Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2022 14:44 Frá Tromsö. EPA-EFE/MARIANNE LOEVLAND NORWAY OUT Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi. NRK greinir frá og segir að um sé að ræða mann á fertugsaldri sem lögreglu grunar að hafi síðustu tólf mánuði byggt upp persónu sem brasilískur fræðimaður á sviði Norðurslóða. Hann er hins vegar sakaður um að hafa verið að njósna fyrir Rússa þann tíma sem hann hefur dvalið í Noregi. Maðurinn hefur starfað við Háskólann í Tromsö þar sem hann hefur verið við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Norska öryggislögreglan óttast að manninum hafi tekist að byggja upp einhvers konar net eða þekkingu á stefnu Noregis í þessum málum. Þó ekki sé endilega talið að maðurinn hafi aflað sér upplýsinga sem ógni öryggi Noregs óttast lögregla að Rússar geti á einhvern hátt nýtt sér þær upplýsingar sem hann hefur aflað. Maðurinn var handtekinn í gær en í frétt NRK er málinu líkt við leiknu bandarísku sjónvarpsþættina The Americans sem fjallaði um sovéska útsendara sem þóttust vera Bandaríkjamenn, á sama tíma og þeir njósnuðu um Bandaríkin. Lögregla vill að manninum verði tafarlaust vísað frá Noregi. Hann neitar alfarið sök. Rússland Noregur Norðurslóðir Tengdar fréttir Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
NRK greinir frá og segir að um sé að ræða mann á fertugsaldri sem lögreglu grunar að hafi síðustu tólf mánuði byggt upp persónu sem brasilískur fræðimaður á sviði Norðurslóða. Hann er hins vegar sakaður um að hafa verið að njósna fyrir Rússa þann tíma sem hann hefur dvalið í Noregi. Maðurinn hefur starfað við Háskólann í Tromsö þar sem hann hefur verið við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Norska öryggislögreglan óttast að manninum hafi tekist að byggja upp einhvers konar net eða þekkingu á stefnu Noregis í þessum málum. Þó ekki sé endilega talið að maðurinn hafi aflað sér upplýsinga sem ógni öryggi Noregs óttast lögregla að Rússar geti á einhvern hátt nýtt sér þær upplýsingar sem hann hefur aflað. Maðurinn var handtekinn í gær en í frétt NRK er málinu líkt við leiknu bandarísku sjónvarpsþættina The Americans sem fjallaði um sovéska útsendara sem þóttust vera Bandaríkjamenn, á sama tíma og þeir njósnuðu um Bandaríkin. Lögregla vill að manninum verði tafarlaust vísað frá Noregi. Hann neitar alfarið sök.
Rússland Noregur Norðurslóðir Tengdar fréttir Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49