Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 13:03 Rishi Sunak, mun taka við embætti forsætisráðherra Bretlands. AP/Aberto Pezzali Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15
Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02