sem er reiðkennari og tamningarmaður, fyrir líkamstjóni þegar hún æfði sig í að skeiðleggja hest í gegnum opna reiðhöll og datt af baki eftir að hestur hennar beygði skyndilega til hliðar þegar út var komið, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan höfðaði mál til staðfestingar bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ónefnds hestamannafélags hjá VÍS. Hún byggði málatilbúnað sinn á því að slysið hafi orðið vegna vanbúnaðar og hættulegra aðstæðna í reiðhöllinni þar sem starfsfólk hestamannafélagsins, sem rekur reiðhöllina, hafði vanrækt að setja upp línur fyrir æfinguna til að afmarka svokallaða niðurhægingarbraut fyrir framan dyrnar þar sem knapar komu á hestum sínum út úr höllinni, oft á mikilli ferð. VÍS bar annars vegar fyrir sig að slysið hafi verið óhappatilvik og hins vegar að konan hafi sjálf borið ábyrgð á tjóni sínu með aðgæsluleysi. Slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp Í dómi héraðsdóms segir að talið væri að að búast hefði mátt við því að hesturinn brygðist við eins og hann gerði og að slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp til að hægja á ferð hestsins þegar út var komið. Slysið mætti þannig rekja til gáleysis starfsfólks hestamannafélagsins og var bótaskylda úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá VÍS því viðurkennd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu en taldi þó að konan, verandi menntaður reiðkennari og tamningarmaður, hefði mátt vita að hún tæki áhættu með því að leggja hest sinn á flugskeið þrátt fyrir að vita að engin niðurhægingarbraut væri fyrir utan reiðhöllina. Því var bótaskylda staðfest en konan látin bera fjórðung tjóns síns sjálf. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Hestar Dómsmál VÍS Tryggingar Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira
Í apríl árið 2016 varð konan, sem er reiðkennari og tamningarmaður, fyrir líkamstjóni þegar hún æfði sig í að skeiðleggja hest í gegnum opna reiðhöll og datt af baki eftir að hestur hennar beygði skyndilega til hliðar þegar út var komið, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan höfðaði mál til staðfestingar bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu ónefnds hestamannafélags hjá VÍS. Hún byggði málatilbúnað sinn á því að slysið hafi orðið vegna vanbúnaðar og hættulegra aðstæðna í reiðhöllinni þar sem starfsfólk hestamannafélagsins, sem rekur reiðhöllina, hafði vanrækt að setja upp línur fyrir æfinguna til að afmarka svokallaða niðurhægingarbraut fyrir framan dyrnar þar sem knapar komu á hestum sínum út úr höllinni, oft á mikilli ferð. VÍS bar annars vegar fyrir sig að slysið hafi verið óhappatilvik og hins vegar að konan hafi sjálf borið ábyrgð á tjóni sínu með aðgæsluleysi. Slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp Í dómi héraðsdóms segir að talið væri að að búast hefði mátt við því að hesturinn brygðist við eins og hann gerði og að slysið hefði ekki orðið ef línur hefðu verið settar upp til að hægja á ferð hestsins þegar út var komið. Slysið mætti þannig rekja til gáleysis starfsfólks hestamannafélagsins og var bótaskylda úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá VÍS því viðurkennd. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu en taldi þó að konan, verandi menntaður reiðkennari og tamningarmaður, hefði mátt vita að hún tæki áhættu með því að leggja hest sinn á flugskeið þrátt fyrir að vita að engin niðurhægingarbraut væri fyrir utan reiðhöllina. Því var bótaskylda staðfest en konan látin bera fjórðung tjóns síns sjálf. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Hestar Dómsmál VÍS Tryggingar Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira