Framtíð ASÍ Arnþór Sigurðsson skrifar 18. október 2022 12:31 Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan innan Alþýðusambands íslands er mörgum hugleikin eftir að þingi ASÍ var frestað vegna þess að þingið var óstarfhæft. Á þinginu sjálfu og fyrstu dagana eftir þingið var mikið af tilfinningum og mörg orð látin falla sem bæta ekki ástandið. Þessar hugleiðingar mínar eru ekki settar fram til þess að dæma persónur eða leggja drög að frekari illindum. Heldur til þess að velta upp hugmyndum að breyttu fyrirkomulagi. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að ASÍ skipti miklu máli og að verkalýðshreyfingin þurfi að hafa snertiflöt fyrir sameiginlegar áherslur og samvinnuvetvang. Eftir þetta þing sem má segja að sé hálfnað má sjá að félögin og samböndin sem mynda Alþýðusambandið rekast illa saman. Það má vel kenna einstaklingum um og það má líka benda á áherslumun. Sjálfur er ég félagi í VR svo að það komi fram. VR er langstærsta félagið innan ASÍ og er því töluverður munur á starfsemi VR heldur en er í minni félögum. Hagsmunir VR félaga eru hinsvegar þeir sömu og þeirra sem eru í minnstu einingunum í ASÍ. En einhverra hluta vegna finnst mörgum tilveru hreyfingarinnar ógnað þegar VR tekur til máls eða leggur fram mál. Svoleiðis hefur það verið um langa hríð og allt frá því að VR var innlimað í ASÍ. Nú er ég ekki að slá fram fullyrðingu sem ekki stenst heldur hefur VR á mörgum misserum verið hornreka innan ASÍ. Ekki ætla ég að fjalla um upphafið eða söguna, hana geta þeir kynnt sér sem vilja lesið sögu ASÍ. En að þessu sögðu leita á mann spurningar um skipulagið sem verkalýðshreyfingi hefur skapað sér. Og nú þarf ég að árétta að þetta er ekki skrifað neinum til höfuðs heldur til þess að reyna að greina vandann og spyrja hvort að hlutirnir þurfi að vera akkrúat eins og þeir eru. Er kannski ráð að breyta þessu fyrirkomulagi, minnka ASÍ eða leggja niður þennan strúktur sem virðist vera valdastrúktur þar sem menn eru tilbúnir til þess að leggja stein í götu samherja sinna bara út af valda taflinu einu saman? Getur verið að ASÍ sé að einhverju leiti þrándur í götu baráttunnar sem þarf að heyja? Mætti breyta þessu fyrirkomulagi þannig að ASÍ séu áfram þau regnhlífasamtök sem þau eru en að fella út valdastöðurnar sem verða oft bitbeinið. Það mætti reka ASÍ áfram sem miðpunkt upplýsinga, stuðningsnet og greiningarstöð fyrir hreyfinguna og halda reglulega þing um stefnur og strauma án þess að valdatafl um fólk og stóla sé viðhaldið. Í gegnum tíðina hafa félög og sambönd tekið höndum saman í kjaraviðræðum og þannig verður það áfram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi hvernig samið er við atvinnurekendur. Í vetur munu flestir ef ekki allir kjarasamningar verða án aðkomu ASÍ, það hefur gerst áður og það á eftir að gerast aftur. Þá má spyrja hvers vegna allt þetta valdabrölt ef það skiptir svona litlu máli þegar kemur að stóra málinu sem eru kjaraviðræður. Öllum er ljóst að það þarf einhverskonar samvinnu og samræmdar aðgerðir á einhverjum tímapunkti en við hjótum að spyrja okkur hvort að þetta þurfi að vera akkúrat eins og það er núna. Sjálfur sé ég ekki lausnina en ég sé vandamálin. Vandinn er margþættur, hann snýst um völdin sem augljóslega má sjá, hann snýst líka um stefnu og áherslur. Með því að stefna öllum undir einn hatt verður eitthvað útundan og sjónarmið ná ekki upp á yfirborðið. Með þessum hugleiðingum mínu er ekki hvatt til að kljúfa ASÍ eða kljúfa hreyfinguna heldur að leggja til að það verði farið í naflaskoðun. Skoða hvort að það sé hreyfingunni lífsnauðsýnlegt að halda úti valdatafli sem veldur beinlínis sundrungu. Það er þörf á því að ræða þessi mál vegna þess að þetta skiptir mál og það er líka þörf á því að tala um þessi mál með virðingu, virðingu fyrir skoðunum annara með sátt í huga. ASÍ var ætlað það hlutverk að sameina en þessa dagana virðist því vera þveröfugt farið. Höfundur er félagi í VR og varamaður í stjórn VR.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar