Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í slakri byrjun Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:00 Liverpool hefur verið án lykilmanna í mörgum leikjum til þessa á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Klopp fór yfir stöðu mála hjá Liverpool á blaðamannafundi fyrir leikinn en þó staðan sé nokkuð góð í Meistaradeildinni þá er sagan önnur heima fyrir. Liverpool tapaði 1-0 gegn nýliðum Nottingham Forest um liðna helgi og situr sem stendur í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Arsenal. Meiðsli herja á leikmannahóp liðsins en Klopp vonast til að framherjinn Darwin Núñez og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté geti tekið þátt í leik kvöldsins. Thiago Alcântara, Joël Matip, Luis Díaz og Diogo Jota verða hins vegar alli fjarri góðu gamni. Naby Keïta og Alex Oxlade-Chamberlain voru ekki skráðir í Meistaradeildhóp Liverpool þar sem talið var að þeir yrðu lengur frá vegna meiðsla en raun ber vitni. Alls hafa 19 leikmenn Liverpool misst af einum leik eða meira vegna meiðsla á leiktíðinni. „Þetta byrjar allt með meiðslum. Þá verður vandamálið að leikmennirnir sem eru ekki meiddir þurfa að spila of mikið [og meiðast í kjölfarið] sem þýðir að leikmenn sem voru meiddir snúa of snemma til baka. Þannig er það,“ sagði Klopp og hélt áfram. „Leikmennirnir koma of snemma til baka, fá högg eða „eitthvað annað“ og læknateymið segir að þeir megi ekki spila meira en 20 mínútur og eigi ekki að gera hitt eða þetta. Það eru allskyns svona hlutar sem þýðir að maður fer inn í leik í ensku úrvalsdeildinni með hníf milli tannanna.“ „Þetta er flókið og mun ekki leysast á einni nóttu. Leikmenn eru að snúa aftur en þeir þurfa að æfa. Við héldum að þeir [Keïta og Oxlade-Chamberlain] yrðu frá lengur en þeir eru komnir til baka sem er gott. Þeir geta þó ekki spilað heilu leikina en geta verið með á æfingum og spilað nokkrar mínútur hér og þar. Aftur, það er enginn að kvarta eða kveina. Svona er bara staðan.“ „Við sjáum til hvað við getum gert á morgun [í dag]. Ég hlakka mjög til leiksins og er jákvæður. Þetta er Meistaradeild Evrópu, þetta er Ajax og þetta er stór leikur. Við erum með nóg af leikmönnum svo við munum gera okkar allra besta.“ „Við höfum spilað vel í nokkrum leikjum en það er ekki eins og við þurfum ekki að glíma við vandamál í þeim leikjum. Við eigum góðan leik og missum tvo leikmenn í meiðsli eftir þann leik. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Ajax og Liverpool hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn