Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 18:34 Xi Jinping, forseti Kína, kátur við lok flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. ap Xi Jinping, forseti Kína er orðinn enn valdameiri að loknu flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Með nýjustu hrókeringum er hann sjálfskipaður aðalritari forsætisnefndar og hefur fært landið á einræðisbraut eftir að hafa deilt völdum með hæstráðendum innan flokksins síðustu ár. Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml. Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Að vikulöngum þinghöldum Kommúnistaflokksins loknum hefur Xi Jinping tekist að úthýsa andstæðingum og styrkt valdastöðu sína til muna. Fundur flokksins var sá tuttugasti í röðinni og þangað mættu um 2400 flokksfulltrúar til að samþykkja meiriháttar breytingar á stjórnarskrá landsins. Við lok fundar í dag, sunnudag, voru sjö fulltrúar, hliðhollir Xi, skipaðir í valdamestu nefnd innan stjórnkerfisins, forsætisnefnd landsins, PSC. Gengu þeir fylktu liði inn á sviðið, í röð eftir valdastöðu, undir dynjandi lófaklappi flokksliðs. „Ég hef verið endurkjörinn aðalritari forsætisnefndarinnar,“ sagði Xi Jinping við upphaf ræðu sinnar uns hann kynnti inn hina nefndarfulltrúa. Með hrókeringunum, sem voru viðbúnar, er ljóst að Xi Jinping hefur hreðjartak á stjórnkerfinu í Peking sem og kínverska hernum. Völdin eru nú í líkingu við þau sem byltingarleiðtoginn Maó Zedong hafði í Kína á árunum 1943-1976. Heimsathygli vakti þegar hinn 79 ára gamli fyrrum leiðtogi Kína, Hu Jintao, var leiddur á brott af flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins. Langan tíma tók ríkismiðla í Kína að gefa skýringar á atvikinu en loks barst sú skýring að Jintao hafi „ekki liðið vel.“ Hamingjuóskir bárust frá forseta Norður Kóreu, Kim Jong Un, og forseta Rússlands, Vladimír Putín. „Niðurstöður Kommúnistaflokksins staðfesta mikið pólitískt vald þitt yfir flokknum,“ er haft eftir Putín í tilkynningu frá Kreml.
Kína Tengdar fréttir Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Forveri Kínaforseta leiddur á brott af flokksþinginu Hu Jintao, forveri núverandi forseta Kína í starfi, var leiddur út af lokaathöfn flokksþings kínverska Kommúnistaflokksins. Engar skýringar hafa borist á því af hverju forsetinn fyrrverandi var leiddur úr salnum. 22. október 2022 10:05