Umfjöllun: Valur - Ferencváros 43-39 | Ungverjarnir réðu ekkert við hraða Valsmanna Jón Már Ferro skrifar 25. október 2022 23:08 Valsmenn unnu magnaðan sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum fjögurra marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, 43-39. Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. Eftir tvær mínútur var staðan 1–3 gestunum í vil. Heimamenn voru fljótir að snúa því sér í hag því eftir tíu mínútna leik var Valur komið fjórum mörkum yfir 11–7. Tíu mínútum síðar var forystan orðið sex mörk 16–10. Ótrúlegar tölur á móti jafn sterkum andstæðingum. Ungverjarnir áttu fá svör við hröðum leik Valsara. Þegar flautað var til hálfleiks voru lærisveinar Snorra Steins búnir að auka forystu sína í sjö mörk og allt útlit fyrir að Ungverjarnir væru að bugast á hraða Valsmanna. Áfram héldu yfirburðirnir en Ferencváros reyndi að klóra í bakkann en komust aldrei nær en 5 mörkum nema alveg í blá lokin þegar þeir minnkuðu niður í fjögur mörk. Af hverju vann Valur? Ungverjarnir réðu engan veginn við þann mikla hraða sem Valsarar buðu upp á í kvöld. Hlíðarendapiltar eru þekktir fyrir að spila hraðan bolta. Ekki voru allir vissir um að það myndi skila sigri í kvöld. Annað kom á daginn og því vann Valur í rosalegum leik. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll varði oft á tíðum ótrúlega. Það var eitt af því sem skilaði sér í hraðaupphlaupum og auðveldum mörkum á hinum enda vallarins. Þorgils Jón var eins og segull inni á línunni. Greip allt sem til hans kom og skilaði því framhjá Ádam Borbély, markmanni Ferencváros. Benedikt Gunnar Óskarsson var ótrúlegur í sóknarleik Vals í kvöld. Skilaði boltanum sjö sinnum í markið og lék á alls oddi. Óhætt er að halda því fram að hann hafi vakið athygli á sér í kvöld. Arnór Snær bróðir hans var ekki verri. Foreldrar þeirra mega vera stoltir af sonum sínum eftir þessa sýningu sem þeir buðu upp á. Magnús Óli Magnússon stjórnaði oft á tíðum hraðanum í sóknarleik Hlíðarendapilta. Gaf frábærara sendingar á liðsfélaga sína eða batt sjálfur enda á sóknirnar. Aðrir Valsarar spiluðu vel í kvöld en ofantaldir stálu senunni. Það má hinsvegar ekki gleyma Stiven Tobar Valencia í vinstra horninu eða Róbert Aroni Hostert og fleirum. Þrátt fyrir tap var Máté Lékai góður í kvöld. Skoraði tíu mörk og sýndi á köflum hvers megnugur hann er. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að loka fyrir markaskorun hvors annars. Sóknarleikurinn réði ríkjum í kvöld og ekki oft sem bæði lið skora jafn mörg mörk. Hvað gerist næst? Valur fer á Benidorm og spilar þar í Evrópukeppninni aftur þann 1.nóvember kl 19:45. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti
Evrópuævintýri meistaraliðs Vals hófst í kvöld með öruggum fjögurra marka sigri liðsins gegn ungverska liðinu Ferencváros, 43-39. Valsmenn keyrðu látlaust á Ungverjana í fyrri hálfleik og náðu mest tíu marka forskoti í leiknum. Eftir tvær mínútur var staðan 1–3 gestunum í vil. Heimamenn voru fljótir að snúa því sér í hag því eftir tíu mínútna leik var Valur komið fjórum mörkum yfir 11–7. Tíu mínútum síðar var forystan orðið sex mörk 16–10. Ótrúlegar tölur á móti jafn sterkum andstæðingum. Ungverjarnir áttu fá svör við hröðum leik Valsara. Þegar flautað var til hálfleiks voru lærisveinar Snorra Steins búnir að auka forystu sína í sjö mörk og allt útlit fyrir að Ungverjarnir væru að bugast á hraða Valsmanna. Áfram héldu yfirburðirnir en Ferencváros reyndi að klóra í bakkann en komust aldrei nær en 5 mörkum nema alveg í blá lokin þegar þeir minnkuðu niður í fjögur mörk. Af hverju vann Valur? Ungverjarnir réðu engan veginn við þann mikla hraða sem Valsarar buðu upp á í kvöld. Hlíðarendapiltar eru þekktir fyrir að spila hraðan bolta. Ekki voru allir vissir um að það myndi skila sigri í kvöld. Annað kom á daginn og því vann Valur í rosalegum leik. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll varði oft á tíðum ótrúlega. Það var eitt af því sem skilaði sér í hraðaupphlaupum og auðveldum mörkum á hinum enda vallarins. Þorgils Jón var eins og segull inni á línunni. Greip allt sem til hans kom og skilaði því framhjá Ádam Borbély, markmanni Ferencváros. Benedikt Gunnar Óskarsson var ótrúlegur í sóknarleik Vals í kvöld. Skilaði boltanum sjö sinnum í markið og lék á alls oddi. Óhætt er að halda því fram að hann hafi vakið athygli á sér í kvöld. Arnór Snær bróðir hans var ekki verri. Foreldrar þeirra mega vera stoltir af sonum sínum eftir þessa sýningu sem þeir buðu upp á. Magnús Óli Magnússon stjórnaði oft á tíðum hraðanum í sóknarleik Hlíðarendapilta. Gaf frábærara sendingar á liðsfélaga sína eða batt sjálfur enda á sóknirnar. Aðrir Valsarar spiluðu vel í kvöld en ofantaldir stálu senunni. Það má hinsvegar ekki gleyma Stiven Tobar Valencia í vinstra horninu eða Róbert Aroni Hostert og fleirum. Þrátt fyrir tap var Máté Lékai góður í kvöld. Skoraði tíu mörk og sýndi á köflum hvers megnugur hann er. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að loka fyrir markaskorun hvors annars. Sóknarleikurinn réði ríkjum í kvöld og ekki oft sem bæði lið skora jafn mörg mörk. Hvað gerist næst? Valur fer á Benidorm og spilar þar í Evrópukeppninni aftur þann 1.nóvember kl 19:45.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti