Stefna stjórnar (og stjórnarandstöðu) í hælisleitendamálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 18. október 2022 16:01 Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Miðflokkurinn Alþingi Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin. Eftir að ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum vegna þess mikla straums sem liggur til Íslands, umfram önnur lönd, hefur umræða loksins hafist um málið. Hin stjórnarandstaðan Viðbrögð hinnar stjórnarandstöðunnar eru fyrirsjáanleg. Tal um að það sé einhvers konar mannvonska að velta þessu yfir höfuð fyrir sér. Það þótt verið sé að ræða um hvernig við gerum sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri neyð fremur en að gera Ísland að söluvöru erlendra glæpagengja og missa öll tök. Hér vitna ég óbeint í forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Afstaða ríkisstjórnarflokkanna er hins vegar áhugaverðari: Sjálfstæðisflokkurinn Tveir ráðherrar flokksins, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa viðurkennt að um ófremdarástand sé að ræða og að það sé afleiðing þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar vill hins vegar enn meiri straum en bara endurskilgreina hann. Dómsmálaráðherra boðar fimmtu tilraun til að ná fram útlendingafrumvarpi sem er löngu orðið útþynnt og mun ekki breyta stöðunni mikið þótt það sé vissulega til bóta. Þó er bara „korter” síðan flokkurinn vann að því með hinum stjórnarflokkunum að troða í gegn, með góðu eða illu, þingmáli sem auglýsti Ísland meira en nokkuð annað sem áfangastað. Það tókst þeim í þriðju tilraun (eftir að Miðflokkurinn hafði náð að stöðva það tvisvar). SPÁ: Sjálfstæðisflokkurinn mun gefa eftir einu sinni sem oftar. Vinstri græn Ráðherrar flokksins tukta samráðherra sína úr Sjálfstæðisflokknum til og segja að Ísland sé hvergi nærri sprungið sem móttökustaður en vilja þó alls ekki móttökumiðstöð. Dómsmálaráðherra fær miklar trakteringar fyrir að nefna slíkt. Að því er virðist gengur stefnan út á að ekki eigi að hafna neinum sem býr við lakari kjör en gerist og gengur á Íslandi. SPÁ: Vg vinnur Framsóknarflokkurinn Sigmar Guðmundsson (Viðreisn) leitaði eftir afstöðu innviðaráðherra til málsins. Svarið sagði allt sem segja þarf um Nýju Framsókn eins og flokkurinn kallar sig nú. Ráðherrann gat ekki með nokkru móti svarað því hvað honum fyndist um málið eða málaflokkinn yfir höfuð. Ráðherranefnd um útlendingamál (sem hann á ekki sæti í) ætti nefnilega eftir að ræða það. SPÁ: Nýja Framsókn mun fylgja hvaða stefnu sem verður ofan á og segja svo að þetta hafi alltaf verið augljóst og einmitt stefna flokksins. Niðurstaða: Það verður viðvarandi óstjórn í þessum málaflokki. Ísland verður áfram helsti áfangastaður Norðurlandanna og við þar með ekki í aðstöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda nema fólk taki undir með M(ette). Höfundur er formaður Miðflokksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun