Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Njarðvík 67-88 | Njarðvík grillaði Stjörnuna í Mathús Garðarbæjarhöllinni Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. október 2022 23:04 Njarðvíkingar unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. Stjarnan tók á móti Njarðvíkingum í Garðabænum í kvöld í Subway-deild karla, í leik sem var aldrei spennandi nema rétt í blábyrjun. Fyrir leikinn voru liðin með sama árangur í deildinni, 2 sigra og 1 töp, og mátti búast við hörkuleik. Sú varð heldur betur ekki raunin. Vísir/Vilhelm Heimamenn einfaldlega hittu ekki rassgat, svo töluð sé hrein íslenska. Staðan í hálfleik 30-48 þar sem Stjörnumenn voru 0/15 í þristum og með NÚLL stoðsendingar. Það er alls óvíst að álíka tölfræði hafi áður sést í leik í efstu deild á Íslandi. Meira að segja vítaskotin, sem eiga að flokkast sem nánast gefins körfur, voru ekki að detta, nýtingin þar 4 af 14 í leikslok. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar voru án tveggja stórra pósta í kvöld, en þeir Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson eru báðir meiddir og ekki með í kvöld. Það virtist þó engu máli skipta fyrir gestina, þeir leikmenn sem stigu á parketið í kvöld skiluðu allir sínu og sumir rúmlega það. Vísir/Vilhelm Stjarnan virtist ætla að sækja körfur inn í teig til að byrja með, enda með sterkara lið í teignum en Njarðvík, í það minnsta á pappírunum. Það leikplan gekk þó ansi stirðlega, og ekki bætti úr skák að miðherjinn stóri og stæðilegi, Julius Jucikas, missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik og spilaði ekki meira eftir það. Stjörnumenn fundu aldrei taktinn sóknarlega í kvöld. Njarðvíkingar voru líflegir í vörninni í byrjun sem skilaði þeim mörgum hröðum körfum og munurinn fór hátt í 30 stig þegar mest var. Öruggur og sanngjarn Njarðvíkursigur niðurstaðan, lokatölur 67-88. Af hverju vann Njarðvík? Fyrst og fremst vegna þess hversu hræðilegan sóknarleik Stjörnumenn spiluðu hér í kvöld. Þeir gátu hreinlega ekki keypt sér körfu, þó nó sé til af peningum í Garðabænum. Njarðvíkingar áttu fantagóðan leik á báðum endum vallarins og voru vel að þessum sigri komnir. Hverjir stóðu upp úr? Allir byrjunarliðsleikmenn Njarðvíkur fóru yfir 10 stigin, en Oddur Rúnar Kristjánsson endaði stigahæstur á vellinum með 20 stig, þar af 15 úr þristum þar sem hann var 5/9. Ekki að sjá á honum að hann hafi verið í langri pásu frá körfuboltaiðkun. Hjá Stjörnunni var Robert Turner hvað skástur í kvöld, með 19 stig en aðeins 1 af 7 úr þristum. Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Var búið að minnast á sóknarleik Stjörnunnar? Þeir náðu engu flæði sinn leik í kvöld og hittu sennilega á sinn allra daprasta leik frá upphafi vega. 0 stoðsendingar í hálfleik er efni í sögubækurnar, en þeir bættu aðeins úr í seinni hálfleik og settu 10 stoðsendingar á tölfræðiskýrsluna Hvað gerist næst? Njarðvíkingar eru þá komnir með 3 sigra og aðeins eitt tap á töfluna, eiga næst leik í Ljónagryfjunni gegn nágrönnum sínum úr Grindavík 4. nóvember. Stjörnumenn eru 2-2 og hafa tapað heima bæði gegn Keflavík og Njarðvík. Næsti leikur þeirra er útileikur á Sauðárkróki 3. nóvember. Orkustigið var kannski ekki nógu gott hjá okkur og við vorkenndum okkur svolítið að vera ekki að hitta Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Blaðamaður var búinn að leggjast í djúpa greiningu á leik Stjörnunnar sem hann bar undir Arnar Guðjósson þjálfara eftir leik. Þið hittuð bara ekki rassgat hér í kvöld? „Nei það er bara rétt hjá þér. Við settum ekki þriggjastiga körfu í fyrri hálfleik og hittum illa úr vítunum okkar. Orkustigið var kannski ekki nógu gott hjá okkur og við vorkenndum okkur svolítið að vera ekki að hitta.“ Riðlaði það leikplaninu mikið að missa Julius Jucikas meiddan útaf strax í byrjun leiks? „Já en það á ekki að vera svona mikið.“ Það er auðvitað klassísk spurning að spyrja menn eftir tapleiki hvort það sé hægt að taka eitthvað jákvætt útúr þeim leikjum. Arnar sá þó skiljanlega ekki marga ljósa punkta í þessum leik. „Mér fannst Viktor standa sig vel þegar hann kom inná, og gott að Tómas fékk að spila nokkrar mínútur í röð. Hann er auðvitað bara ekki kominn í stand ennþá, fínt fyrir hann að fá að hlaupa. Það er eiginlega allt og sumt. Jú og Aron og Múli að spila í fyrsta skipti í efstu deild. Það er eitthvað.“ Sumir spekingar hafa velt því fyrir sér hvort að Adama Darbo og Robert Turner geti spilað saman svo að vel sé, tveir leikmenn sem vilja hafa boltann töluvert í höndunum. Arnar blés á allar slíkar fabúleringar. „Já þetta verður ekkert vandamál. Darbo er bara leikstjórnandi og Turner sinnir sínu hlutverki. Það var bara enginn góður í dag en búið að vera ágætt hingað til. Við höldum bara áfram að reyna að bæta okkur.“ Það er þá bara áfram gakk? „Hefur einhvern tímann einhver svarað nei? Jú það er bara áfram gakk, það gefur augaleið.“ Að blaðamanni vitandi hefur enginn enn svaraði þessari tímalausu spurningu neitandi, en það gæti kannski gerst ef menn væru algjörlega bugaðir. Menn eru ekkert bugaðir í Garðabænum þrátt fyrir dapran leik í kvöld? „Nei nei, við erum 2/2. Búnir að tapa tvisvar á heimavelli, á móti Keflavík og Njarðvík. Þetta eru lið sem ætla að verða Íslandsmeistarar og eru bara eins og staðan er í dag betri en við. Mér finnst Njarðvík ekki vera svona mikið betri en við en þeir eru betri en við og verðskulduðu sigurinn. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og ungu mennirnir að grípa gæsina svolítið meira. Þá kemur þetta.“ Subway-deild karla Stjarnan UMF Njarðvík
Njarðvík vann öruggan 21 stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 67-88 í leik þar sem Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði. Stjarnan tók á móti Njarðvíkingum í Garðabænum í kvöld í Subway-deild karla, í leik sem var aldrei spennandi nema rétt í blábyrjun. Fyrir leikinn voru liðin með sama árangur í deildinni, 2 sigra og 1 töp, og mátti búast við hörkuleik. Sú varð heldur betur ekki raunin. Vísir/Vilhelm Heimamenn einfaldlega hittu ekki rassgat, svo töluð sé hrein íslenska. Staðan í hálfleik 30-48 þar sem Stjörnumenn voru 0/15 í þristum og með NÚLL stoðsendingar. Það er alls óvíst að álíka tölfræði hafi áður sést í leik í efstu deild á Íslandi. Meira að segja vítaskotin, sem eiga að flokkast sem nánast gefins körfur, voru ekki að detta, nýtingin þar 4 af 14 í leikslok. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar voru án tveggja stórra pósta í kvöld, en þeir Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson eru báðir meiddir og ekki með í kvöld. Það virtist þó engu máli skipta fyrir gestina, þeir leikmenn sem stigu á parketið í kvöld skiluðu allir sínu og sumir rúmlega það. Vísir/Vilhelm Stjarnan virtist ætla að sækja körfur inn í teig til að byrja með, enda með sterkara lið í teignum en Njarðvík, í það minnsta á pappírunum. Það leikplan gekk þó ansi stirðlega, og ekki bætti úr skák að miðherjinn stóri og stæðilegi, Julius Jucikas, missteig sig eftir rúmlega tveggja mínútna leik og spilaði ekki meira eftir það. Stjörnumenn fundu aldrei taktinn sóknarlega í kvöld. Njarðvíkingar voru líflegir í vörninni í byrjun sem skilaði þeim mörgum hröðum körfum og munurinn fór hátt í 30 stig þegar mest var. Öruggur og sanngjarn Njarðvíkursigur niðurstaðan, lokatölur 67-88. Af hverju vann Njarðvík? Fyrst og fremst vegna þess hversu hræðilegan sóknarleik Stjörnumenn spiluðu hér í kvöld. Þeir gátu hreinlega ekki keypt sér körfu, þó nó sé til af peningum í Garðabænum. Njarðvíkingar áttu fantagóðan leik á báðum endum vallarins og voru vel að þessum sigri komnir. Hverjir stóðu upp úr? Allir byrjunarliðsleikmenn Njarðvíkur fóru yfir 10 stigin, en Oddur Rúnar Kristjánsson endaði stigahæstur á vellinum með 20 stig, þar af 15 úr þristum þar sem hann var 5/9. Ekki að sjá á honum að hann hafi verið í langri pásu frá körfuboltaiðkun. Hjá Stjörnunni var Robert Turner hvað skástur í kvöld, með 19 stig en aðeins 1 af 7 úr þristum. Vísir/Vilhelm Hvað gekk illa? Var búið að minnast á sóknarleik Stjörnunnar? Þeir náðu engu flæði sinn leik í kvöld og hittu sennilega á sinn allra daprasta leik frá upphafi vega. 0 stoðsendingar í hálfleik er efni í sögubækurnar, en þeir bættu aðeins úr í seinni hálfleik og settu 10 stoðsendingar á tölfræðiskýrsluna Hvað gerist næst? Njarðvíkingar eru þá komnir með 3 sigra og aðeins eitt tap á töfluna, eiga næst leik í Ljónagryfjunni gegn nágrönnum sínum úr Grindavík 4. nóvember. Stjörnumenn eru 2-2 og hafa tapað heima bæði gegn Keflavík og Njarðvík. Næsti leikur þeirra er útileikur á Sauðárkróki 3. nóvember. Orkustigið var kannski ekki nógu gott hjá okkur og við vorkenndum okkur svolítið að vera ekki að hitta Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Blaðamaður var búinn að leggjast í djúpa greiningu á leik Stjörnunnar sem hann bar undir Arnar Guðjósson þjálfara eftir leik. Þið hittuð bara ekki rassgat hér í kvöld? „Nei það er bara rétt hjá þér. Við settum ekki þriggjastiga körfu í fyrri hálfleik og hittum illa úr vítunum okkar. Orkustigið var kannski ekki nógu gott hjá okkur og við vorkenndum okkur svolítið að vera ekki að hitta.“ Riðlaði það leikplaninu mikið að missa Julius Jucikas meiddan útaf strax í byrjun leiks? „Já en það á ekki að vera svona mikið.“ Það er auðvitað klassísk spurning að spyrja menn eftir tapleiki hvort það sé hægt að taka eitthvað jákvætt útúr þeim leikjum. Arnar sá þó skiljanlega ekki marga ljósa punkta í þessum leik. „Mér fannst Viktor standa sig vel þegar hann kom inná, og gott að Tómas fékk að spila nokkrar mínútur í röð. Hann er auðvitað bara ekki kominn í stand ennþá, fínt fyrir hann að fá að hlaupa. Það er eiginlega allt og sumt. Jú og Aron og Múli að spila í fyrsta skipti í efstu deild. Það er eitthvað.“ Sumir spekingar hafa velt því fyrir sér hvort að Adama Darbo og Robert Turner geti spilað saman svo að vel sé, tveir leikmenn sem vilja hafa boltann töluvert í höndunum. Arnar blés á allar slíkar fabúleringar. „Já þetta verður ekkert vandamál. Darbo er bara leikstjórnandi og Turner sinnir sínu hlutverki. Það var bara enginn góður í dag en búið að vera ágætt hingað til. Við höldum bara áfram að reyna að bæta okkur.“ Það er þá bara áfram gakk? „Hefur einhvern tímann einhver svarað nei? Jú það er bara áfram gakk, það gefur augaleið.“ Að blaðamanni vitandi hefur enginn enn svaraði þessari tímalausu spurningu neitandi, en það gæti kannski gerst ef menn væru algjörlega bugaðir. Menn eru ekkert bugaðir í Garðabænum þrátt fyrir dapran leik í kvöld? „Nei nei, við erum 2/2. Búnir að tapa tvisvar á heimavelli, á móti Keflavík og Njarðvík. Þetta eru lið sem ætla að verða Íslandsmeistarar og eru bara eins og staðan er í dag betri en við. Mér finnst Njarðvík ekki vera svona mikið betri en við en þeir eru betri en við og verðskulduðu sigurinn. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og ungu mennirnir að grípa gæsina svolítið meira. Þá kemur þetta.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum