Grátbiðja Drake um að forða Arsenal frá bölvun Atli Arason skrifar 20. október 2022 07:00 Drake í treyju Arsenal í spilavíti í vikunni. The Sun Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaðurinn á streymisveitunni Spotify frá upphafi en þykir ekki eins vinsæll í heimi íþróttanna eftir fjölda óheppilegra atvika undanfarin ár. Drake er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með. Um síðustu helgi var merki rapparans framan á keppnistreyjum Barcelona í stórleik liðsins gegn Real Madrid í spænska boltanum. Barcelona tapaði leiknum 3-1 og þótti einhverjum það endanlega staðfesta þá hjátrú að bölvun fylgir þeim kanadíska. Rapparinn sást í spilavíti í vikunni þar sem hann klæddist Arsenal treyju frá tímabilinu 2005/06. Hjátrúarfullir stuðningsmenn Arsenal óttast nú hið versta eftir bestu byrjun liðsins í enskri deildarkeppni frá árinu 1903. Til eru mörg dæmi um íþróttalið og afreksíþróttafólk sem hreinlega hrapa af toppnum eftir stuðningsyfirlýsingu Drake. Fórnarlömb Drake bölvunarinnar Fyrr á þessu ári birti Drake mynd í hringrás (e. story) á Instagram aðgangi sínum þar sem rapparinn lagði veðmál upp á 33 milljónir króna að Charles Leclerc myndi vinna Formúlu 1 kappaksturinn í Barcelona. Leclerc náði ekki að klára kappaksturinn þar sem vélin í Ferrari bifreið hans bilaði. Layvin Kurzawa, þá leikmaður PSG, birti mynd af sér með Drake í aðdraganda leik PSG og Lille í frönsku úrvalsdeildinni árið 2019. PSG tapaði leiknum 5-1, sem var stærsta tap PSG í frönsku deildinni í tæpan áratug og í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig fimm mörk í einum leik frá árinu 2000. Drake og Conor McGregorGetty Images Bardagakappinn Conor McGregor, þá UFC meistari, fékk stuðningsyfirlýsingu frá Drake en rapparinn mætti einnig með írska fánan á viðburði tengda bardaga McGregor gegn hinum rússneska Khabib Nurmagomedov árið 2018. McGregor tapaði bardaganum. Jadon Sancho, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, birti mynd af sér með rapparanum degi áður en Dortmund steinlá, 5-0, gegn erkifjendunum í Bayern München. Árið 2015 leyndi Drake ekki áhuga sínum á tennisspilaranum Serena Williams. Rapparinn mætti á undanúrslita einvígi Williams, þá á toppi heimslistans, gegn Roberta Vinci. Williams tapaði þá afar óvænt gegn Vinci sem var á þeim tíma í 43. sæti heimslistans. Sergio Aguero, þá leikmaður Manchester City, sást umgangast Drake fyrir leik City gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. City tapaði leiknum 1-0 en Aguero klúðraði vítaspyrnu í leiknum. City átti svo eftir að falla úr leik í Meistaradeildinni eftir einvígið gegn Tottenham. Drake ásamt Anthony JoshuaTwitter Breski boxarinn Anthony Joshua birti mynd af sér með Drake áður en hann og Andy Ruiz Jr. mættust árið 2019 þar sem Joshua tapaði óvænt sínum fyrsta bardaga á ferlinum. Drake og Pierre-Emerick Aubameyang, þá framherji Arsenal, stilltu sér upp fyrir myndatöku skömmu fyrir leik Arsenal og Everton árið 2019. Þrátt fyrir að Aubameyang byrjaði þann leik á varamannabekknum þá tapaði Arsenal 1-0 en félagið missti af Meistaradeildarsæti það tímabil. Eftir að Drake birti áðurnefnd mynd af sér í Arsenal treyju spilavíti í vikunni fóru einhverjir stuðningsmenn liðsins að hafa áhyggjur en Arsenal er sem stendur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Laura Woods, sparkspekingur hjá talkSPORT og stuðningsmaður Arsenal, bað Drake vinsamlegast um að halda sig fjarri Arsenal og klæðast frekar treyju Tottenham Hotspur eða Manchester City. „Ég er með skilaboð fyrir Drake. Þú ert frábær tónlistarmaður en vinsamlegast farðu úr þessari treyju og klæddu þig frekar í Spurs treyju. Við þurfum ekki áhuga þinn eða bölvun. Haltu þig við tónlistina,“ sagði Woods. 📸 Drake takes a picture with Sancho. His next game: Bayern 5 - 0 Dortmund 📸 Drake takes a picture with Aubameyang. His next game: Everton 1 - 0 Arsenal 📸 Drake takes a picture with Aguero. His next game: Misses a penalty vs TottenhamDrake curse confirmed 😳 pic.twitter.com/mp7rjiCXKi— ODDSbible (@ODDSbible) April 9, 2019 Enski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Akstursíþróttir Box MMA Tennis Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Sjá meira
Drake er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með. Um síðustu helgi var merki rapparans framan á keppnistreyjum Barcelona í stórleik liðsins gegn Real Madrid í spænska boltanum. Barcelona tapaði leiknum 3-1 og þótti einhverjum það endanlega staðfesta þá hjátrú að bölvun fylgir þeim kanadíska. Rapparinn sást í spilavíti í vikunni þar sem hann klæddist Arsenal treyju frá tímabilinu 2005/06. Hjátrúarfullir stuðningsmenn Arsenal óttast nú hið versta eftir bestu byrjun liðsins í enskri deildarkeppni frá árinu 1903. Til eru mörg dæmi um íþróttalið og afreksíþróttafólk sem hreinlega hrapa af toppnum eftir stuðningsyfirlýsingu Drake. Fórnarlömb Drake bölvunarinnar Fyrr á þessu ári birti Drake mynd í hringrás (e. story) á Instagram aðgangi sínum þar sem rapparinn lagði veðmál upp á 33 milljónir króna að Charles Leclerc myndi vinna Formúlu 1 kappaksturinn í Barcelona. Leclerc náði ekki að klára kappaksturinn þar sem vélin í Ferrari bifreið hans bilaði. Layvin Kurzawa, þá leikmaður PSG, birti mynd af sér með Drake í aðdraganda leik PSG og Lille í frönsku úrvalsdeildinni árið 2019. PSG tapaði leiknum 5-1, sem var stærsta tap PSG í frönsku deildinni í tæpan áratug og í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig fimm mörk í einum leik frá árinu 2000. Drake og Conor McGregorGetty Images Bardagakappinn Conor McGregor, þá UFC meistari, fékk stuðningsyfirlýsingu frá Drake en rapparinn mætti einnig með írska fánan á viðburði tengda bardaga McGregor gegn hinum rússneska Khabib Nurmagomedov árið 2018. McGregor tapaði bardaganum. Jadon Sancho, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, birti mynd af sér með rapparanum degi áður en Dortmund steinlá, 5-0, gegn erkifjendunum í Bayern München. Árið 2015 leyndi Drake ekki áhuga sínum á tennisspilaranum Serena Williams. Rapparinn mætti á undanúrslita einvígi Williams, þá á toppi heimslistans, gegn Roberta Vinci. Williams tapaði þá afar óvænt gegn Vinci sem var á þeim tíma í 43. sæti heimslistans. Sergio Aguero, þá leikmaður Manchester City, sást umgangast Drake fyrir leik City gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. City tapaði leiknum 1-0 en Aguero klúðraði vítaspyrnu í leiknum. City átti svo eftir að falla úr leik í Meistaradeildinni eftir einvígið gegn Tottenham. Drake ásamt Anthony JoshuaTwitter Breski boxarinn Anthony Joshua birti mynd af sér með Drake áður en hann og Andy Ruiz Jr. mættust árið 2019 þar sem Joshua tapaði óvænt sínum fyrsta bardaga á ferlinum. Drake og Pierre-Emerick Aubameyang, þá framherji Arsenal, stilltu sér upp fyrir myndatöku skömmu fyrir leik Arsenal og Everton árið 2019. Þrátt fyrir að Aubameyang byrjaði þann leik á varamannabekknum þá tapaði Arsenal 1-0 en félagið missti af Meistaradeildarsæti það tímabil. Eftir að Drake birti áðurnefnd mynd af sér í Arsenal treyju spilavíti í vikunni fóru einhverjir stuðningsmenn liðsins að hafa áhyggjur en Arsenal er sem stendur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Laura Woods, sparkspekingur hjá talkSPORT og stuðningsmaður Arsenal, bað Drake vinsamlegast um að halda sig fjarri Arsenal og klæðast frekar treyju Tottenham Hotspur eða Manchester City. „Ég er með skilaboð fyrir Drake. Þú ert frábær tónlistarmaður en vinsamlegast farðu úr þessari treyju og klæddu þig frekar í Spurs treyju. Við þurfum ekki áhuga þinn eða bölvun. Haltu þig við tónlistina,“ sagði Woods. 📸 Drake takes a picture with Sancho. His next game: Bayern 5 - 0 Dortmund 📸 Drake takes a picture with Aubameyang. His next game: Everton 1 - 0 Arsenal 📸 Drake takes a picture with Aguero. His next game: Misses a penalty vs TottenhamDrake curse confirmed 😳 pic.twitter.com/mp7rjiCXKi— ODDSbible (@ODDSbible) April 9, 2019
Enski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Akstursíþróttir Box MMA Tennis Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Sjá meira
Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01