Auknar strandveiðar hafi neikvæð áhrif á stöðugleika og erlenda markaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 14:30 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir gríðarlega mikilvægt að stöðuleiki sé á framboði á fiski á erlendum mörkuðum. Óstöðugleiki í framboði á þorski hafi valdið því að hann er allt að þrisvar sinnum ódýrari en eldislax. Ástæðan fyrir þessu sé að veiðiheimildir hafi færst að nokkru leyti frá togurnum til minni útgerða. Vísir/Vilhelm Forstjóri útgerðafyrirtækisins Samherja segir að þrisvar sinnum hærra verð hafi verið greitt fyrir eldislax í Bretlandi og Þýskalandi en íslenskan þorsk. Ástæðan fyrir þessum verðmun sé einkum vegna skorts á stöðugleika í framboði á þorski. Stöðugleikinn hafi minnkað því veiðiheimildir hafi færst í auknum mæli frá stórútgerð til smærri útgerða. Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Þorsteinn Má Baldvinsson fór yfir samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum á Sjávarútvegsdeginum sem var haldinn var á Hótel Hilton í morgun. Þar kom fram að norskur eldislax er að yfirtaka hillupláss í Bretlandi. Vígi íslensks þorsks sé fallið þar í landi. Verð á norskum eldislaxi sé allt að þrisvar sinnum hærra en verð á íslenskum þorski. Helsta ástæðan fyrir þessu sé skortur á stöðugleika í framboði á þorski en stöðugleiki hafi mikil áhrif á eftirspurn neytenda. „Það sem verslunarkeðjur óska eftir það er stöðugleiki. Það er það sem ég kalla 365. Ef þú vilt vera inn í verslunarkeðju þá þarftu að afhenda vöruna 365 daga á ári. Við verðum að spyrja okkur af hverju er laxinn helmingi dýrari eða þrisvar sinnum dýrari en þorskur? Neytendur eru að greiða fyrir stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að með auknum sumarveiðum eða strandveiðum smærri útgerða hafi aðgangur Samherja að veiðiheimildum minnkað. Það hafi haft áhrif á stöðugleika framboðs á þorski. „Það er ekkert sjálfgefið að við höldum okkar stöðu. Við höfum verið að gera það að undanförnu. En ef á að breyta mikið aðstöðu okkar til veiða þá munum við tapa fjármunum þ.e. við munum missa stöðu sem við höfum haft. Við erum þegar búnir að missa ferskfiskmarkað í verslunarkeðjum í Englandi. Villtur, ferskur fiskur er líka að mestu farinn í Þýskalandi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að núverandi þróun á fiskveiðiheimildum hér á landi hafi í raun haft þau áhrif að erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafi styrkst á kostnað þeirra íslensku. „Ég er að benda á að ef það á að færa verulega veiðiheimildir frá stærri aðilum til minni og þær veiðar fara fyrst og fremst yfir sumarið þá styrkir það okkar samkeppnisaðila,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira