Vill ekki leyfa sveitarfélögum að rukka ökumenn á nagladekkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ekki standa til að veita sveitarfélögum heimild til að hefja gjaldtöku á þá sem nota nagladekk líkt og Umhverfisstofnun vill. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum um gjaldtöku og segir ráðherra að gæta þurfi hófs í viðbrögðum. Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira