Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2022 17:57 Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum. Sigurjón Ólason Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00