Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. október 2022 14:07 Angjelin Sterkaj í dómsal í morgun. Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. Angjelin var einnig dæmdur til að greiða eiginkonu Armando 31 milljón krónur í miska- og skaðabætur. Börn þeirra fá þrjár milljónir í skaðabætur hvort og rúmar sjö milljónir í skaðabætur vegna framfærslumissis. Foreldrar Armando fá þrjár milljónir í skaðabætur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm í málinu klukkan 14 í dag. Angjelin var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. Héraðsdómur sýknaði hins þegar þrjá samverkamann Angjelins af aðild að málinu, þau Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði þessari niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Fór ákæruvaldið fram á það að dómurinn yfir Angjelin yrði þyngdur í 18-20 ár. Þá krafðist ákæruvaldið einnig refsingar yfir hinum þremur meintu samverkamönnum sem sýknaðir voru í héraðsdómi. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir síðustu áramót. Við meðferð málsins í Landsrétti hélt verjandi Angjelins því fram að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. Verjandi Claudiu sagði ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. Þá sakaði verjandi Murats lögreglu um að hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. Murat var ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar í umsjón Armando sem hún átti að fylgjast með. Claudia var ákærð fyrir að hafa fylgst með bifreiðunum og látið Angjelin, fyrrverandi ástmann sinn, vita af ferðum Armandos þetta kvöld. Öll sökuð um að hafa vitað af áætlun Angjelins Shpetim var ákærður fyrir að hafa ekið bílnum sem Angjelin fór í að Rauðagerði til að myrða Armando. Þau voru öll sögð hafa vitað af áætlun Angjelins fyrir fram og tekið þátt í atburðarrásinni sem leiddi til dauða Armandos. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði áherslu á meintan þátt þremenninganna í morðinu í Rauðagerði.Vísir Kolbrún Benediktsdótir, varahéraðssaksóknari, sótti málið í Landsrétti fyrir ákæruvaldið rétt eins og hún gerði í héraði. Hún lagði áherslu á að þremenningarnir, Shpetim, Murat og Claudia hafi vitað af ætlunum Angjelins fyrir fram. Þá hafi Angjelin, þvert á það sem hann heldur fram, skipulagt morðið. Hann hafi til að mynda beitt skammbyssu með hljóðdeyfi í árásinni og vegna myndbandsgagna hafi allt bent til þess að hann hafi verið búinn að skrúfa hljóðdeyfinn á byssuna áður en hann fór og hitti Armando fyrir utan heimili hans umrætt kvöld. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. 30. september 2022 14:59 Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Angjelin var einnig dæmdur til að greiða eiginkonu Armando 31 milljón krónur í miska- og skaðabætur. Börn þeirra fá þrjár milljónir í skaðabætur hvort og rúmar sjö milljónir í skaðabætur vegna framfærslumissis. Foreldrar Armando fá þrjár milljónir í skaðabætur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm í málinu klukkan 14 í dag. Angjelin var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. Héraðsdómur sýknaði hins þegar þrjá samverkamann Angjelins af aðild að málinu, þau Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði þessari niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Fór ákæruvaldið fram á það að dómurinn yfir Angjelin yrði þyngdur í 18-20 ár. Þá krafðist ákæruvaldið einnig refsingar yfir hinum þremur meintu samverkamönnum sem sýknaðir voru í héraðsdómi. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Var fjöldi fólks handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir síðustu áramót. Við meðferð málsins í Landsrétti hélt verjandi Angjelins því fram að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. Verjandi Claudiu sagði ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. Þá sakaði verjandi Murats lögreglu um að hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. Murat var ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar í umsjón Armando sem hún átti að fylgjast með. Claudia var ákærð fyrir að hafa fylgst með bifreiðunum og látið Angjelin, fyrrverandi ástmann sinn, vita af ferðum Armandos þetta kvöld. Öll sökuð um að hafa vitað af áætlun Angjelins Shpetim var ákærður fyrir að hafa ekið bílnum sem Angjelin fór í að Rauðagerði til að myrða Armando. Þau voru öll sögð hafa vitað af áætlun Angjelins fyrir fram og tekið þátt í atburðarrásinni sem leiddi til dauða Armandos. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði áherslu á meintan þátt þremenninganna í morðinu í Rauðagerði.Vísir Kolbrún Benediktsdótir, varahéraðssaksóknari, sótti málið í Landsrétti fyrir ákæruvaldið rétt eins og hún gerði í héraði. Hún lagði áherslu á að þremenningarnir, Shpetim, Murat og Claudia hafi vitað af ætlunum Angjelins fyrir fram. Þá hafi Angjelin, þvert á það sem hann heldur fram, skipulagt morðið. Hann hafi til að mynda beitt skammbyssu með hljóðdeyfi í árásinni og vegna myndbandsgagna hafi allt bent til þess að hann hafi verið búinn að skrúfa hljóðdeyfinn á byssuna áður en hann fór og hitti Armando fyrir utan heimili hans umrætt kvöld.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. 30. september 2022 14:59 Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
„Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. 30. september 2022 14:59
Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08
Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47
Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25