Alþjóðlegur dagur matvæla Erna Bjarnadóttir skrifar 18. október 2022 13:00 Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun