„Við erum að stækka sem félag“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. október 2022 16:15 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA er gríðarlega sáttur við tímabil sinna manna. Vísir „Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar. „Við unnum gott lið í dag. Það breytist mikið við rauða spjaldið, þar klúðrum við í raun færi en hann ver boltann með hendinni og þar með rautt spjald. Við það breytist leikurinn og við sigldum þessu heim, allt KA fólk í bænum er gríðarlega ánægt með annað sætið.“ KA byrjaði leikinn passíft og voru Valsmenn sterkari til að byrja með. „Það var ekki viljandi. Valur er bara mjög gott lið og héldu boltanum vel, við vorum ekki nógu grimmir á móti þeim og þeir náðu að sækja á okkur. Mér finnst við búnir að vera passífir í síðustu leikjum, það er búið að vera að plaga liðið þó án þess að lið séu að ná að skapa sér mikið á móti okkur.“ Það var fagnað vel eftir leik og tóku leikmenn meðal annars lagið Angels með stuðningsfólki eftir leik. „Þetta er lag sem við tökum alltaf saman inn í klefa, leyfum krökkum að koma inn og syngja með okkur og við ákváðum að taka þetta saman með okkar fólki þar sem þetta var síðasti leikurinn og þetta fólk er búið að styðja okkur í allt sumar. Það er mikið búið að vera að gerast á KA svæðinu, það var verið að byggja stúku fyrir okkur og mikið að sjálfboðaliðum búið að aðstoða við það og okkur langar að gefa til baka.“ KA endar fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík. „Það var markmiðið eftir að ég tók við að enda fyrir ofan Víking Reykjavík og ná þessu öðru sæti og það tókst. Fólk getur kannski farið að átta sig á því að það eru fleiri lið en Víkingur og Breiðablik í þessari deild, tvö frábær lið en við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel. Allt frá því að við byrjuðum sumarið þegar Arnar Grétarsson var hér og svo tók ég við. Teymið og allt í kringum þetta er búið að vera frábært, allir að leggja hönd á plóg. Við erum að stækka sem félag, við erum að fara fá ennþá betri aðstöðu og ætlum okkur bara meiri hluti á næsta tímabili.“ KA var fyrir mótið spáð neðarlega eða í 7, 8 og 9 sæti af miðlum. „Við erum mun sterkari en það, við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum atriðum núna í tvö ár og erum bara komnir lengra. Við töldum okkur fyrir tímabilið vera sterkari en það og við vissum að við ættum möguleika á að vera ofarlega en það þýðir ekkert endilega að það takist alltaf en það tókst hjá okkur og mér finnst við eiga það fullkomlega skilið. Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum.“ Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði með KA lengst af móti og endaði með 17 mörk og þar með varð hann markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðustu leikina af mótinu, ásamt því hafa margir leikmenn verið að stíga upp hjá KA. „Það er alltaf þannig að þegar lið eru góð að þá eru alltaf einhverjir sem skína aðeins meira og Nökkvi stóð sig ótrúlega vel í sumar. Við seljum hann fyrir úrslitakeppnina en samt höldum við dampi. Við missum tvo stráka í meiðsli út tímabilið á móti Breiðablik en samt höldum við áfram, við fengum enga leikmenn inn en okkar strákar stóðu sig ótrúlega vel. Það sýnir bara hvað KA hjartað er sterkt í þessum hóp.“ KA Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
„Við unnum gott lið í dag. Það breytist mikið við rauða spjaldið, þar klúðrum við í raun færi en hann ver boltann með hendinni og þar með rautt spjald. Við það breytist leikurinn og við sigldum þessu heim, allt KA fólk í bænum er gríðarlega ánægt með annað sætið.“ KA byrjaði leikinn passíft og voru Valsmenn sterkari til að byrja með. „Það var ekki viljandi. Valur er bara mjög gott lið og héldu boltanum vel, við vorum ekki nógu grimmir á móti þeim og þeir náðu að sækja á okkur. Mér finnst við búnir að vera passífir í síðustu leikjum, það er búið að vera að plaga liðið þó án þess að lið séu að ná að skapa sér mikið á móti okkur.“ Það var fagnað vel eftir leik og tóku leikmenn meðal annars lagið Angels með stuðningsfólki eftir leik. „Þetta er lag sem við tökum alltaf saman inn í klefa, leyfum krökkum að koma inn og syngja með okkur og við ákváðum að taka þetta saman með okkar fólki þar sem þetta var síðasti leikurinn og þetta fólk er búið að styðja okkur í allt sumar. Það er mikið búið að vera að gerast á KA svæðinu, það var verið að byggja stúku fyrir okkur og mikið að sjálfboðaliðum búið að aðstoða við það og okkur langar að gefa til baka.“ KA endar fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík. „Það var markmiðið eftir að ég tók við að enda fyrir ofan Víking Reykjavík og ná þessu öðru sæti og það tókst. Fólk getur kannski farið að átta sig á því að það eru fleiri lið en Víkingur og Breiðablik í þessari deild, tvö frábær lið en við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel. Allt frá því að við byrjuðum sumarið þegar Arnar Grétarsson var hér og svo tók ég við. Teymið og allt í kringum þetta er búið að vera frábært, allir að leggja hönd á plóg. Við erum að stækka sem félag, við erum að fara fá ennþá betri aðstöðu og ætlum okkur bara meiri hluti á næsta tímabili.“ KA var fyrir mótið spáð neðarlega eða í 7, 8 og 9 sæti af miðlum. „Við erum mun sterkari en það, við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum atriðum núna í tvö ár og erum bara komnir lengra. Við töldum okkur fyrir tímabilið vera sterkari en það og við vissum að við ættum möguleika á að vera ofarlega en það þýðir ekkert endilega að það takist alltaf en það tókst hjá okkur og mér finnst við eiga það fullkomlega skilið. Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum.“ Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði með KA lengst af móti og endaði með 17 mörk og þar með varð hann markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðustu leikina af mótinu, ásamt því hafa margir leikmenn verið að stíga upp hjá KA. „Það er alltaf þannig að þegar lið eru góð að þá eru alltaf einhverjir sem skína aðeins meira og Nökkvi stóð sig ótrúlega vel í sumar. Við seljum hann fyrir úrslitakeppnina en samt höldum við dampi. Við missum tvo stráka í meiðsli út tímabilið á móti Breiðablik en samt höldum við áfram, við fengum enga leikmenn inn en okkar strákar stóðu sig ótrúlega vel. Það sýnir bara hvað KA hjartað er sterkt í þessum hóp.“
KA Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira