Misheppnaðar ráðstafanir í málefnum íslenskrar dýraverndar Árni Stefán Árnason skrifar 27. október 2022 10:30 Íslenskum þingmönnum (ráðherrum) hafa verið afar mislagðar hendur í framkvæmd dýraverndar skv. lögum til þessa. Auðvelt er að rekja þá sögu en þetta hefur verið áberandi frá því að dýraverndarlögin frá 1957 tóku gildi. Ekki fór hins vegar á milli mála hver viljinn var og hversu vel að þessum málum var staðið með fyrstu dýraverndarlögunum skömmu eftir 1900 og voru sett að tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar, mikils áhrifamanns í íslensku samfélagi og þingmanns þá. Frumkvöðuls í íslenskri dýravernd, sem þekkti hvern krók og kima í málaflokknum. Í dag virðist þingmönnum ómögulegt að koma dýravernd í faglegt form ólíkt því sem var í upphafi þegar maður með þekkingu, Tryggvi heitinn, má heita að hafi stýrt dýravernd á Íslandi af fagmennsku og verulegri þekkingu, beint úr þingsal, þó hvorki væri lögfræðingur né dýralæknir heldur áhugamaður eins og öll við hin, sem berjumst nú af elju fyrir bættum hag dýra. Líkleg ástæða á núverandi stöðu er sú að seinni tíma þingmenn, einkum eftir að lögin frá 1957 tóku gildi, hafa eiginlega aldrei lagt við hlustir þegar kjarnaaðilar í dýravernd, þeir sem þekkja þessi máli, betur en nokkrir aðrir, hafa komið með tillögur að breytingum. Málefni opinberrar dýraverndar hafa verið færð fram og til baka á milli opinberra aðila án þess að nokkurn tíma hafi náðst sá árangur, sem verið er að sækjast eftir. Staðan hefur aldrei verið verri en nú. Síðasta tilfærsla á þessu verkefni var af hálfu Vinstri grænna til Matvælastofnunar (MAST). Það var gagnrýnt verulega áður en núgildandi lög voru samþykkt. Þáverandi ráðherra var handviss um að hjá MAST væri mesta faglega þekkingu að finna, af því að þar ynnu dýralæknar. Dýralæknar eru settir í úrvinnslu einfaldra og flókinna lögfræðilegra álitaefna hjá MAST. Ekki kannast ég við að lögfræðingar séu settir í að greina heilbrigðisvandamál og/eða aðbúnað eða aðstæður dýra! Ég man eftir einu stærsta dýraverndarmáli Íslandssögunnar, innflutningur um 400 búrfugla fyrir nokkrum árum. Þá sat ég krítískan fund fyrir hönd umbjóðenda minna með tug starfsmanna MAST og fjalla átti um aflífun allra fuglanna eður ei. Ekki einn einasti lögfræðingur, ekki einu sinni yfirdýralæknir. Á daginn kom að MAST hafði allan tímann rangt fyrir sér. Afstaða MAST og viðkomandi ráðuneytis felst nánast aldrei í því að gæta velferðar, hagsmuna og réttarstöðu dýra, koma þeim til hjálpar með öllum mögulegum ráðum. Dýr eru frekar drepin, send í sláturhús, heldur en að beita aðferðum siðaðra dýraverndarsamfélaga og koma þeim til hjálpar. Hrossamálið í Borgarbyggð er nýjasta dæmið. Algerlega óskiljanlegur skortur á vilja til að stunda nútímalega dýravernd. Frekar skulu heilbrigð dýr felld en þeim komið í góðar hendur og gott stand. Svona háttalag opinberra aðila þekkist ekki í Evrópu né BNA. Nýlegt dæmi að vestan er björgun mörg hundruð hunda frá lyfjaframleiðanda. Hefðu verið felldir hér. Í Þýskalandi hefðu Borgarbyggðarhrossin aldrei verið send í sláturhús. Það ætti yfirdýralæknir og fálkaorðuhafinn fyrir dýravernd að vita, hann lærði fag sitt í Þýskalandi. Á meðan á ferli frumvarps núgildandi laga stóð var bent á að það væru mistök af ýmsum ástæðum að færa málaflokkinn til MAST og eftirlit með dýravelferð ætti að vera í höndum sjálfstæðs aðila. Stungið var upp á sérstakri dýralögreglu að erlendri fyrirmynd. Ekkert var hlustað. Nú er svo komið að eftirlit með dýravelferð er í molum. Mál koma upp og dragast á langinn, MAST reynist erfitt að skilja, túlka og beita lögum um velferð dýra jafn skýr og þau eru. Að Ríkisendurskoðandi skuli nú sjá sig knúinn til að hafa afskipti af þessum máli segir allt sem segja þarf. Mér til undrunar þá virðast þingmenn aldrei ná valdi á ráðstöfun nokkuð einfalds málaflokks, sem dýravernd er, og þeim sem eru færðar valdheimildir í lögum virðast aldrei ná valdi á skilningi dýraverndarlaga. Þetta þarf ekki að vera svona ef hlustað væri á þá, sem vilja hjálpa, grjóthörðustu dýraverndarsinna, sem sumir hverjir hafa jafnvel dýpstu þekkingu, sem völ er á hvernig þessum málaflokki er best ráðstafað í íslenska réttarríkinu. Þetta er óskapleg þreytandi meinloka, sem að lokum leiðir aðeins til eins og engin vill, þjáningar hjá dýrum, sem eiga allt annað skilið. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslenskum þingmönnum (ráðherrum) hafa verið afar mislagðar hendur í framkvæmd dýraverndar skv. lögum til þessa. Auðvelt er að rekja þá sögu en þetta hefur verið áberandi frá því að dýraverndarlögin frá 1957 tóku gildi. Ekki fór hins vegar á milli mála hver viljinn var og hversu vel að þessum málum var staðið með fyrstu dýraverndarlögunum skömmu eftir 1900 og voru sett að tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar, mikils áhrifamanns í íslensku samfélagi og þingmanns þá. Frumkvöðuls í íslenskri dýravernd, sem þekkti hvern krók og kima í málaflokknum. Í dag virðist þingmönnum ómögulegt að koma dýravernd í faglegt form ólíkt því sem var í upphafi þegar maður með þekkingu, Tryggvi heitinn, má heita að hafi stýrt dýravernd á Íslandi af fagmennsku og verulegri þekkingu, beint úr þingsal, þó hvorki væri lögfræðingur né dýralæknir heldur áhugamaður eins og öll við hin, sem berjumst nú af elju fyrir bættum hag dýra. Líkleg ástæða á núverandi stöðu er sú að seinni tíma þingmenn, einkum eftir að lögin frá 1957 tóku gildi, hafa eiginlega aldrei lagt við hlustir þegar kjarnaaðilar í dýravernd, þeir sem þekkja þessi máli, betur en nokkrir aðrir, hafa komið með tillögur að breytingum. Málefni opinberrar dýraverndar hafa verið færð fram og til baka á milli opinberra aðila án þess að nokkurn tíma hafi náðst sá árangur, sem verið er að sækjast eftir. Staðan hefur aldrei verið verri en nú. Síðasta tilfærsla á þessu verkefni var af hálfu Vinstri grænna til Matvælastofnunar (MAST). Það var gagnrýnt verulega áður en núgildandi lög voru samþykkt. Þáverandi ráðherra var handviss um að hjá MAST væri mesta faglega þekkingu að finna, af því að þar ynnu dýralæknar. Dýralæknar eru settir í úrvinnslu einfaldra og flókinna lögfræðilegra álitaefna hjá MAST. Ekki kannast ég við að lögfræðingar séu settir í að greina heilbrigðisvandamál og/eða aðbúnað eða aðstæður dýra! Ég man eftir einu stærsta dýraverndarmáli Íslandssögunnar, innflutningur um 400 búrfugla fyrir nokkrum árum. Þá sat ég krítískan fund fyrir hönd umbjóðenda minna með tug starfsmanna MAST og fjalla átti um aflífun allra fuglanna eður ei. Ekki einn einasti lögfræðingur, ekki einu sinni yfirdýralæknir. Á daginn kom að MAST hafði allan tímann rangt fyrir sér. Afstaða MAST og viðkomandi ráðuneytis felst nánast aldrei í því að gæta velferðar, hagsmuna og réttarstöðu dýra, koma þeim til hjálpar með öllum mögulegum ráðum. Dýr eru frekar drepin, send í sláturhús, heldur en að beita aðferðum siðaðra dýraverndarsamfélaga og koma þeim til hjálpar. Hrossamálið í Borgarbyggð er nýjasta dæmið. Algerlega óskiljanlegur skortur á vilja til að stunda nútímalega dýravernd. Frekar skulu heilbrigð dýr felld en þeim komið í góðar hendur og gott stand. Svona háttalag opinberra aðila þekkist ekki í Evrópu né BNA. Nýlegt dæmi að vestan er björgun mörg hundruð hunda frá lyfjaframleiðanda. Hefðu verið felldir hér. Í Þýskalandi hefðu Borgarbyggðarhrossin aldrei verið send í sláturhús. Það ætti yfirdýralæknir og fálkaorðuhafinn fyrir dýravernd að vita, hann lærði fag sitt í Þýskalandi. Á meðan á ferli frumvarps núgildandi laga stóð var bent á að það væru mistök af ýmsum ástæðum að færa málaflokkinn til MAST og eftirlit með dýravelferð ætti að vera í höndum sjálfstæðs aðila. Stungið var upp á sérstakri dýralögreglu að erlendri fyrirmynd. Ekkert var hlustað. Nú er svo komið að eftirlit með dýravelferð er í molum. Mál koma upp og dragast á langinn, MAST reynist erfitt að skilja, túlka og beita lögum um velferð dýra jafn skýr og þau eru. Að Ríkisendurskoðandi skuli nú sjá sig knúinn til að hafa afskipti af þessum máli segir allt sem segja þarf. Mér til undrunar þá virðast þingmenn aldrei ná valdi á ráðstöfun nokkuð einfalds málaflokks, sem dýravernd er, og þeim sem eru færðar valdheimildir í lögum virðast aldrei ná valdi á skilningi dýraverndarlaga. Þetta þarf ekki að vera svona ef hlustað væri á þá, sem vilja hjálpa, grjóthörðustu dýraverndarsinna, sem sumir hverjir hafa jafnvel dýpstu þekkingu, sem völ er á hvernig þessum málaflokki er best ráðstafað í íslenska réttarríkinu. Þetta er óskapleg þreytandi meinloka, sem að lokum leiðir aðeins til eins og engin vill, þjáningar hjá dýrum, sem eiga allt annað skilið. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun