Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlega dramatík í Madrid og London Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 10:01 Leikmenn Tottenham voru í sárum eftir að dómarinn Danny Makkelie tilkynnti að mark þeirra í uppbótartíma fengi ekki að standa. Getty/Marc Atkins Liverpool á enn möguleika á að enda í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 útisigur gegn Ajax í gærkvöld en allt er í hnút í riðli Tottenham, D-riðli, eftir dramatíska jafnteflið gegn Sporting. Öll mörk kvöldsins má nú sjá á Vísi. Rosaleg dramatík var í Madrid þar sem Atlético Madrid kastaði frá sér möguleikanum á að komast í 16-liða úrslitin, og Barcelona er einnig úr leik eftir gærdaginn svo að aðeins Real Madrid verður þá enn fulltrúi Spánar í keppninni. Ljóst er hvaða lið komast upp úr A-, B- og C-riðli en í D-riðli geta enn öll fjögur liðin komist í 16-liða úrslitin, í lokaumferðinni í næstu viku. Tottenham er efst með 8 stig en Sporting og Frankfurt eru með 7 stig og Marseille 6. Marseille tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni en Sporting og Frankfurt mætast í Portúgal. Í A-riðli gerði Liverpool út um vonir Ajax og tryggði sig áfram með 3-0 sigri í Hollandi. Mohamed Salah, Darwin Núnez og Harvey Elliott skoruðu mörkin. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool Napoli vann einnig 3-0 gegn Rangers í sama riðli, þar sem Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu og Norðmaðurinn Leo Skiri Östigård innsiglaði sigurinn. Þar með endar Napoli fyrir ofan Liverpool nema að Liverpool takist að vinna fjögurra marka sigur gegn Napoli á Anfield í lokaumferðinni. Klippa: Napoli - Rangers Club Brugge og Porto fara áfram úr B-riðli en Atlético Madrid og Leverkusen berjast um 3. sætið og að komast þannig í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brugge tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Porto, 4-0, þar sem Íraninn Mehdi Taremi skoraði tvö mörk. Klippa: Club Brugge - Porto Atlético Madrid og Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli en þar ætlaði allt um koll að keyra í leikslok. Dómarinn hafði flautað af en skoðaði svo atvik á myndbandi og dæmdi hendi og víti á Leverkusen. Finninn Lukas Hradecky varði hins vegar vítaspyrnu Yannick Carrasco, Saúl átti svo skalla í þverslána og skot Reinildi náði ekki að marki. Klippa: Atlético Madrid - Leverkusen Í C-riðli tryggði Inter sér 2. sæti með öruggum 4-0 sigri gegn Plzen og Barcelona var því úr leik áður en liðið mætti Bayern á Camp Nou og tapaði 3-0. Henrikh Mkhitaryan, Edin Dzeko (2) og Romelu Lukaku skoruðu mörk Inter en Sadio Mané, Eric Maxim Choupo-Moting og Benjamin Pavard fyrir Bayern. Klippa: Inter - Plzen Klippa: Barcelona - Bayern Í D-riðli gerðu Tottenham og Sporting 1-1 jafntefli í Lundúnum þar sem mark var dæmt af Harry Kane í uppbótartíma vegna rangstöðu, eftir myndbandsskoðun. Antonio Conte, stjóri Tottenham, fékk rautt spjald vegna mótmæla. Marcus Edwards hafði komið Sporting yfir en Rodrigo Bentancur jafnað á 80. mínútu. Klippa: Tottenham - Sporting Frankfurt vann svo 2-1 sigur gegn Marseille í Þýskalandi þar sem öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins. Klippa: Frankfurt - Marseille Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Rosaleg dramatík var í Madrid þar sem Atlético Madrid kastaði frá sér möguleikanum á að komast í 16-liða úrslitin, og Barcelona er einnig úr leik eftir gærdaginn svo að aðeins Real Madrid verður þá enn fulltrúi Spánar í keppninni. Ljóst er hvaða lið komast upp úr A-, B- og C-riðli en í D-riðli geta enn öll fjögur liðin komist í 16-liða úrslitin, í lokaumferðinni í næstu viku. Tottenham er efst með 8 stig en Sporting og Frankfurt eru með 7 stig og Marseille 6. Marseille tekur á móti Tottenham í lokaumferðinni en Sporting og Frankfurt mætast í Portúgal. Í A-riðli gerði Liverpool út um vonir Ajax og tryggði sig áfram með 3-0 sigri í Hollandi. Mohamed Salah, Darwin Núnez og Harvey Elliott skoruðu mörkin. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Ajax 0-3 Liverpool Napoli vann einnig 3-0 gegn Rangers í sama riðli, þar sem Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu og Norðmaðurinn Leo Skiri Östigård innsiglaði sigurinn. Þar með endar Napoli fyrir ofan Liverpool nema að Liverpool takist að vinna fjögurra marka sigur gegn Napoli á Anfield í lokaumferðinni. Klippa: Napoli - Rangers Club Brugge og Porto fara áfram úr B-riðli en Atlético Madrid og Leverkusen berjast um 3. sætið og að komast þannig í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Brugge tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöld þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Porto, 4-0, þar sem Íraninn Mehdi Taremi skoraði tvö mörk. Klippa: Club Brugge - Porto Atlético Madrid og Leverkusen gerðu 2-2 jafntefli en þar ætlaði allt um koll að keyra í leikslok. Dómarinn hafði flautað af en skoðaði svo atvik á myndbandi og dæmdi hendi og víti á Leverkusen. Finninn Lukas Hradecky varði hins vegar vítaspyrnu Yannick Carrasco, Saúl átti svo skalla í þverslána og skot Reinildi náði ekki að marki. Klippa: Atlético Madrid - Leverkusen Í C-riðli tryggði Inter sér 2. sæti með öruggum 4-0 sigri gegn Plzen og Barcelona var því úr leik áður en liðið mætti Bayern á Camp Nou og tapaði 3-0. Henrikh Mkhitaryan, Edin Dzeko (2) og Romelu Lukaku skoruðu mörk Inter en Sadio Mané, Eric Maxim Choupo-Moting og Benjamin Pavard fyrir Bayern. Klippa: Inter - Plzen Klippa: Barcelona - Bayern Í D-riðli gerðu Tottenham og Sporting 1-1 jafntefli í Lundúnum þar sem mark var dæmt af Harry Kane í uppbótartíma vegna rangstöðu, eftir myndbandsskoðun. Antonio Conte, stjóri Tottenham, fékk rautt spjald vegna mótmæla. Marcus Edwards hafði komið Sporting yfir en Rodrigo Bentancur jafnað á 80. mínútu. Klippa: Tottenham - Sporting Frankfurt vann svo 2-1 sigur gegn Marseille í Þýskalandi þar sem öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins. Klippa: Frankfurt - Marseille Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira