Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 20:13 Fyrir Landsrétti byggðu yfirmennirnir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Yfirmennirnir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar sem fallist hefur á að taka málið til efnismeðferðar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem lést þegar hann klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og lést. Landsréttur taldi ljóst að yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið aftengdur. Það væri alvarlegt brot út af fyrir sig að halda áfram að nota vélina, þrátt fyrir að búnaðurinn væri aftengdur. Enn fremur hafi yfirmönnunum borið skylda að gefa þriðja yfirmanninum, sem dæmdur var í héraðsdómi en áfrýjaði ekki dóminum, fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Yfirmennirnir tveir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Í Landsrétti voru þeir dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár, fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi. Annar yfirmanna vísar til þess í málskotsbeiðni að takmörkuð dómaframkvæmd sé fyrir hendi um refsivert gáleysi framkvæmdastjóra fyrirtækja. Dómur Landsréttar sé í andstöðu við fyrri fordæmi Hæstaréttar sem lúti að gáleysi framkvæmdastjóra. Hann telur einnig að málið hafi verulega þýðingu þegar komi að skýringum á réttarreglum um hlutdeild. Hinn yfirmaðurinn segir málið fordæmisgefandi enda hafi hann verið í lögbundnu orlofi frá störfum. Ekki hafi reynt á slíka refsiábyrgð hér á landi, og meta skuli skyldur starfsmanna hlutlægt, ólíkt því sem Landsréttur hafi gert. Málið hafi einnig þýðingu þegar komi að skýringum á reglum um hlutdeild. Báðir telja þeir dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Eins og fyrr segir telur Hæstiréttur að málið kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Dómurinn hefur því fallist á að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem lést þegar hann klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og lést. Landsréttur taldi ljóst að yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið aftengdur. Það væri alvarlegt brot út af fyrir sig að halda áfram að nota vélina, þrátt fyrir að búnaðurinn væri aftengdur. Enn fremur hafi yfirmönnunum borið skylda að gefa þriðja yfirmanninum, sem dæmdur var í héraðsdómi en áfrýjaði ekki dóminum, fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Yfirmennirnir tveir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Í Landsrétti voru þeir dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár, fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi. Annar yfirmanna vísar til þess í málskotsbeiðni að takmörkuð dómaframkvæmd sé fyrir hendi um refsivert gáleysi framkvæmdastjóra fyrirtækja. Dómur Landsréttar sé í andstöðu við fyrri fordæmi Hæstaréttar sem lúti að gáleysi framkvæmdastjóra. Hann telur einnig að málið hafi verulega þýðingu þegar komi að skýringum á réttarreglum um hlutdeild. Hinn yfirmaðurinn segir málið fordæmisgefandi enda hafi hann verið í lögbundnu orlofi frá störfum. Ekki hafi reynt á slíka refsiábyrgð hér á landi, og meta skuli skyldur starfsmanna hlutlægt, ólíkt því sem Landsréttur hafi gert. Málið hafi einnig þýðingu þegar komi að skýringum á reglum um hlutdeild. Báðir telja þeir dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Eins og fyrr segir telur Hæstiréttur að málið kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Dómurinn hefur því fallist á að taka málið til efnismeðferðar.
Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56
Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29