Snemmtæk inngrip í meðferð hjá SÁÁ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir skrifar 27. október 2022 09:01 Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun