Blússandi aðsókn í Skógarböðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2022 21:05 Eigendur Skógabaðanna, Finnur og Sigríður María, sem eru alsæl með hvað reksturinn hefur gengið vel frá því að þau opnuðu 22. maí í vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira